Deane Williams: Við höldum áfram að spila þangað til við þurfum ekki að spila meira Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. maí 2021 11:31 Deane Williams hefur verið einn besti leikmaður Domino's deildarinnar í vetur. Keflavík og Tindastóll mætast í kvöld í átta liða úrslitum Domino's deildar karla. Keflvíkingar lönduðu deildarmeistaratitlinum á dögunum, en Tindastóll hafnaði í áttunda sæti deildarinnar. Deane Williams, sem leikur með Keflvík og hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar, á von á erfiðum leik. „Þeir eru mjög gott lið, eins og öll önnur lið í þessari deild,“ sagði Deane í samtali við Gaupa. „Við þurfum að gleyma leikjunum sem við erum búnir að vinna og einbeita okkur að næsta leik.“ „Það er sérstaklega erfitt að spila við sama liðið þrisvar, og jafnvel fimm sinnum í röð. Við þurfum að einbeita okkur og finna þessa litlu hluti sem skipta svo miklu máli.“ „Það er auðvelt að koma liði á óvart í fyrsta leik þegar þeir vita kannski ekki við hverju þeir eiga að búast. En svo ertu búinn að spila tvisvar við þá og mætir þeim í þriðja, fjórða og fimmta skipti þá verður erfitt að koma þeim á óvart. Þú þarft að vera einbeittur í 40 mínútur í senn. Þetta verður spennandi einvígi og ég hlakka til.“ Deane segir að liðið þurfi að halda einbeitingu, sérstaklega þegar tímabilið hefur verið jafn langt og í ár. „Við þurfum að vera þolinmóðir. Þetta er búið að vera langt ár, en ég held að strákarnir séu reiðubúnir að spila eins lengi og þeir þurfa. Sérstaklega eftir seinasta tímabil þar sem að við fengum ekki að spila í úrslitakeppninni og okkur gekk ekki nógu vel í bikarnum. Við ætlum okkur langt í ár og höldum áfram að spila þangað til við þurfum ekki að spila meira.“ Deane segir að styrkur Keflavíkurliðsins liggi fyrst og fremst í liðsheildinni, en Dominykas Milka, liðsfélagi hans, sagði það sama fyrr í dag. „Við eigum mjög gott samband bæði innan vallar sem utan. Ég held að það auðveldi okkur það að komast í gegnum erfiða kafla á vellinum. Liðsheildin hefur spilað stórt hlutverk í okkar árangri.“ „Við erum með frábæra þjálfara og stjórnarmeðlimi, og stuðning frá fólkinu í Keflavík sem hefur hjálpað okkur mikið. Þetta eru ekki bara við leikmennirnir sem erum að leggja okkar af mörkum, heldur allir í kringum liðið.“ „Þetta er frábær staður til að vera á og það er komið mjög vel fram við mig. Það sýnir að þetta snýst ekki bara um körfubolta, heldur líka um fólkið í kringum liðið. Það eru þau sem halda manni hérna.“ Kristján Helgi er bjartsýnn fyrir úrslitakeppnina. Kristján Helgi: Við erum mjög spennt að geta lyft upp alvöru bikar aftur hérna Keflavík varð seinast Íslandsmeistari í körfubolta árið 2008. Kristján Helgi, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur segist vera orðinn spenntur fyrir því að sjá þann stóra fara aftur á loft í Keflavík. „Fram að því var búin að vera mikil stemmning í Keflavík, og mikil sigurhefð. Stelpurnar hafa reyndar náð að halda þessu aðeins uppi fyrir okkur. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan við unnum seinast karlamegin þannig að við erum mjög spennt að geta lyft upp alvöru bikar aftur hérna.“ Kristján segir að liðið sé virkilega vel blandað af góðum erlendum og íslenskum leikmönnum. „Okkur tókst að halda þessum kjarna og ég held að það hafi skilað miklu. Við erum auðvitað með einstaklega góða erlenda leikmenn.“ „En það er ekki bara það, við erum með góða blöndu og við erum með að mínu mati einn besta leikmann deildarinnar í Hössa sem er svona hryggjarstykki. Og svo erum við bara með flotta blöndu leikmanna og að mínu mati flotta þjálfara.“ „Allt bæjarfélagið, stuðningsmenn og styrktaraðilar hafa haldið mjög vel utan um þetta með okkur.“ Það er dýrt að reka körfuboltafélag, og sérstaklega þegar tímabilið er jafn langt og í ár. Kristján segir að allir hafi lagt hönd á plóg til að halda félaginu gangandi. „Svo sannarlega. Sérstaklega þegar það er búið að lengja tímabilið um tvo mánuði. En með mikilli samvinnu allra, ekki bara stjórnarmanna, leikmanna og þjálfara, heldur hefur bæjarfélagið snúið bökum saman og gert okkur kleift að halda þessu áfram,“ sagði Kristján að lokum. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Deane Williams og Kristján Helgi Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Sjá meira
„Þeir eru mjög gott lið, eins og öll önnur lið í þessari deild,“ sagði Deane í samtali við Gaupa. „Við þurfum að gleyma leikjunum sem við erum búnir að vinna og einbeita okkur að næsta leik.“ „Það er sérstaklega erfitt að spila við sama liðið þrisvar, og jafnvel fimm sinnum í röð. Við þurfum að einbeita okkur og finna þessa litlu hluti sem skipta svo miklu máli.“ „Það er auðvelt að koma liði á óvart í fyrsta leik þegar þeir vita kannski ekki við hverju þeir eiga að búast. En svo ertu búinn að spila tvisvar við þá og mætir þeim í þriðja, fjórða og fimmta skipti þá verður erfitt að koma þeim á óvart. Þú þarft að vera einbeittur í 40 mínútur í senn. Þetta verður spennandi einvígi og ég hlakka til.“ Deane segir að liðið þurfi að halda einbeitingu, sérstaklega þegar tímabilið hefur verið jafn langt og í ár. „Við þurfum að vera þolinmóðir. Þetta er búið að vera langt ár, en ég held að strákarnir séu reiðubúnir að spila eins lengi og þeir þurfa. Sérstaklega eftir seinasta tímabil þar sem að við fengum ekki að spila í úrslitakeppninni og okkur gekk ekki nógu vel í bikarnum. Við ætlum okkur langt í ár og höldum áfram að spila þangað til við þurfum ekki að spila meira.“ Deane segir að styrkur Keflavíkurliðsins liggi fyrst og fremst í liðsheildinni, en Dominykas Milka, liðsfélagi hans, sagði það sama fyrr í dag. „Við eigum mjög gott samband bæði innan vallar sem utan. Ég held að það auðveldi okkur það að komast í gegnum erfiða kafla á vellinum. Liðsheildin hefur spilað stórt hlutverk í okkar árangri.“ „Við erum með frábæra þjálfara og stjórnarmeðlimi, og stuðning frá fólkinu í Keflavík sem hefur hjálpað okkur mikið. Þetta eru ekki bara við leikmennirnir sem erum að leggja okkar af mörkum, heldur allir í kringum liðið.“ „Þetta er frábær staður til að vera á og það er komið mjög vel fram við mig. Það sýnir að þetta snýst ekki bara um körfubolta, heldur líka um fólkið í kringum liðið. Það eru þau sem halda manni hérna.“ Kristján Helgi er bjartsýnn fyrir úrslitakeppnina. Kristján Helgi: Við erum mjög spennt að geta lyft upp alvöru bikar aftur hérna Keflavík varð seinast Íslandsmeistari í körfubolta árið 2008. Kristján Helgi, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur segist vera orðinn spenntur fyrir því að sjá þann stóra fara aftur á loft í Keflavík. „Fram að því var búin að vera mikil stemmning í Keflavík, og mikil sigurhefð. Stelpurnar hafa reyndar náð að halda þessu aðeins uppi fyrir okkur. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan við unnum seinast karlamegin þannig að við erum mjög spennt að geta lyft upp alvöru bikar aftur hérna.“ Kristján segir að liðið sé virkilega vel blandað af góðum erlendum og íslenskum leikmönnum. „Okkur tókst að halda þessum kjarna og ég held að það hafi skilað miklu. Við erum auðvitað með einstaklega góða erlenda leikmenn.“ „En það er ekki bara það, við erum með góða blöndu og við erum með að mínu mati einn besta leikmann deildarinnar í Hössa sem er svona hryggjarstykki. Og svo erum við bara með flotta blöndu leikmanna og að mínu mati flotta þjálfara.“ „Allt bæjarfélagið, stuðningsmenn og styrktaraðilar hafa haldið mjög vel utan um þetta með okkur.“ Það er dýrt að reka körfuboltafélag, og sérstaklega þegar tímabilið er jafn langt og í ár. Kristján segir að allir hafi lagt hönd á plóg til að halda félaginu gangandi. „Svo sannarlega. Sérstaklega þegar það er búið að lengja tímabilið um tvo mánuði. En með mikilli samvinnu allra, ekki bara stjórnarmanna, leikmanna og þjálfara, heldur hefur bæjarfélagið snúið bökum saman og gert okkur kleift að halda þessu áfram,“ sagði Kristján að lokum. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Deane Williams og Kristján Helgi
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Sjá meira