Svört kona þóttist hvít og virði húss hennar tvöfaldaðist Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2021 13:53 Frá Indianapolis í Bandaríkjunum. Getty Svört kona í Indianapolis í Bandaríkjunum fannst verðmat sem tvö fyrirtæki gerðu fyrir sig í fyrra vera skringilega lág. Þá ákvað hún að fela litarhaft sitt, þykjast vera hvít á hörund og reyna aftur. Við það tvöfaldaðist verðmæti húss hennar og rúmlega það. Carlette Duffy fékk tvö fyrirtæki til að meta virði húss hennar í fyrra. Í fyrra skiptið var verðmæti hússins metið á 125 þúsund dali, sem samsvarar um fimmtán milljónum króna miðað við gengið í dag. Í seinna verðmatinu var húsið metið á 110 þúsund dali. Hún hafði keypt húsið fyrir hundrað þúsund dali um þremur árum fyrir fyrsta verðmatið í maí í fyrra. Hún sýndi starfsmönnum beggja fyrirtækjanna gögn um að á þeim tíma hefðu húsnæðisverð á svæðinu hækkað töluvert en það bar engan árangur. Duffy sem var að vinna að því að endurfjármagna húsnæðislán sitt, prófaði þá að ræða við þriðja fyrirtækið. Hún gerði það bara í gegnum tölvupóst og tók ekki fram litarhaft sitt eða kyn í umsókninni. Þegar matsmaður fór heim til hennar hafði hún tekið niður allar myndir af sér og fjölskyldu sinni og fékk hvíta vinkonu sína til að taka á móti honum. Þetta var í nóvember í fyrra og þá var hús hennar metið á 259 þúsund dali, eða tæpar 32 milljónir króna. Þetta kemur fram í frétt NBC News frá því í gær en þar kemur fram að Duffy hefur, með aðkomu neytendasamtaka, höfðað mál á grundvelli mismununar. Amy Nelson, framkvæmdastjóri neytendasamtakanna Fair Housing Center of Central Indiana, sagði í samtali við miðilinn að Duffy hefði fyrst orðið hæst ánægð með þriðja verðmatið. Hún hafi þó fljótt brotnað niður þegar hún áttaði sig fullkomlega á því hvernig í pottinn var búið. NBC ræddi einnig við Andre Perry, sem skrifaði bók árið 2018 sem fjallar um það hvernig hús í hverfum Bandaríkjanna þar sem þeldökkir eru í meirihluta, eru verðmetin um fjórðungi lægra en sambærileg hús í öðrum hverfum. Um kerfisbundna mismunun gegn svörtu fólki sé að ræða. Bandaríkin Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Carlette Duffy fékk tvö fyrirtæki til að meta virði húss hennar í fyrra. Í fyrra skiptið var verðmæti hússins metið á 125 þúsund dali, sem samsvarar um fimmtán milljónum króna miðað við gengið í dag. Í seinna verðmatinu var húsið metið á 110 þúsund dali. Hún hafði keypt húsið fyrir hundrað þúsund dali um þremur árum fyrir fyrsta verðmatið í maí í fyrra. Hún sýndi starfsmönnum beggja fyrirtækjanna gögn um að á þeim tíma hefðu húsnæðisverð á svæðinu hækkað töluvert en það bar engan árangur. Duffy sem var að vinna að því að endurfjármagna húsnæðislán sitt, prófaði þá að ræða við þriðja fyrirtækið. Hún gerði það bara í gegnum tölvupóst og tók ekki fram litarhaft sitt eða kyn í umsókninni. Þegar matsmaður fór heim til hennar hafði hún tekið niður allar myndir af sér og fjölskyldu sinni og fékk hvíta vinkonu sína til að taka á móti honum. Þetta var í nóvember í fyrra og þá var hús hennar metið á 259 þúsund dali, eða tæpar 32 milljónir króna. Þetta kemur fram í frétt NBC News frá því í gær en þar kemur fram að Duffy hefur, með aðkomu neytendasamtaka, höfðað mál á grundvelli mismununar. Amy Nelson, framkvæmdastjóri neytendasamtakanna Fair Housing Center of Central Indiana, sagði í samtali við miðilinn að Duffy hefði fyrst orðið hæst ánægð með þriðja verðmatið. Hún hafi þó fljótt brotnað niður þegar hún áttaði sig fullkomlega á því hvernig í pottinn var búið. NBC ræddi einnig við Andre Perry, sem skrifaði bók árið 2018 sem fjallar um það hvernig hús í hverfum Bandaríkjanna þar sem þeldökkir eru í meirihluta, eru verðmetin um fjórðungi lægra en sambærileg hús í öðrum hverfum. Um kerfisbundna mismunun gegn svörtu fólki sé að ræða.
Bandaríkin Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira