10 dagar í EM: Ronaldo deilir markametinu en á leikjametið einn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2021 12:01 Cristiano Ronaldo horfir til himins í leiknum á móti Íslandi á EM í Frakklandi 2016. EPA/MAST IRHAM E Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Cristiano Ronaldo er að mæta á sitt fimmta Evrópumót í sumar og bætir leikjametið með hverjum leik. Portúgalinn Cristiano Ronaldo endaði síðasta Evrópumót sem handhafi bæði leikjametsins og markametsins í úrslitakeppni EM. Hann deilir markametinu reyndar enn með Michel Platini en gæti bætt úr því á EM í sumar. Ronaldo hefur alls skorað 9 mörk í 21 leik í úrslitakeppni EM. Hann hefur spilað þremur leikjum meira en næsti maður sem er Þjóðverjinn Bastian Schweinsteiger. Michel Platini skoraði öll sín níu mörk á EM 1984 en Ronaldo hefur aldrei skorað meira en þrjú mörk í einni keppni. Ronaldo spilaði á sínu fyrsta Evrópumóti sumarið 2004 en þá fór það einmitt fram í Portúgal. Ronaldo, sem þá var bara nítján ára gamall, skoraði 2 mörk í 6 leikjum. Fyrsti leikur hans á þessu Evrópumóti var bara landsleikur númer átta hjá honum og Ronaldo skoraði í 2-1 tapi á móti Grikklandi. Ronaldo skoraði eitt mark á EM 2008, þrjú mörk á EM 2012 og loks þrjú mörk á síðasta EM sumarið 2016. Ronaldo verður fyrsti maðurinn til að spila á fimm Evrópumótum en Spánverjinn Iker Casillas hefur verið fimm sinnum í EM-hóp Spánverja en spilaði ekki mínútu á EM 2000 eða EM 2016. Zlatan Ibrahimovic hefði getað náð þessu líka en missir af mótinu vegna meiðsla. Ronaldo getur einnig náð sér í annað met. Hann hefur verið fyrirliði í 12 af þessum 21 leik en metið sem fyrirliði í úrslitakeppni EM á ítalski markvörðurinn Gianluigi Buffon sem á að baki þrettán leiki sem fyrirliði Ítala. Hér fyrir neðan má sjá þá leikjahæstu og markahæstu í sögu úrslitakeppni Evrópumóts karla. Flestir leikir í úrslitakeppni EM: 21 - Cristiano Ronaldo (Portúgal) 18 - Bastian Schweinsteiger (Þýskaland) 17 - Gianluigi Buffon (Ítalía) 16 - Cesc Fabregas (Spánn) 16 - Andrés Iniesta (Spánn) 16 - Lilian Thuram (Frakkland) 16 - Edwin van der Sar (Holland) 15 - Joao Moutinho (Portúgal) 15 - Nani (Portúgal) 15 - Pepe (Portúgal) 15 - Sergio Ramos (Spánn) 15 - David Silva (Spánn) - Flest mörk í úrslitakeppni EM: 9 - Michel Platini (Frakkland) 9 - Cristiano Ronaldo (Portúgal) 7 - Alan Shearer (England) 6 - Zlatan Ibrahimovic (Svíþjóð) 6 - Thierry Henry (Frakkland) 6 - Patrick Kluivert (Holland) 6 - Nuno Gomes (Portúgal) 6 - Antoine Griezmann (Frakkland) 6 - Wayne Rooney (England) 6 - Ruud van Nistelrooy (Holland) EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 11 dagar í EM: Dauðariðilinn sem Ísland hefði verið í Evrópumótið í fótbolta karla er handan við hornið og í dag rýnum við í F-riðil mótsins, dauðariðilinn sem Íslendingar hefðu verið í hefðu þeir komist á EM. 31. maí 2021 12:01 12 dagar í EM: Tvö fyrstu landsliðsmörk Skallaskrímslisins unnu EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Vestur-Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar í annað skipti þökk sé einum óvæntri hetju. 30. maí 2021 12:01 13 dagar í EM: 399 dagar á milli þess að fyrsta og síðasta þjóðin tryggðu sig á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Það leið meira en ár á milli þess að fyrsta þjóðin tryggði sig sér þátttökurétt á EM alls staðar og þar til að 24 þjóða hópur keppninnar var fullskipaður. 29. maí 2021 12:01 14 dagar í EM: Spánn hyggur á upprisu, Svíar spjara sig án Zlatans og Lewandowski fékk nýjan þjálfara í janúar Það má búast við spennandi baráttu um efstu tvö sætin í E-riðli á EM þar sem Spánverjar þykja þó sigurstranglegastir, þrátt fyrir vonbrigði á síðustu stórmótum. 28. maí 2021 12:00 15 dagar í EM: Þegar Van Basten braut lögmál eðlisfræðinnar í úrslitaleik EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Mark Hollendingsins Marco van Basten í úrslitaleiknum á EM 1988 er örugglega enn í fersku minni hjá þeim sem sáu það fyrir meira en þremur áratugum síðan. 27. maí 2021 12:01 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Sjá meira
Portúgalinn Cristiano Ronaldo endaði síðasta Evrópumót sem handhafi bæði leikjametsins og markametsins í úrslitakeppni EM. Hann deilir markametinu reyndar enn með Michel Platini en gæti bætt úr því á EM í sumar. Ronaldo hefur alls skorað 9 mörk í 21 leik í úrslitakeppni EM. Hann hefur spilað þremur leikjum meira en næsti maður sem er Þjóðverjinn Bastian Schweinsteiger. Michel Platini skoraði öll sín níu mörk á EM 1984 en Ronaldo hefur aldrei skorað meira en þrjú mörk í einni keppni. Ronaldo spilaði á sínu fyrsta Evrópumóti sumarið 2004 en þá fór það einmitt fram í Portúgal. Ronaldo, sem þá var bara nítján ára gamall, skoraði 2 mörk í 6 leikjum. Fyrsti leikur hans á þessu Evrópumóti var bara landsleikur númer átta hjá honum og Ronaldo skoraði í 2-1 tapi á móti Grikklandi. Ronaldo skoraði eitt mark á EM 2008, þrjú mörk á EM 2012 og loks þrjú mörk á síðasta EM sumarið 2016. Ronaldo verður fyrsti maðurinn til að spila á fimm Evrópumótum en Spánverjinn Iker Casillas hefur verið fimm sinnum í EM-hóp Spánverja en spilaði ekki mínútu á EM 2000 eða EM 2016. Zlatan Ibrahimovic hefði getað náð þessu líka en missir af mótinu vegna meiðsla. Ronaldo getur einnig náð sér í annað met. Hann hefur verið fyrirliði í 12 af þessum 21 leik en metið sem fyrirliði í úrslitakeppni EM á ítalski markvörðurinn Gianluigi Buffon sem á að baki þrettán leiki sem fyrirliði Ítala. Hér fyrir neðan má sjá þá leikjahæstu og markahæstu í sögu úrslitakeppni Evrópumóts karla. Flestir leikir í úrslitakeppni EM: 21 - Cristiano Ronaldo (Portúgal) 18 - Bastian Schweinsteiger (Þýskaland) 17 - Gianluigi Buffon (Ítalía) 16 - Cesc Fabregas (Spánn) 16 - Andrés Iniesta (Spánn) 16 - Lilian Thuram (Frakkland) 16 - Edwin van der Sar (Holland) 15 - Joao Moutinho (Portúgal) 15 - Nani (Portúgal) 15 - Pepe (Portúgal) 15 - Sergio Ramos (Spánn) 15 - David Silva (Spánn) - Flest mörk í úrslitakeppni EM: 9 - Michel Platini (Frakkland) 9 - Cristiano Ronaldo (Portúgal) 7 - Alan Shearer (England) 6 - Zlatan Ibrahimovic (Svíþjóð) 6 - Thierry Henry (Frakkland) 6 - Patrick Kluivert (Holland) 6 - Nuno Gomes (Portúgal) 6 - Antoine Griezmann (Frakkland) 6 - Wayne Rooney (England) 6 - Ruud van Nistelrooy (Holland) EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Flestir leikir í úrslitakeppni EM: 21 - Cristiano Ronaldo (Portúgal) 18 - Bastian Schweinsteiger (Þýskaland) 17 - Gianluigi Buffon (Ítalía) 16 - Cesc Fabregas (Spánn) 16 - Andrés Iniesta (Spánn) 16 - Lilian Thuram (Frakkland) 16 - Edwin van der Sar (Holland) 15 - Joao Moutinho (Portúgal) 15 - Nani (Portúgal) 15 - Pepe (Portúgal) 15 - Sergio Ramos (Spánn) 15 - David Silva (Spánn) - Flest mörk í úrslitakeppni EM: 9 - Michel Platini (Frakkland) 9 - Cristiano Ronaldo (Portúgal) 7 - Alan Shearer (England) 6 - Zlatan Ibrahimovic (Svíþjóð) 6 - Thierry Henry (Frakkland) 6 - Patrick Kluivert (Holland) 6 - Nuno Gomes (Portúgal) 6 - Antoine Griezmann (Frakkland) 6 - Wayne Rooney (England) 6 - Ruud van Nistelrooy (Holland)
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 11 dagar í EM: Dauðariðilinn sem Ísland hefði verið í Evrópumótið í fótbolta karla er handan við hornið og í dag rýnum við í F-riðil mótsins, dauðariðilinn sem Íslendingar hefðu verið í hefðu þeir komist á EM. 31. maí 2021 12:01 12 dagar í EM: Tvö fyrstu landsliðsmörk Skallaskrímslisins unnu EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Vestur-Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar í annað skipti þökk sé einum óvæntri hetju. 30. maí 2021 12:01 13 dagar í EM: 399 dagar á milli þess að fyrsta og síðasta þjóðin tryggðu sig á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Það leið meira en ár á milli þess að fyrsta þjóðin tryggði sig sér þátttökurétt á EM alls staðar og þar til að 24 þjóða hópur keppninnar var fullskipaður. 29. maí 2021 12:01 14 dagar í EM: Spánn hyggur á upprisu, Svíar spjara sig án Zlatans og Lewandowski fékk nýjan þjálfara í janúar Það má búast við spennandi baráttu um efstu tvö sætin í E-riðli á EM þar sem Spánverjar þykja þó sigurstranglegastir, þrátt fyrir vonbrigði á síðustu stórmótum. 28. maí 2021 12:00 15 dagar í EM: Þegar Van Basten braut lögmál eðlisfræðinnar í úrslitaleik EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Mark Hollendingsins Marco van Basten í úrslitaleiknum á EM 1988 er örugglega enn í fersku minni hjá þeim sem sáu það fyrir meira en þremur áratugum síðan. 27. maí 2021 12:01 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Sjá meira
11 dagar í EM: Dauðariðilinn sem Ísland hefði verið í Evrópumótið í fótbolta karla er handan við hornið og í dag rýnum við í F-riðil mótsins, dauðariðilinn sem Íslendingar hefðu verið í hefðu þeir komist á EM. 31. maí 2021 12:01
12 dagar í EM: Tvö fyrstu landsliðsmörk Skallaskrímslisins unnu EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Vestur-Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar í annað skipti þökk sé einum óvæntri hetju. 30. maí 2021 12:01
13 dagar í EM: 399 dagar á milli þess að fyrsta og síðasta þjóðin tryggðu sig á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Það leið meira en ár á milli þess að fyrsta þjóðin tryggði sig sér þátttökurétt á EM alls staðar og þar til að 24 þjóða hópur keppninnar var fullskipaður. 29. maí 2021 12:01
14 dagar í EM: Spánn hyggur á upprisu, Svíar spjara sig án Zlatans og Lewandowski fékk nýjan þjálfara í janúar Það má búast við spennandi baráttu um efstu tvö sætin í E-riðli á EM þar sem Spánverjar þykja þó sigurstranglegastir, þrátt fyrir vonbrigði á síðustu stórmótum. 28. maí 2021 12:00
15 dagar í EM: Þegar Van Basten braut lögmál eðlisfræðinnar í úrslitaleik EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Mark Hollendingsins Marco van Basten í úrslitaleiknum á EM 1988 er örugglega enn í fersku minni hjá þeim sem sáu það fyrir meira en þremur áratugum síðan. 27. maí 2021 12:01