Bandaríkin ætla að gefa 80 milljónir skammta í júní Samúel Karl Ólason skrifar 3. júní 2021 18:05 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Ríkisstjórn Bandaríkjanna tilkynnti í dag að til stæði að gefa 80 milljónir skammta bóluefna til annarra ríkja í júní. Mest allt af því mun fara til COVAX-áætlunar Sameinuðu þjóðanna en hingað til hafa ríki þar sem þörfin er mikil fengið 76 milljónir skammta í gegnum áætlunina. Af fyrsta skammtinum, sem verður um 25 milljónir skammta, munu um 19 milljónir fara í gegnum COVAX til Suður- og Mið-Ameríku, Asíu og Afríku. Bandaríkin munu þó að mestu leyti ráða hvert skammtarnir fara í gegnum COVAX. Þessir 80 milljónir skammta samsvara um 75 prósentum af viðbótarskömmtum Bandaríkjanna en sá fjórðungur sem verður eftir, verður geymdur yfir neyðartilvik og í beinar gjafir til bandamanna Bandaríkjanna og annarra, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Er þar um að ræða ríki eins og Mexíkó, Kanada, Suður-Kóreu, Palestínu, Indlands, Úkraínu, Kósovó, Haítí, Georgíu, Egyptaland, Jórdaníu, Írak og Jemen. Einhverjir skammtanna munu þar að auki fara til starfsmanna Sameinuðu þjóðanna. Þrýstingur á Biden hefur aukist Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu í dag að svo lengi sem faraldur nýju kórónuveirunnar geisaði einhversstaðar í heiminum væru stæðu Bandaríkjamenn frammi fyrir ógn. Þessar gjafir væru liður í því að binda enda á faraldurinn og Bandaríkin ætluðu að leggja jafn mikla áherslu á alþjóðlegar bólusetningar eins og gert hefði verið innan Bandaríkjanna. Þó Bandaríkin muni að mestu ráða hvert skammtarnir fara sagði Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Bidens, í dag að Bandaríkin væru ekki að skipta á bóluefnum og einhverskonar greiðum. Skömmtunum fylgdu engin skilyrði og eina markmiðið væri að hjálpa og binda enda á faraldurinn. Val ríkja myndi fara eftir ýmsum þáttum eins og þörf og fjölda bólusettra. Þrýstingur á ríkisstjórn Bidens um að deila bóluefni ríkisins með umheiminum hefur aukist verulega undanfarna mánuði. Samhliða því hefur dregið úr alvarleika faraldursins sem er að versna víða annarsstaðar. Washington Post segir meira en helming fullorðinna Bandaríkjamanna hafa fengið minnst einn skammt af bóluefni. Á heimsvísu er hlutfallið nær einum af hverjum tíu. Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Af fyrsta skammtinum, sem verður um 25 milljónir skammta, munu um 19 milljónir fara í gegnum COVAX til Suður- og Mið-Ameríku, Asíu og Afríku. Bandaríkin munu þó að mestu leyti ráða hvert skammtarnir fara í gegnum COVAX. Þessir 80 milljónir skammta samsvara um 75 prósentum af viðbótarskömmtum Bandaríkjanna en sá fjórðungur sem verður eftir, verður geymdur yfir neyðartilvik og í beinar gjafir til bandamanna Bandaríkjanna og annarra, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Er þar um að ræða ríki eins og Mexíkó, Kanada, Suður-Kóreu, Palestínu, Indlands, Úkraínu, Kósovó, Haítí, Georgíu, Egyptaland, Jórdaníu, Írak og Jemen. Einhverjir skammtanna munu þar að auki fara til starfsmanna Sameinuðu þjóðanna. Þrýstingur á Biden hefur aukist Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu í dag að svo lengi sem faraldur nýju kórónuveirunnar geisaði einhversstaðar í heiminum væru stæðu Bandaríkjamenn frammi fyrir ógn. Þessar gjafir væru liður í því að binda enda á faraldurinn og Bandaríkin ætluðu að leggja jafn mikla áherslu á alþjóðlegar bólusetningar eins og gert hefði verið innan Bandaríkjanna. Þó Bandaríkin muni að mestu ráða hvert skammtarnir fara sagði Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Bidens, í dag að Bandaríkin væru ekki að skipta á bóluefnum og einhverskonar greiðum. Skömmtunum fylgdu engin skilyrði og eina markmiðið væri að hjálpa og binda enda á faraldurinn. Val ríkja myndi fara eftir ýmsum þáttum eins og þörf og fjölda bólusettra. Þrýstingur á ríkisstjórn Bidens um að deila bóluefni ríkisins með umheiminum hefur aukist verulega undanfarna mánuði. Samhliða því hefur dregið úr alvarleika faraldursins sem er að versna víða annarsstaðar. Washington Post segir meira en helming fullorðinna Bandaríkjamanna hafa fengið minnst einn skammt af bóluefni. Á heimsvísu er hlutfallið nær einum af hverjum tíu.
Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira