Hafa sent þúsundir aftur til Marokkó Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2021 10:15 Lögregluþjónar standa nærri líki manns sem rak á land í Ceuta. Maðurinn hafði reynt að synda frá Marokkó til yfirráðasvæðis Spánar. EPA/BRAIS LORENZO Rúmlega 6.500 af þeim um átta þúsund farand- og flóttamönnum sem hafa gert sér leið til Ceuta, yfirráðasvæðis Spánar í Norður-Afríku, í þessari viku hafa verið sendir aftur til Marokkó. Þetta tilkynnti Fernando Grande-Marlaska, innanríkisráðherra Spánar í morgun. Hann sagði að fólk væri ekki lengur að reyna að komast til Ceuta, hins vegar hafi hundruð reynt að komast til Melilla, annars yfirráðasvæðis Spánar í Norður-Afríku. Minnst þrjátíu eru sagðir hafa komist þar yfir landamærin. Spánn og Marokkó eiga í deilum þessa dagana og hafa Spánverjar leitt líkur að því að landamærum í Marokkó hafi verið skipað að hleypa fólki að landamærum Ceuta til að refsa Spánverjum fyrir að taka á móti Brahim Ghali. Sá leiðir sjálfstæðishreyfingu í vesturhluta Marokkó en hefur verið á sjúkrahúsi á Spáni frá því í síðasta mánuði. Sjá einnig: Hermenn sendir til að hefta flæði fólks yfir landamærin í Ceuta EL País segir forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa sent yfirvöld í Marokkó skilaboð um að slakt landamæraeftirlit þar gæti leitt til samdráttar í fjárhagsaðstoð sambandsins. Ráðamenn í Marokkó hafi nýverið heitið því að draga úr flæði flótta- og farandfólks. AP fréttaveitan segir flesta sem hafa reynt að komast til Ceuta vera unga menn frá Marokkó. Blaðamenn fréttaveitunnar ræddu við nokkra þeirra sem segjast lepja dauðan úr skel í Marokkó. Enga vinnu væri að fá og margir þeirra sem hafi reynt að komast til Ceuta búi á götunni. Einn viðmælandi lýsti því að vera fastur í Marokkó við það að vera dauður. Þeir hefðu engu að tapa við að reyna að komast til Evrópu. „Við munum halda áfram að reyna. Við munum finna leið, jafnvel þó hafið frjósi,“ sagði annar. Spánn Marokkó Flóttamenn Evrópusambandið Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Hann sagði að fólk væri ekki lengur að reyna að komast til Ceuta, hins vegar hafi hundruð reynt að komast til Melilla, annars yfirráðasvæðis Spánar í Norður-Afríku. Minnst þrjátíu eru sagðir hafa komist þar yfir landamærin. Spánn og Marokkó eiga í deilum þessa dagana og hafa Spánverjar leitt líkur að því að landamærum í Marokkó hafi verið skipað að hleypa fólki að landamærum Ceuta til að refsa Spánverjum fyrir að taka á móti Brahim Ghali. Sá leiðir sjálfstæðishreyfingu í vesturhluta Marokkó en hefur verið á sjúkrahúsi á Spáni frá því í síðasta mánuði. Sjá einnig: Hermenn sendir til að hefta flæði fólks yfir landamærin í Ceuta EL País segir forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa sent yfirvöld í Marokkó skilaboð um að slakt landamæraeftirlit þar gæti leitt til samdráttar í fjárhagsaðstoð sambandsins. Ráðamenn í Marokkó hafi nýverið heitið því að draga úr flæði flótta- og farandfólks. AP fréttaveitan segir flesta sem hafa reynt að komast til Ceuta vera unga menn frá Marokkó. Blaðamenn fréttaveitunnar ræddu við nokkra þeirra sem segjast lepja dauðan úr skel í Marokkó. Enga vinnu væri að fá og margir þeirra sem hafi reynt að komast til Ceuta búi á götunni. Einn viðmælandi lýsti því að vera fastur í Marokkó við það að vera dauður. Þeir hefðu engu að tapa við að reyna að komast til Evrópu. „Við munum halda áfram að reyna. Við munum finna leið, jafnvel þó hafið frjósi,“ sagði annar.
Spánn Marokkó Flóttamenn Evrópusambandið Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira