Betri byrjun Víkinga í ár en í tveimur síðustu Íslandsmeistaratitlum félagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2021 10:30 Kári Árnason og félagar í Víkingsliðinu eru að byrja Pepsi Max deildina frábærlega í sumar. Vísir/Hulda Margrét Víkingar hafa unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum en það gerðist síðast hjá félaginu fyrir þrjátíu árum síðan. Lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar unnu 3-0 sigur á meistarefnum Blika í Víkinni í gærkvöldi og höfðu einnig unnið Keflavík og Stjörnuna í fyrstu umferðunum auk jafnteflis á móti Skagamönnum þar sem Víkingsliðið fékk á sig jöfnunarmark á lokamínútu leiksins. Víkingar sitja í toppsæti Pepsi Max deildar karla með 10 stig en FH, KA og Valur spila öll í kvöld og geta náð þeim að stigum. Sögubækurnar sýna að svona byrjun er allt annað en daglegt brauð í Fossvoginum. Síðustu Íslandsmeistaratitlar Víkinga voru sumurin 1991 og 1982. Á þessum tímabilum byrjuðu Víkingar þó ekki eins vel og þeir hafa gert í ár. Byrjun Víkinga á Íslandsmeistarasumrinu 1991: 4-2 sigur á FH (20. maí) 0-1 tap á móti Val (30. maí) 1-4 tap á móti KR (9. júní) 3-1 sigur á ÍBV (12. júní) [6 stig og 8-8 í markatölu] Byrjun Víkinga á Íslandsmeistarasumrinu 1982: 1-1 jafntefli við Fram (16. maí) 1-0 sigur á Keflavík (19. maí) 2-3 tap fyrir ÍBÍ (23. maí) 2-2 jafntefli við ÍBV (29. maí) [4 stig og 6-6 í markatölu] Byrjun Víkinga á Íslandsmeistarasumrinu 1981: 2-1 sigur á FH (14. maí) 0-0 jafntefli við Fram (20. maí) 3-2 sigur á Val (31. maí) 3-0 sigur á Þór Ak. (5. júní) [7 stig og 8-3 í markatölu] Víkingar unnu „bara“ tvo af fyrstu fjórum leikjum sínum 1991 og aðeins einn af fjórum fyrstu þegar Íslandsmeistaratitilinn vannst sumarið 1982. Við þurfum því að fara alla leið aftur til ársins 1981 til að finna aðra eins byrjun hjá Víkingum í efstu deild og þá hafði félagið aðsetur í Hæðargarðinum en ekki niðri í Vík. Víkingar voru nefnilega líka taplausir og með þrjár sigra eftir fjóra fyrstu leiki sína sumarið 1981. Markatala liðsins var þá 8-3. Markatala Víkinga í sumar er sú sama. Víkingar enduðu á því að vinna Íslandsmeistaratitilinn um haustið 1981 sem var fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins í 57 ár eða síðan 1924. Þetta er líka stigamet hjá Víkingsliðinu í fyrstu fjórum leikjunum. Þeir fengu aðeins sjö stig í fyrstu fjórum leikjunum sumarið 1981 því þá var ekki búið að taka upp þriggja stiga regluna. Flest stig Víkinga eftir fjóra leiki í nútímafótbolta (1977-2021): 10 stig - 2021 7 stig (9*) - 1981 7 stig - 2007 6 stig - 2015 6 stig - 2006 6 stig - 1992 6 stig - 1991 6 stig - 1984 * Hefðu verið með 9 stig í þriggja stiga reglu Flestir sigurleikir Víkinga í fyrstu fjórum leikjunum í nútímafótbolta (1977-2021): 3 sigurleikir - 2021 3 - 1981 2 - 2007 2 - 2006 2 - 1992 2 - 1991 Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar unnu 3-0 sigur á meistarefnum Blika í Víkinni í gærkvöldi og höfðu einnig unnið Keflavík og Stjörnuna í fyrstu umferðunum auk jafnteflis á móti Skagamönnum þar sem Víkingsliðið fékk á sig jöfnunarmark á lokamínútu leiksins. Víkingar sitja í toppsæti Pepsi Max deildar karla með 10 stig en FH, KA og Valur spila öll í kvöld og geta náð þeim að stigum. Sögubækurnar sýna að svona byrjun er allt annað en daglegt brauð í Fossvoginum. Síðustu Íslandsmeistaratitlar Víkinga voru sumurin 1991 og 1982. Á þessum tímabilum byrjuðu Víkingar þó ekki eins vel og þeir hafa gert í ár. Byrjun Víkinga á Íslandsmeistarasumrinu 1991: 4-2 sigur á FH (20. maí) 0-1 tap á móti Val (30. maí) 1-4 tap á móti KR (9. júní) 3-1 sigur á ÍBV (12. júní) [6 stig og 8-8 í markatölu] Byrjun Víkinga á Íslandsmeistarasumrinu 1982: 1-1 jafntefli við Fram (16. maí) 1-0 sigur á Keflavík (19. maí) 2-3 tap fyrir ÍBÍ (23. maí) 2-2 jafntefli við ÍBV (29. maí) [4 stig og 6-6 í markatölu] Byrjun Víkinga á Íslandsmeistarasumrinu 1981: 2-1 sigur á FH (14. maí) 0-0 jafntefli við Fram (20. maí) 3-2 sigur á Val (31. maí) 3-0 sigur á Þór Ak. (5. júní) [7 stig og 8-3 í markatölu] Víkingar unnu „bara“ tvo af fyrstu fjórum leikjum sínum 1991 og aðeins einn af fjórum fyrstu þegar Íslandsmeistaratitilinn vannst sumarið 1982. Við þurfum því að fara alla leið aftur til ársins 1981 til að finna aðra eins byrjun hjá Víkingum í efstu deild og þá hafði félagið aðsetur í Hæðargarðinum en ekki niðri í Vík. Víkingar voru nefnilega líka taplausir og með þrjár sigra eftir fjóra fyrstu leiki sína sumarið 1981. Markatala liðsins var þá 8-3. Markatala Víkinga í sumar er sú sama. Víkingar enduðu á því að vinna Íslandsmeistaratitilinn um haustið 1981 sem var fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins í 57 ár eða síðan 1924. Þetta er líka stigamet hjá Víkingsliðinu í fyrstu fjórum leikjunum. Þeir fengu aðeins sjö stig í fyrstu fjórum leikjunum sumarið 1981 því þá var ekki búið að taka upp þriggja stiga regluna. Flest stig Víkinga eftir fjóra leiki í nútímafótbolta (1977-2021): 10 stig - 2021 7 stig (9*) - 1981 7 stig - 2007 6 stig - 2015 6 stig - 2006 6 stig - 1992 6 stig - 1991 6 stig - 1984 * Hefðu verið með 9 stig í þriggja stiga reglu Flestir sigurleikir Víkinga í fyrstu fjórum leikjunum í nútímafótbolta (1977-2021): 3 sigurleikir - 2021 3 - 1981 2 - 2007 2 - 2006 2 - 1992 2 - 1991
Byrjun Víkinga á Íslandsmeistarasumrinu 1991: 4-2 sigur á FH (20. maí) 0-1 tap á móti Val (30. maí) 1-4 tap á móti KR (9. júní) 3-1 sigur á ÍBV (12. júní) [6 stig og 8-8 í markatölu] Byrjun Víkinga á Íslandsmeistarasumrinu 1982: 1-1 jafntefli við Fram (16. maí) 1-0 sigur á Keflavík (19. maí) 2-3 tap fyrir ÍBÍ (23. maí) 2-2 jafntefli við ÍBV (29. maí) [4 stig og 6-6 í markatölu] Byrjun Víkinga á Íslandsmeistarasumrinu 1981: 2-1 sigur á FH (14. maí) 0-0 jafntefli við Fram (20. maí) 3-2 sigur á Val (31. maí) 3-0 sigur á Þór Ak. (5. júní) [7 stig og 8-3 í markatölu]
Flest stig Víkinga eftir fjóra leiki í nútímafótbolta (1977-2021): 10 stig - 2021 7 stig (9*) - 1981 7 stig - 2007 6 stig - 2015 6 stig - 2006 6 stig - 1992 6 stig - 1991 6 stig - 1984 * Hefðu verið með 9 stig í þriggja stiga reglu Flestir sigurleikir Víkinga í fyrstu fjórum leikjunum í nútímafótbolta (1977-2021): 3 sigurleikir - 2021 3 - 1981 2 - 2007 2 - 2006 2 - 1992 2 - 1991
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira