Haukur Helgi í Njarðvík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2021 20:45 Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi mun leika með Njarðvík á næstu leiktíð. Vísir/Bára Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Briem Pálsson mun leika með Njarðvík á næstu leiktíð í efstu deild karla í körfubolta. Haukur Helgi hefur lék með liði Andorra í ACB-deildinni á Spáni á nýafstaðinni leiktíð. Hann hefur nú skrifað undir þriggja ára samning við Njarðvík. Þetta kom fram á vef Njarðvíkur í kvöld sem og viðtal við Hauk Helga. Haukur Helgi lék með Njarðvík tímabilið 2015-2016 þar sem Njarðvík fór alla leið í undanúrslit og tapaði gegn KR sem landaði Íslandsmeistaratitlinum það árið. Hann snýr nú aftur til Njarðvíkur og hittir þar fyrir Benedikt Guðmundsson sem tók nýverið við liðinu. Þeir hafa áður unnið saman. „Það var ekki auðveld ákvörðun að kveðja atvinnumennskuna á meginlandi Evrópu, það er stórt skref og stór ákvörðun og því hafa fylgt miklar tilfinningar. Við fjölskyldan erum þó að sækjast eftir meiri festu í okkar líf enda mikið hark og rót á atvinnumannaferli körfuknattleiksmanns,” sagði Haukur Helgi í samtali við vef Njarðvíkur í kvöld. Haukur Helgi í Njarðvík næstu þrjú árin https://t.co/hamOnBHgub #korfubolti #Njarðvík pic.twitter.com/eZC7nQsdhQ— UMFN (@UMFNOfficial) June 1, 2021 „Ég kem einnig heim til þess að leggja frekari grunn að framtíðarvinnu minni við sjávarútveginn og af þeim sökum finnst mér það réttasta skrefið fyrir okkur fjölskylduna að flytjast nú heim til Íslands. Þessi ákvörðun hefur vissulega farið fram og til baka en þegar öllu er á botninn hvolft var þetta aldrei spurning.” „Nú er búið að stokka spilin talsvert hjá félaginu og síðast þegar ég lék í Njarðvík var mér mjög vel tekið. Njarðvík, að mínu mati, á ekki að finna sig á þeim stað sem liðið var statt í vetur. Mitt verkefni með liðinu er að taka þátt í að snúa því við, byggja upp karakter og Njarðvíkurandann á nýjan leik. Þess vegna tel ég sterkt að gera þriggja ára samning við félagið enda erfitt að búa eitthvað til aðeins á einu ári. Ég ætla mér að koma með metnað inn í félagið til að fara langt og gera atlögu að öllum titlum.” Um Benedikt Guðmundsson „Ef það er eitthvað sem Benni hefur verið að gera vel þá er það að taka við liðum sem eru að finna sinn farveg, í fyrsta sinn eða upp á nýtt. Hann má eiga það að slík verkefni leysir hann mjög vel. Ég þekki Benna mjög vel enda þjálfaði hann mig í yngri flokkum hjá Fjölni svo ég held að þetta verði fáránlega skemmtilegt.” Hinn 29 ára gamli Haukur Helgi hefur leikið með fjölda liða í atvinnumennsku. Þar má nefna Unics Kazan frá Rússlandi, Rouen Métropole, Cholet og Nanterre 92 frá Frakklandi ásamt Manresa, Breogán og Baskonia frá Spáni. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
Haukur Helgi hefur lék með liði Andorra í ACB-deildinni á Spáni á nýafstaðinni leiktíð. Hann hefur nú skrifað undir þriggja ára samning við Njarðvík. Þetta kom fram á vef Njarðvíkur í kvöld sem og viðtal við Hauk Helga. Haukur Helgi lék með Njarðvík tímabilið 2015-2016 þar sem Njarðvík fór alla leið í undanúrslit og tapaði gegn KR sem landaði Íslandsmeistaratitlinum það árið. Hann snýr nú aftur til Njarðvíkur og hittir þar fyrir Benedikt Guðmundsson sem tók nýverið við liðinu. Þeir hafa áður unnið saman. „Það var ekki auðveld ákvörðun að kveðja atvinnumennskuna á meginlandi Evrópu, það er stórt skref og stór ákvörðun og því hafa fylgt miklar tilfinningar. Við fjölskyldan erum þó að sækjast eftir meiri festu í okkar líf enda mikið hark og rót á atvinnumannaferli körfuknattleiksmanns,” sagði Haukur Helgi í samtali við vef Njarðvíkur í kvöld. Haukur Helgi í Njarðvík næstu þrjú árin https://t.co/hamOnBHgub #korfubolti #Njarðvík pic.twitter.com/eZC7nQsdhQ— UMFN (@UMFNOfficial) June 1, 2021 „Ég kem einnig heim til þess að leggja frekari grunn að framtíðarvinnu minni við sjávarútveginn og af þeim sökum finnst mér það réttasta skrefið fyrir okkur fjölskylduna að flytjast nú heim til Íslands. Þessi ákvörðun hefur vissulega farið fram og til baka en þegar öllu er á botninn hvolft var þetta aldrei spurning.” „Nú er búið að stokka spilin talsvert hjá félaginu og síðast þegar ég lék í Njarðvík var mér mjög vel tekið. Njarðvík, að mínu mati, á ekki að finna sig á þeim stað sem liðið var statt í vetur. Mitt verkefni með liðinu er að taka þátt í að snúa því við, byggja upp karakter og Njarðvíkurandann á nýjan leik. Þess vegna tel ég sterkt að gera þriggja ára samning við félagið enda erfitt að búa eitthvað til aðeins á einu ári. Ég ætla mér að koma með metnað inn í félagið til að fara langt og gera atlögu að öllum titlum.” Um Benedikt Guðmundsson „Ef það er eitthvað sem Benni hefur verið að gera vel þá er það að taka við liðum sem eru að finna sinn farveg, í fyrsta sinn eða upp á nýtt. Hann má eiga það að slík verkefni leysir hann mjög vel. Ég þekki Benna mjög vel enda þjálfaði hann mig í yngri flokkum hjá Fjölni svo ég held að þetta verði fáránlega skemmtilegt.” Hinn 29 ára gamli Haukur Helgi hefur leikið með fjölda liða í atvinnumennsku. Þar má nefna Unics Kazan frá Rússlandi, Rouen Métropole, Cholet og Nanterre 92 frá Frakklandi ásamt Manresa, Breogán og Baskonia frá Spáni. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum