„Geta ekki leyft sér að mæta svona í úrslitaeinvígið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. maí 2021 09:00 Bryndís Guðmundsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir segja Valskonur þurfa að stíga upp í komandi einvígi við Hauka. Þær búast við spennandi einvígi sem geti vel farið í fimm leiki. Ljóst varð á föstudag að Valur og Haukar munu etja kappi í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Einvígið hefst á fimmtudagskvöld en rýnt var í það sem framundan er í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöld. Haukakonur rúlluðu yfir Keflavík á föstudag og unnu 30 stiga sigur, 80-50, til að sópa Keflvíkingum í undanúrslitaeinvíginu. Valskonur sópuðu sömuleiðis liði Fjölnis en þurftu að hafa meira fyrir hlutunum í 78-74 sigri. Þær þurfa að stíga upp í komandi einvígi gegn sterku Haukaliði samkvæmt sérfræðingum Domino's körfuboltakvölds. „Ég held að serían verði rosalega spennandi og fari í fimm leiki, en finnst erfitt að giska á það hvoru megin þetta mun detta. Valskonur þurfa að passa sig núna því að Haukarnir eru á þvílíkri siglingu. Eins og þessar Valsstelpur eru góðar hafa þær ekki sýnt sitt rétta andlit í 40 mínútur.“ sagði fyrrum landsliðskonan Bryndís Guðmundsdóttir í Körfuboltakvöldi á föstudag. Þáttastjórnandinn Pálína María Gunnlaugsdóttir spurði þá Berglindi LáruGunnarsdóttur hvort það væri ekki styrkleikamerki Vals að gera alltaf nóg til að vinna þó leikina. „Þær gera alltaf þessu litlu meira en hitt liðið. Ég er svolítið hrædd við það þar sem þær hafa verið, í síðustu tveimur leikjum við Fjölni, kærulausar, vörnin ekki að smella og lengi að koma sér í gang. Þú getur kannski spilað svona á móti liði eins og Fjölni sem hefur ekki eins breiðan hóp og jafn sterkan mannskap. En þær geta ekki leyft sér að mæta svona í úrslitaeinvígið gegn Haukum.“ sagði Berglind. Bryndís nefndi þá að Valskonur hefðu hugsanlega sparað sig fyrir komandi úrslitaeinvígi og liðið geti þá farið svipaða leið og karlalið KR hefur iðulega gert síðustu ár, þar sem liðið er ekki það besta framan af móti en stígur upp þegar mest á reynir. Fleira kemur fram í áhugaverðu spjalli þeirra um komandi einvígi í þætti föstudagsins en það má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld kvenna Úrslitaeinvígi Vals og Hauka hefst að Hlíðarenda á fimmtudagskvöld og verða allir leikirnir sýndir á stöðvum Stöðvar 2 Sport. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild kvenna Haukar Valur Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Haukakonur rúlluðu yfir Keflavík á föstudag og unnu 30 stiga sigur, 80-50, til að sópa Keflvíkingum í undanúrslitaeinvíginu. Valskonur sópuðu sömuleiðis liði Fjölnis en þurftu að hafa meira fyrir hlutunum í 78-74 sigri. Þær þurfa að stíga upp í komandi einvígi gegn sterku Haukaliði samkvæmt sérfræðingum Domino's körfuboltakvölds. „Ég held að serían verði rosalega spennandi og fari í fimm leiki, en finnst erfitt að giska á það hvoru megin þetta mun detta. Valskonur þurfa að passa sig núna því að Haukarnir eru á þvílíkri siglingu. Eins og þessar Valsstelpur eru góðar hafa þær ekki sýnt sitt rétta andlit í 40 mínútur.“ sagði fyrrum landsliðskonan Bryndís Guðmundsdóttir í Körfuboltakvöldi á föstudag. Þáttastjórnandinn Pálína María Gunnlaugsdóttir spurði þá Berglindi LáruGunnarsdóttur hvort það væri ekki styrkleikamerki Vals að gera alltaf nóg til að vinna þó leikina. „Þær gera alltaf þessu litlu meira en hitt liðið. Ég er svolítið hrædd við það þar sem þær hafa verið, í síðustu tveimur leikjum við Fjölni, kærulausar, vörnin ekki að smella og lengi að koma sér í gang. Þú getur kannski spilað svona á móti liði eins og Fjölni sem hefur ekki eins breiðan hóp og jafn sterkan mannskap. En þær geta ekki leyft sér að mæta svona í úrslitaeinvígið gegn Haukum.“ sagði Berglind. Bryndís nefndi þá að Valskonur hefðu hugsanlega sparað sig fyrir komandi úrslitaeinvígi og liðið geti þá farið svipaða leið og karlalið KR hefur iðulega gert síðustu ár, þar sem liðið er ekki það besta framan af móti en stígur upp þegar mest á reynir. Fleira kemur fram í áhugaverðu spjalli þeirra um komandi einvígi í þætti föstudagsins en það má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld kvenna Úrslitaeinvígi Vals og Hauka hefst að Hlíðarenda á fimmtudagskvöld og verða allir leikirnir sýndir á stöðvum Stöðvar 2 Sport. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild kvenna Haukar Valur Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira