Forvali fyrir bíl ársins lokið Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 22. maí 2021 07:00 Frá prófunardegi BÍBB árið 2019. Vísir/KÁG Forvalsnefnd BÍBB (Bandalag íslenskra bílablaðamanna) hefur lokið forvali á bíl ársins. Listi yfir þá bíla sem komust í úrslit er í fréttinni. Ekki fór fram val á bíl ársins í fyrra sökum kórónaveirufaraldursins. Í kjölfarið var tekinn ákvörðun um að færa valið aftur til vormánaða, enda blaðamenn spenntir að velja bíl ársins. Valið fór áður fram á vormánuðum en hafði farið fram á haustmánuðum undanfarin ár. Honda e í hleðslu. Bílar í úrslitum Í flokki minni fólksbíla komust tveir rafbílar í úrslit ásamt einum sem knúinn er af jarðefnaeldsneyti. Bílarnir eru: Opel Corsa E, Toyota Yaris, Honda ES Í flokki stærri fólksbílar komust Volkswagen ID-3, Peugeot e-2008 og Opel Mokka í útslit. Þar af eru tveir rafbílar og einn sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Sama er upp á teningnum í flokki minni jepplinga/jeppa, það er að tveir rafbílar komast í úrslit og einn tengiltvinnbíll. Bílarnir í úrslitum í flokknum eru: MG EHS PHEV, Skota Enyaq EV og Volkswagen ID-4. Land Rover Defender var valinn bíll ársins hjá TopGear. Í flokki stærri jepplinga/jeppa voru engir rafbílar. Þar eru í úrslitum Ford Explorer, Kia Sorento og Land Rover Defender. Lokaprófanir fara svo fram á næstu dögum til á ákvarða hvaða bíll hlýtur nafnbótina bíll ársins og hlýtur um leið hið eftirsótta stálstýri. Bíll ársins Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent
Ekki fór fram val á bíl ársins í fyrra sökum kórónaveirufaraldursins. Í kjölfarið var tekinn ákvörðun um að færa valið aftur til vormánaða, enda blaðamenn spenntir að velja bíl ársins. Valið fór áður fram á vormánuðum en hafði farið fram á haustmánuðum undanfarin ár. Honda e í hleðslu. Bílar í úrslitum Í flokki minni fólksbíla komust tveir rafbílar í úrslit ásamt einum sem knúinn er af jarðefnaeldsneyti. Bílarnir eru: Opel Corsa E, Toyota Yaris, Honda ES Í flokki stærri fólksbílar komust Volkswagen ID-3, Peugeot e-2008 og Opel Mokka í útslit. Þar af eru tveir rafbílar og einn sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Sama er upp á teningnum í flokki minni jepplinga/jeppa, það er að tveir rafbílar komast í úrslit og einn tengiltvinnbíll. Bílarnir í úrslitum í flokknum eru: MG EHS PHEV, Skota Enyaq EV og Volkswagen ID-4. Land Rover Defender var valinn bíll ársins hjá TopGear. Í flokki stærri jepplinga/jeppa voru engir rafbílar. Þar eru í úrslitum Ford Explorer, Kia Sorento og Land Rover Defender. Lokaprófanir fara svo fram á næstu dögum til á ákvarða hvaða bíll hlýtur nafnbótina bíll ársins og hlýtur um leið hið eftirsótta stálstýri.
Bíll ársins Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent