Sigurlíkurnar fara þverrandi eftir hörmungar á elleftu stundu Snorri Másson skrifar 19. maí 2021 23:25 Árný Fjóla Ásmundsdóttir og Daði Freyr Pétursson hafa beðið þess að stíga á svið á Eurovision í tvö ár. Þeim verður ekki að ósk sinni í bili. Gísli Berg Veðbankarnir hafa ekki tekið vel í tíðindin af örlögum íslenska Eurovision-hópsins, sem tilkynnti í dag að hann myndi ekki stíga á svið í keppninni vegna kórónuveirusmits meðlims í hljómsveitinni. Daði og Gagnamagnið hafa undanfarna daga mælst í fjórða sæti þegar löndunum er raðað eftir vinningslíkum í veðbönkum. Nú hefur hljómsveitin fallið niður um tvö sæti í sjötta sæti, með aðeins um 6% sigurlíkur, að því er segir á Eurovision World. Upptaka af annarri æfingu sveitarinnar verður notuð í undankeppninni annað kvöld og á aðalkeppninni ef til þess kemur. Daði Freyr ásamt Jóhanni Sigurði Jóhannssyni, sem er smitaður af Covid-19. Smitið kom líklega upp á hótelinu.Gísli Berg Á BBC er fjallað um málið og Eurovision-fréttamaður þeirra skrifar að þetta hljóti að vera þungt högg fyrir Daða og félaga, sem hafi verið að bíða eftir stóru stundinni í tvö ár. Daily Express talar um ringulreið eftir kórónuveirusmit hljómsveitarmeðlimsins og slær því upp í fyrirsögn að Ísland sé dottið út eftir „hörmungar á elleftu stundu.“ Hörmungar er lýsing sem íslenska sendinefndin tæki sennilegast undir. Jóhann Sigurður Jóhannsson, sá sem smitaðist, rakti raunir sínar á Instagram í gær og brast þar í grát þegar hann sagði frá því áfalli sem tíðindin hefðu haft í för með sér. Ljóst er að Íslendingar taka þrátt fyrir allt áfram þátt í Eurovision og dagskráin verður á sínum stað annað kvöld. Gísli Marteinn Baldursson verður þar þulur frá hótelherbergi sínu í Rotterdam, allt saman beint úr sóttkvínni. Eurovision Íslendingar erlendis Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Fleiri fréttir Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Sjá meira
Daði og Gagnamagnið hafa undanfarna daga mælst í fjórða sæti þegar löndunum er raðað eftir vinningslíkum í veðbönkum. Nú hefur hljómsveitin fallið niður um tvö sæti í sjötta sæti, með aðeins um 6% sigurlíkur, að því er segir á Eurovision World. Upptaka af annarri æfingu sveitarinnar verður notuð í undankeppninni annað kvöld og á aðalkeppninni ef til þess kemur. Daði Freyr ásamt Jóhanni Sigurði Jóhannssyni, sem er smitaður af Covid-19. Smitið kom líklega upp á hótelinu.Gísli Berg Á BBC er fjallað um málið og Eurovision-fréttamaður þeirra skrifar að þetta hljóti að vera þungt högg fyrir Daða og félaga, sem hafi verið að bíða eftir stóru stundinni í tvö ár. Daily Express talar um ringulreið eftir kórónuveirusmit hljómsveitarmeðlimsins og slær því upp í fyrirsögn að Ísland sé dottið út eftir „hörmungar á elleftu stundu.“ Hörmungar er lýsing sem íslenska sendinefndin tæki sennilegast undir. Jóhann Sigurður Jóhannsson, sá sem smitaðist, rakti raunir sínar á Instagram í gær og brast þar í grát þegar hann sagði frá því áfalli sem tíðindin hefðu haft í för með sér. Ljóst er að Íslendingar taka þrátt fyrir allt áfram þátt í Eurovision og dagskráin verður á sínum stað annað kvöld. Gísli Marteinn Baldursson verður þar þulur frá hótelherbergi sínu í Rotterdam, allt saman beint úr sóttkvínni.
Eurovision Íslendingar erlendis Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Fleiri fréttir Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Sjá meira