Kínverjar bregðast snúðugir við rannsókn Biden Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2021 18:13 Tilgáta er um að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafði fyrst borist í menn í mögulegum leka á rannsóknarstofu Veirufræðistofnunar Wuhan veturinn 2019. Vísir/EPA Ákvörðun Joes Biden Bandaríkjaforseta um að fela leyniþjónustunni að rannsaka frekar uppruna kórónuveirufaraldursins hefur farið öfugt ofan í kínverska ráðamenn í dag. Þeir vísa tilgátum um að veiran kunni að hafa sloppið út af rannsóknarstofnu fyrir mistök á bug. Utanríkisráðuneyti kommúnistastjórnarinnar í Kína sakaði Bandaríkjastjórn um „pólitískar falsanir“ og að reyna að skella skuldinni á aðra eftir að Biden tilkynnti í gær að hann hefði gefið bandarísku leyniþjónustunni fyrirmæli um að rannsaka hvort að veiran hefði fyrst borist úr dýrum í menn, eins og almennt hefur verið talið, eða hvort að hún kunni að hafa sloppið óvart út af rannsóknarstofu Veirufræðistofnunarinnar í Wuhan þar sem faraldurinn skaut fyrst upp kollinum í desember árið 2019. Sérfræðingar hafa fram að þessu talið líklegast að veiran hafi borist úr dýrum í menn á náttúrulegan hátt, mögulega á markaði með dýr í Wuhan. Engar vísbendingar hafa fundist sem styðja samsæriskenningar um að veiran hafi verið „hönnuð“ af mönnum og henni sleppt viljandi. Vegna ógegnsæis og einstrengingsháttar kínverskra stjórnvalda hefur þó ekki verið hægt að útiloka að veiran kunni að hafa borist fyrst í menn vegna leka á rannsóknarstofunni þar sem kórónuveirur í leðurblökum eru meðal annars rannsakaðar. Því hafna kínversk stjórnvöld alfarið en hafa engu að síður ekki viljað veita erlendum sérfræðingum fullan aðgang til að rekja uppruna veirunnar. Tilgátan um leka frá rannsóknarstofunni hefur fengið byr undir báða vængi undanfarið vegna umfjöllunar bandarískra fjölmiðla um að þrír starfsmenn rannsóknarstofunnar hafi verið lagðir inn á sjúkrahús í nóvember árið 2019, nokkrum vikum áður en kínversk stjórnvöld viðurkenndu fyrst að faraldur nýs afbrigðis kórónuveiru geisaði í Wuhan. Segja Bandaríkjastjórn ekki hafa áhuga á sannleikanum Zhao Lijian, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, sagði rannsókn Bandaríkjastjórnar sýna að henni stæði á sama um staðreyndir og sannleikann og að hún hefði engan áhuga á alvörugefinni og vísindalegri rannsókn á uppruna faraldursins, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Markmið hennar er að nota faraldurinn til þess að smána, stunda pólitískar falsanir og skella skuldinni á aðra,“ sagði hann. Niðurstaða rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem kínverskir vísindamenn tóku þátt í var að „afar ólíklegt“ væri að veiran hefði borist frá rannsóknarstofu. Talsmaður stofnunarinnar segir að frekari rannsókna sé þörf á upptökum faraldursins. Kína Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira
Utanríkisráðuneyti kommúnistastjórnarinnar í Kína sakaði Bandaríkjastjórn um „pólitískar falsanir“ og að reyna að skella skuldinni á aðra eftir að Biden tilkynnti í gær að hann hefði gefið bandarísku leyniþjónustunni fyrirmæli um að rannsaka hvort að veiran hefði fyrst borist úr dýrum í menn, eins og almennt hefur verið talið, eða hvort að hún kunni að hafa sloppið óvart út af rannsóknarstofu Veirufræðistofnunarinnar í Wuhan þar sem faraldurinn skaut fyrst upp kollinum í desember árið 2019. Sérfræðingar hafa fram að þessu talið líklegast að veiran hafi borist úr dýrum í menn á náttúrulegan hátt, mögulega á markaði með dýr í Wuhan. Engar vísbendingar hafa fundist sem styðja samsæriskenningar um að veiran hafi verið „hönnuð“ af mönnum og henni sleppt viljandi. Vegna ógegnsæis og einstrengingsháttar kínverskra stjórnvalda hefur þó ekki verið hægt að útiloka að veiran kunni að hafa borist fyrst í menn vegna leka á rannsóknarstofunni þar sem kórónuveirur í leðurblökum eru meðal annars rannsakaðar. Því hafna kínversk stjórnvöld alfarið en hafa engu að síður ekki viljað veita erlendum sérfræðingum fullan aðgang til að rekja uppruna veirunnar. Tilgátan um leka frá rannsóknarstofunni hefur fengið byr undir báða vængi undanfarið vegna umfjöllunar bandarískra fjölmiðla um að þrír starfsmenn rannsóknarstofunnar hafi verið lagðir inn á sjúkrahús í nóvember árið 2019, nokkrum vikum áður en kínversk stjórnvöld viðurkenndu fyrst að faraldur nýs afbrigðis kórónuveiru geisaði í Wuhan. Segja Bandaríkjastjórn ekki hafa áhuga á sannleikanum Zhao Lijian, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, sagði rannsókn Bandaríkjastjórnar sýna að henni stæði á sama um staðreyndir og sannleikann og að hún hefði engan áhuga á alvörugefinni og vísindalegri rannsókn á uppruna faraldursins, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Markmið hennar er að nota faraldurinn til þess að smána, stunda pólitískar falsanir og skella skuldinni á aðra,“ sagði hann. Niðurstaða rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem kínverskir vísindamenn tóku þátt í var að „afar ólíklegt“ væri að veiran hefði borist frá rannsóknarstofu. Talsmaður stofnunarinnar segir að frekari rannsókna sé þörf á upptökum faraldursins.
Kína Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira