Daði lofaði afa sínum sigri í Eurovision í afmælisgjöf Birgir Olgeirsson skrifar 22. maí 2021 11:57 Daði Freyr hefur lofað afa sínum að vinna Eurovision. Vísir Daði Freyr Pétursson, Eurovision-fulltrúi Íslendinga þetta árið, var heldur betur búinn að lofa afa sínum Björgvini Kristjáni Þorvarðarsyni, veglegri afmælisgjöf þetta árið. Björgvin fagnar 85 ára afmælisdeginum sínum en hann tók loforð af Daða um að gefa honum sigur í Eurovision-keppninni. „Ég fór fram á að hann ynni keppnina í kvöld og gæfi mér það í afmælisgjöf. Hann er búinn að gefa mér helminginn af gjöfinni með því að komast áfram upp úr undanriðlinum. Svo sjáum við bara til,“ segir Björgvin Kristján, léttur í bragði á afmælisdeginum. Hann er þó eilítið óhress með að Daði og félagar hans í Gagnamagninu fái ekki að vera í grænaherberginu í kvöld. „Það er svolítið fúlt finnst mér en þetta eru þessir tímar.“ Daði og Gagnamagnið flytja lagið Ten Years og verða tólfta atriðið á svið í kvöld. Þeim er spáð góðu gengi í veðbönkunum, eða sjötta sæti. „Mér finnst þetta lag frábært. Það er grípandi og þau eru alveg frábær finnst mér,“ segir Björgvin. Spurður hvaðan Daði hefur tónlistarhæfileikana vill Björgin meina að þeir komi víða að. „Ég er að vona að sé bara blanda. Pabbi hans, Pétur Einarsson, er tónlistarmaður og hljóðmaður. Ég er búinn að syngja alla ævi og er enn í kór. Þetta er góð blanda,“ segir Björgvin.Sjálfur syngur Björgvin tenór í kór en bendir á að raddsvið Daða sé ansi vítt. „Hann getur sungið allar raddir.“ Björgvin er búsettur í Stykkishólmi og ætlar að taka því rólega á afmælisdeginum en mun að sjálfsögðu fylgjast með Daða sínum í kvöld. „Ég ætla að halda mig heima en reyna að hrúga að mér börnum og barnabörnum eins og hægt er.“ Eurovision Stykkishólmur Tengdar fréttir Daði Freyr og Gagnamagnið tólftu „á svið“ líkt og síðasti sigurvegari Daði Freyr og Gagnamagnið verða tólftu „á svið“ á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fer í Rotterdam í Hollandi annað kvöld. Frá þessu var greint seint í gærkvöldi, en áður hafði verið tilkynnt að Ísland yrði í fyrri helmingi þeirra laga sem flutt verða. 21. maí 2021 07:39 Útilokað að Daði og Gagnamagnið stígi á svið Daði Freyr Pétursson útilokaði í viðtali eftir Eurovision í kvöld að hann og Gagnamagnið stigju á svið í Rotterdam á laugardaginn. Sama upptaka og var spiluð áðan verður spiluð aftur á laugardaginn, nánar tiltekið í fyrri hálfleik keppninnar. 20. maí 2021 23:33 Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Björgvin fagnar 85 ára afmælisdeginum sínum en hann tók loforð af Daða um að gefa honum sigur í Eurovision-keppninni. „Ég fór fram á að hann ynni keppnina í kvöld og gæfi mér það í afmælisgjöf. Hann er búinn að gefa mér helminginn af gjöfinni með því að komast áfram upp úr undanriðlinum. Svo sjáum við bara til,“ segir Björgvin Kristján, léttur í bragði á afmælisdeginum. Hann er þó eilítið óhress með að Daði og félagar hans í Gagnamagninu fái ekki að vera í grænaherberginu í kvöld. „Það er svolítið fúlt finnst mér en þetta eru þessir tímar.“ Daði og Gagnamagnið flytja lagið Ten Years og verða tólfta atriðið á svið í kvöld. Þeim er spáð góðu gengi í veðbönkunum, eða sjötta sæti. „Mér finnst þetta lag frábært. Það er grípandi og þau eru alveg frábær finnst mér,“ segir Björgvin. Spurður hvaðan Daði hefur tónlistarhæfileikana vill Björgin meina að þeir komi víða að. „Ég er að vona að sé bara blanda. Pabbi hans, Pétur Einarsson, er tónlistarmaður og hljóðmaður. Ég er búinn að syngja alla ævi og er enn í kór. Þetta er góð blanda,“ segir Björgvin.Sjálfur syngur Björgvin tenór í kór en bendir á að raddsvið Daða sé ansi vítt. „Hann getur sungið allar raddir.“ Björgvin er búsettur í Stykkishólmi og ætlar að taka því rólega á afmælisdeginum en mun að sjálfsögðu fylgjast með Daða sínum í kvöld. „Ég ætla að halda mig heima en reyna að hrúga að mér börnum og barnabörnum eins og hægt er.“
Eurovision Stykkishólmur Tengdar fréttir Daði Freyr og Gagnamagnið tólftu „á svið“ líkt og síðasti sigurvegari Daði Freyr og Gagnamagnið verða tólftu „á svið“ á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fer í Rotterdam í Hollandi annað kvöld. Frá þessu var greint seint í gærkvöldi, en áður hafði verið tilkynnt að Ísland yrði í fyrri helmingi þeirra laga sem flutt verða. 21. maí 2021 07:39 Útilokað að Daði og Gagnamagnið stígi á svið Daði Freyr Pétursson útilokaði í viðtali eftir Eurovision í kvöld að hann og Gagnamagnið stigju á svið í Rotterdam á laugardaginn. Sama upptaka og var spiluð áðan verður spiluð aftur á laugardaginn, nánar tiltekið í fyrri hálfleik keppninnar. 20. maí 2021 23:33 Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Daði Freyr og Gagnamagnið tólftu „á svið“ líkt og síðasti sigurvegari Daði Freyr og Gagnamagnið verða tólftu „á svið“ á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fer í Rotterdam í Hollandi annað kvöld. Frá þessu var greint seint í gærkvöldi, en áður hafði verið tilkynnt að Ísland yrði í fyrri helmingi þeirra laga sem flutt verða. 21. maí 2021 07:39
Útilokað að Daði og Gagnamagnið stígi á svið Daði Freyr Pétursson útilokaði í viðtali eftir Eurovision í kvöld að hann og Gagnamagnið stigju á svið í Rotterdam á laugardaginn. Sama upptaka og var spiluð áðan verður spiluð aftur á laugardaginn, nánar tiltekið í fyrri hálfleik keppninnar. 20. maí 2021 23:33
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein