Börn í Búrkína Fasó fá reiðhjól frá Barnaheillum Heimsljós 27. maí 2021 14:05 Barnaheill – Save the Children Gámur af hjólum var sendur til Búrkína Fasó í vesturhluta Afríku. Íslensk börn eru ekki þau einu sem fá reiðhjól í hendur eftir hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children í vor því gámur af hjólum barst á dögunum til Búrkína Fasó í vesturhluta Afríku. Hjólunum verður úthlutað til nemenda sem ABC barnahjálp styður og styttir tíma þeirra á leiðinni í skólann. Í tíu ár hafa tæplega þrjú þúsund börn og ungmenni notið góðs af hjólasöfnun Barnaheilla. Í fyrravor var í fyrsta sinni í sögu hjólasöfnunarinnar ákveðið að senda afgangshjól til barna í Afríku sem þurfa að ganga langa leið í skóla á hverjum degi. Í samstarfi við ABC barnahjálp var gámur með góðum gjöfum ásamt hjólunum sendur til Búrkína Fasó. Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi var hleypt af stokkunum í mars og stóð yfir til 1. maí. Þá hófust úthlutanir og hjól gefin börnum og unglingum sem ekki hafa tök á því að kaupa sér reiðhjól. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Búrkína Fasó Börn og uppeldi Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent
Íslensk börn eru ekki þau einu sem fá reiðhjól í hendur eftir hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children í vor því gámur af hjólum barst á dögunum til Búrkína Fasó í vesturhluta Afríku. Hjólunum verður úthlutað til nemenda sem ABC barnahjálp styður og styttir tíma þeirra á leiðinni í skólann. Í tíu ár hafa tæplega þrjú þúsund börn og ungmenni notið góðs af hjólasöfnun Barnaheilla. Í fyrravor var í fyrsta sinni í sögu hjólasöfnunarinnar ákveðið að senda afgangshjól til barna í Afríku sem þurfa að ganga langa leið í skóla á hverjum degi. Í samstarfi við ABC barnahjálp var gámur með góðum gjöfum ásamt hjólunum sendur til Búrkína Fasó. Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi var hleypt af stokkunum í mars og stóð yfir til 1. maí. Þá hófust úthlutanir og hjól gefin börnum og unglingum sem ekki hafa tök á því að kaupa sér reiðhjól. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Búrkína Fasó Börn og uppeldi Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent