Heimir: Gátum ekki verið lélegri en í fyrri hálfleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. maí 2021 22:11 Valstrákarnir hans Heimis Guðjónssonar eru með tíu stig í Pepsi Max-deildinni líkt og FH-ingar, KA-menn og Víkingar. vísir/hulda margrét Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með sigurinn á KR í kvöld, 2-3. Hann var þó langt frá því að vera sáttur með frammistöðu Valsmanna í fyrri hálfleik. „Ég held að þetta hafi verið sterkur sigur miðað við gang leiksins. Mér fannst við ljónheppnir að sleppa inn í hálfleik með 1-1 og hefðum líka verið heppnir með 1-0,“ sagði Heimir við íþróttadeild eftir leikinn. „KR-ingarnir voru á undan í alla bolta og unnu alla seinni bolta og návígi. Við bara mættum ekki til leiks. Við vorum ekki klárir í byrjun. En Sebe [Sebastian Hedlund] skoraði frábært mark eftir hornspyrnu og það gaf okkur mikið. Svo gátum við ekki verið lélegri en í fyrri hálfleik.“ Valsmenn byrjuðu seinni hálfleikinn vel og skoruðu tvö mörk á fyrstu níu mínútum hans. „Þegar þú spilar við KR þarftu að vera með grunnatriði leiksins á hreinu og mér fannst við byrja seinni hálfleikinn sterkt að því leitinu til. Við mættum þeim í baráttunni,“ sagði Heimir. Hannes Þór Halldórsson gerði slæm mistök í fyrra marki KR en bætti upp fyrir það með frábærri markvörslu frá Óskari Erni Haukssyni undir blálokin. „Ég á eftir að skoða þetta mark aftur. Það var eitthvað klafs en Hannes er góður og reynslumikill markvöður og steig upp fyrir okkur þegar þess þurfti og var flottur,“ sagði Heimir. KR-ingar lágu á Valsmönnum undir lok leiks en gestirnir stóðust pressuna. „KR-liðið er gríðarlega öflugt. Þeir voru komnir með Kjartan Henry [Finnbogason] og Kristján Flóka [Finnbogason] inn á og við þurftum að breyta og stækka liðið okkar til að eiga við þá og það heppnaðist,“ sagði Heimir að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Valur 2-3 | Valsmenn sóttu sigur á Meistaravelli Valur vann 2-3 sigur á KR þegar þessi sigursælustu lið í íslenskri fótboltasögu áttust við á Meistaravöllum í stórleik 4. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 17. maí 2021 21:20 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Leik lokið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira
„Ég held að þetta hafi verið sterkur sigur miðað við gang leiksins. Mér fannst við ljónheppnir að sleppa inn í hálfleik með 1-1 og hefðum líka verið heppnir með 1-0,“ sagði Heimir við íþróttadeild eftir leikinn. „KR-ingarnir voru á undan í alla bolta og unnu alla seinni bolta og návígi. Við bara mættum ekki til leiks. Við vorum ekki klárir í byrjun. En Sebe [Sebastian Hedlund] skoraði frábært mark eftir hornspyrnu og það gaf okkur mikið. Svo gátum við ekki verið lélegri en í fyrri hálfleik.“ Valsmenn byrjuðu seinni hálfleikinn vel og skoruðu tvö mörk á fyrstu níu mínútum hans. „Þegar þú spilar við KR þarftu að vera með grunnatriði leiksins á hreinu og mér fannst við byrja seinni hálfleikinn sterkt að því leitinu til. Við mættum þeim í baráttunni,“ sagði Heimir. Hannes Þór Halldórsson gerði slæm mistök í fyrra marki KR en bætti upp fyrir það með frábærri markvörslu frá Óskari Erni Haukssyni undir blálokin. „Ég á eftir að skoða þetta mark aftur. Það var eitthvað klafs en Hannes er góður og reynslumikill markvöður og steig upp fyrir okkur þegar þess þurfti og var flottur,“ sagði Heimir. KR-ingar lágu á Valsmönnum undir lok leiks en gestirnir stóðust pressuna. „KR-liðið er gríðarlega öflugt. Þeir voru komnir með Kjartan Henry [Finnbogason] og Kristján Flóka [Finnbogason] inn á og við þurftum að breyta og stækka liðið okkar til að eiga við þá og það heppnaðist,“ sagði Heimir að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Valur 2-3 | Valsmenn sóttu sigur á Meistaravelli Valur vann 2-3 sigur á KR þegar þessi sigursælustu lið í íslenskri fótboltasögu áttust við á Meistaravöllum í stórleik 4. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 17. maí 2021 21:20 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Leik lokið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira
Umfjöllun: KR - Valur 2-3 | Valsmenn sóttu sigur á Meistaravelli Valur vann 2-3 sigur á KR þegar þessi sigursælustu lið í íslenskri fótboltasögu áttust við á Meistaravöllum í stórleik 4. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 17. maí 2021 21:20