„Þegar maður eignast barn og missir af öllu undirbúningstímabilinu þá finnur líkaminn auðvitað fyrir því“ Sindri Sverrisson skrifar 31. maí 2021 16:00 Helena Sverrisdóttir er á góðri leið með að verða Íslandsmeistari í þriðja skiptið í röð. vísir/bára „Ég er ótrúlega stolt af liðinu. Mér fannst við gera ótrúlega vel,“ sagði Helena Sverrisdóttir þegar hún mætti í spjall við Pálínu Gunnlaugsdóttir og sérfræðinga Dominos Körfuboltakvölds eftir annan sigur Vals á Haukum. Valskonur eru nú aðeins einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum og geta landað honum á heimavelli á miðvikudagskvöld. Miðað við frammistöðu Helenu á Ásvöllum í gærkvöld, í 71-65 sigri Vals, hefur hún engan áhuga á að taka lengri tíma en þarf í að landa titlinum. Hún skoraði meðal annars 21 stig, tók 15 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. „Við ætlum okkur að sjálfsögðu að klára þetta,“ sagði Helena sem byrjaði að spila aftur í janúar eftir að hafa eignast sína aðra dóttur aðeins rúmum mánuði áður. Helena er því ekki í sínu allra besta formi en var samt besti maður vallarins í gær: „Maður hatar alltaf undirbúningstímabil þangað til að maður fær það ekki. Þá finnur maður hvað maður þarf það mikið. Þegar maður eignast barn og missir af öllu undirbúningstímabilinu og allri byrjuninni á tímabilinu þá finnur líkaminn auðvitað fyrir því. Mér leið mjög vel [í gær] en auðvitað vill maður bara fara að koma sér í sumarfrí,“ sagði Helena létt í bragði. Viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Helena mætti í settið Helena varð Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu Haukum árið 2018, skipti svo yfir í Val og tryggði liðinu fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögu þess. Í fyrra voru Íslandsmeistarar ekki krýndir en Helena gæti landað titlinum þriðja skiptið í röð. Alltaf mikill Haukari inni í mér Helena viðurkennir að auðvitað beri hún taugar til mótherjanna í úrslitaeinvíginu: „Ég er alin upp hérna, pabbi formaður og við vorum saman hérna í mörg ár. Ég bý hérna við hliðina á, það tók mig tvær mínútur að keyra hingað, þannig að auðvitað er ég alltaf mikill Haukari inni í mér. En í dag er ég stoltur Valsari. Mér finnst mjög gaman í Val og þetta lið sem ég er í… það er svo gaman hjá okkur! Við erum allar tilbúnar að berjast fyrir hver aðra og það er bara stuð og stemning hjá okkur,“ sagði Helena áður en Pálína spurði hana út í hvernig væri að tilheyra svo sterku liði eins og Valur er, fullu af landsliðskonum: „Við skiptumst svolítið á. Það er kannski ein heit í dag og svo stigalaus í næsta leik. Það er gaman að vera með svona mikla breidd og aldrei hægt að vita hver stígur upp í hverjum leik. Við erum alltaf með hörkuæfingar, fimm á fimm, og það hjálpar okkur í leikjunum. Við spilum alltaf á háu tempói og erum með mörg vopn, svo það er rosalega erfitt að ætla að stoppa eitthvað eitt hjá okkur.“ Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Valur Tengdar fréttir Helena tók bæði stigametið og frákastametið af Önnu Maríu í gærkvöldi Helena Sverrisdóttir er eftir gærkvöldið sá leikmaður sem hefur skorað mest, tekið flest fráköst og gefið flestar stoðsendingar í lokaúrslitum kvenna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 31. maí 2021 13:00 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 65-71 | Risaþristar réðu úrslitum í stórskemmtilegum leik Valskonur eru komnar í 2-0 í úrslitaeinvíginu gegn Haukum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Annar sigur Valskvenna kom í Hafnarfirði í kvöld, 65-71 urðu lokatölur en stórir þristar á lokamínútunum tryggðu gestunum sigurinn. 30. maí 2021 23:22 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Sjá meira
Valskonur eru nú aðeins einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum og geta landað honum á heimavelli á miðvikudagskvöld. Miðað við frammistöðu Helenu á Ásvöllum í gærkvöld, í 71-65 sigri Vals, hefur hún engan áhuga á að taka lengri tíma en þarf í að landa titlinum. Hún skoraði meðal annars 21 stig, tók 15 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. „Við ætlum okkur að sjálfsögðu að klára þetta,“ sagði Helena sem byrjaði að spila aftur í janúar eftir að hafa eignast sína aðra dóttur aðeins rúmum mánuði áður. Helena er því ekki í sínu allra besta formi en var samt besti maður vallarins í gær: „Maður hatar alltaf undirbúningstímabil þangað til að maður fær það ekki. Þá finnur maður hvað maður þarf það mikið. Þegar maður eignast barn og missir af öllu undirbúningstímabilinu og allri byrjuninni á tímabilinu þá finnur líkaminn auðvitað fyrir því. Mér leið mjög vel [í gær] en auðvitað vill maður bara fara að koma sér í sumarfrí,“ sagði Helena létt í bragði. Viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Helena mætti í settið Helena varð Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu Haukum árið 2018, skipti svo yfir í Val og tryggði liðinu fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögu þess. Í fyrra voru Íslandsmeistarar ekki krýndir en Helena gæti landað titlinum þriðja skiptið í röð. Alltaf mikill Haukari inni í mér Helena viðurkennir að auðvitað beri hún taugar til mótherjanna í úrslitaeinvíginu: „Ég er alin upp hérna, pabbi formaður og við vorum saman hérna í mörg ár. Ég bý hérna við hliðina á, það tók mig tvær mínútur að keyra hingað, þannig að auðvitað er ég alltaf mikill Haukari inni í mér. En í dag er ég stoltur Valsari. Mér finnst mjög gaman í Val og þetta lið sem ég er í… það er svo gaman hjá okkur! Við erum allar tilbúnar að berjast fyrir hver aðra og það er bara stuð og stemning hjá okkur,“ sagði Helena áður en Pálína spurði hana út í hvernig væri að tilheyra svo sterku liði eins og Valur er, fullu af landsliðskonum: „Við skiptumst svolítið á. Það er kannski ein heit í dag og svo stigalaus í næsta leik. Það er gaman að vera með svona mikla breidd og aldrei hægt að vita hver stígur upp í hverjum leik. Við erum alltaf með hörkuæfingar, fimm á fimm, og það hjálpar okkur í leikjunum. Við spilum alltaf á háu tempói og erum með mörg vopn, svo það er rosalega erfitt að ætla að stoppa eitthvað eitt hjá okkur.“
Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Valur Tengdar fréttir Helena tók bæði stigametið og frákastametið af Önnu Maríu í gærkvöldi Helena Sverrisdóttir er eftir gærkvöldið sá leikmaður sem hefur skorað mest, tekið flest fráköst og gefið flestar stoðsendingar í lokaúrslitum kvenna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 31. maí 2021 13:00 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 65-71 | Risaþristar réðu úrslitum í stórskemmtilegum leik Valskonur eru komnar í 2-0 í úrslitaeinvíginu gegn Haukum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Annar sigur Valskvenna kom í Hafnarfirði í kvöld, 65-71 urðu lokatölur en stórir þristar á lokamínútunum tryggðu gestunum sigurinn. 30. maí 2021 23:22 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Sjá meira
Helena tók bæði stigametið og frákastametið af Önnu Maríu í gærkvöldi Helena Sverrisdóttir er eftir gærkvöldið sá leikmaður sem hefur skorað mest, tekið flest fráköst og gefið flestar stoðsendingar í lokaúrslitum kvenna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 31. maí 2021 13:00
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 65-71 | Risaþristar réðu úrslitum í stórskemmtilegum leik Valskonur eru komnar í 2-0 í úrslitaeinvíginu gegn Haukum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Annar sigur Valskvenna kom í Hafnarfirði í kvöld, 65-71 urðu lokatölur en stórir þristar á lokamínútunum tryggðu gestunum sigurinn. 30. maí 2021 23:22