25 dagar í EM: Besta lið heims, frændur vorir og Finnar í fyrsta sinn á stærsta sviðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. maí 2021 12:01 Kevin De Bruyne og Romelu Lukaku eru í lykilhlutverkum í besta liði heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. vísir/getty Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í B-riðil þar sem Belgar eru líklegastir til afreka enda besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. Gullkynslóð Belga hefur varla tapað leik undir stjórn Robertos Martínez og lenti í 3. sæti á síðasta stórmóti, HM í Rússlandi 2018. Belgar voru í riðli með Íslendingum í Þjóðadeildinni sem og Danir sem hafa leikið sérlega vel undir stjórn Kaspers Hjulmand. Danska liðið verður á heimavelli sem og það rússneska sem komst alla leið í átta liða úrslit á HM á heimavelli fyrir þremur árum. Svo þreyta Finnar frumraun sína á stórmóti. Róðurinn verður eflaust þungur fyrir finnska liðið en það hefur svo sannarlega bitið frá sér á síðustu árum og mun gera það áfram á EM. LEIKIRNIR Í B-RIÐLI: 12. júní kl. 16: Danmörk - Finnland, Kaupmannahöfn 12. júní kl. 18: Belgía - Rússland, St. Pétursborg 16. júní kl. 13: Finnland - Rússland, St. Pétursborg 16. júní kl. 16: Danmörk - Belgía, Kaupmannahöfn 21. júní kl. 19: Rússland - Danmörk, Kaupmannahöfn 21. júní kl. 19: Finnland - Belgía, St. Pétursborg Nýkrýndur bikarmeistari með Leicester City, Kasper Schmeichel, dreymir um ævintýri á EM eins og pabbi hans upplifði 1992.getty/Lars Ronbog Danmörk Þjálfari: Kasper Hjulmand Stjörnur liðsins: Christian Eriksen (Inter), Kasper Schmeichel (Leicester), Simon Kjær (AC Milan). Árangur á EM: Átta sinnum með (1964, 1984, 1988, 1992, 1996, 2000, 2004, 2012). Besti árangur Evrópumeistarar 1992 Þrátt fyrir að hafa komið Dönum á EM og náð flottum árangri með danska liðið vildu forráðamenn danska knattspyrnusambandsins meira og skiptu honum út fyrir Kasper Hjulmand. Og það er ekki hægt að kvarta mikið yfir árangrinum undir hans stjórn. Danir hafa unnið níu af síðustu tíu leikjum sínum og unnu fyrstu þrjá leiki sína í undankeppni HM 2022 án þess að fá á sig mark. Danir voru ósigraðir í undankeppni EM en enduðu í 2. sæti síns riðils á eftir Svisslendingum. Danir verða á heimavelli í öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppni EM og ættu ef allt er eðlilegt að fara örugglega í sextán liða úrslit. Og þeir vonast svo væntanlega eftir svipuðu EM-ævintýri og 1992. Aðeins þrír leikmennn skoruðu meira í undankeppni EM en Teemu Pukki.getty/Stanislav Vedmid Finnland Þjálfari: Markku Kanerva Stjörnur liðsins: Teemu Pukki (Norwich), Lukás Hrádecký (Leverkusen), Tim Sparv (AEL) Árangur á EM: Aldrei verið með Finnar eru í fyrsta sinn með á stórmóti eftir að hafa lent í 2. sæti síns riðils í undankeppninni. Finnska liðið hefur verið í sókn undanfarin ár, eða síðan Markku Kanerva tók við því 2016, og gert fína hluti í Þjóðadeildinni. Fá þekkt nöfn eru í finnska liðinu en liðsheildin er sterk og það spilar sterka vörn. Þá er Lukás Hrádecky mjög frambærilegur markvörður. Í sóknarleiknum mæðir langmest á Norwich-manninum Teemu Pukki, markahæsta leikmanni ensku B-deildarinnar. Pukki skoraði tíu af sextán mörkum Finnlands í undankeppninni og er langmarkahæstur í finnska hópnum. Belgar eru í efsta sæti styrkleikalista FIFA og hafa verið um nokkurt skeið.getty/Charlotte Wilson Belgía Þjálfari: Roberto Martínez Stjörnur liðsins: Romelu Lukaku (Inter), Kevin De Bruyne (Man. City), Eden Hazard (Real Madrid). Árangur á EM: Fimm sinnum með (1972, 1980, 1984, 2000, 2016). Besti árangur 2. sæti á EM 1980. Belgar fóru eins sannfærandi í gegnum riðilinn sinn í undankeppninni og hægt er, unnu alla tíu leikina með markatölunni 40-3. Belgíska liðinu hefur gengið frábærlega síðan Roberto Martínez tók við því 2016 en undir hans stjórn hefur Belgía 42 af 54 leikjum sínum, gert átta jafntefli og aðeins tapað fjórum leikjum. Belgíska liðið er stjörnum prýtt með leikmenn sem eru í lykilhlutverkum í bestu liðum Evrópu. Leikmenn Belgíu eru á besta aldri og sennilega hefur tækifærið til að vinna gull á stórmóti aldrei verið betra. Belgar lentu í 3. sæti á HM í Brasilíu 2018 og vilja nú taka stóra skrefið. Og eru fullfærir um það. Artem Dzyuba er fyrirliði og aðalmarkaskorari Rússlands.getty/Joosep Martinson Rússland Þjálfari: Stanislav Cherchesov Stjörnur liðsins: Artem Dzyuba (Zenit), Aleksandr Golovin (Monaco), Denis Cheryshev (Valencia). Árangur á EM: Ellefu sinnum með (1960, 1964, 1968, 1972, 1988, 1992, 1996, 2004, 2008, 2012, 2016). Besti árangur Evrópumeistarar 1960. Rússar komu mjög á óvart á HM á heimavelli fyrir þremur árum þar sem þeir komust í átta liða úrslit. Rússland fór örugglega upp úr sínum riðli í undankeppninni, unnu alla leiki sína nema gegn Belgíu. Gengið í síðustu Þjóðadeild var hins vegar misjafnt. Gamli markvörðurinn Stanislav Cherchesov hefur búið til þétt lið sem er erfitt að brjóta á bak aftur. Fáar stjörnur eru í rússneska liðinu en það er afar jafnt. Mikið mæðir á fyrirliðanum Artem Dzyuba sem er langmarkahæstur í rússneska liðinu og svo eru spennandi miðjumenn í því eins og Aleksandr Golovin og Aleksei Miranchuk. Þá gæti hinn afar efnilegi Arsen Zakharyan fengið tækifæri á stóra sviðinu. Rússar geta hæglega farið upp úr riðlinum en það er erfitt að sjá rússneska liðið fara mikið lengra en í sextán liða úrslit. Hvað tekur við? Tvö efstu liðin í riðlinum eru örugg um sæti í 16-liða úrslitum. Fjögur lið með bestan árangur í 3. sæti, í riðlunum sex, komast einnig í 16-liða úrslitin. Sigurliðið í B-riðli mætir liðinu úr 3. sæti í riðlum A, D, E eða F. Liðið úr 2. sæti B-riðils mætir liðinu í 2. sæti A-riðils (Tyrkland, Ítalía, Sviss, Wales). Liðið úr 3. sæti B-riðils gæti mögulega mætt sigurliðinu úr E- eða F-riðli. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 26 dagar í EM: Finnar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tveir nýliðar eru með að þessu sinni, Finnland og Norður-Makedónía. 16. maí 2021 12:01 27 dagar í EM: EM-bikarinn hefur ekki farið af Íberíuskaganum í þrettán ár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nágrannaþjóðir hafa unnið þrjú síðustu Evrópumót. 15. maí 2021 12:00 28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00 29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15 30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Fleiri fréttir Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Sjá meira
Gullkynslóð Belga hefur varla tapað leik undir stjórn Robertos Martínez og lenti í 3. sæti á síðasta stórmóti, HM í Rússlandi 2018. Belgar voru í riðli með Íslendingum í Þjóðadeildinni sem og Danir sem hafa leikið sérlega vel undir stjórn Kaspers Hjulmand. Danska liðið verður á heimavelli sem og það rússneska sem komst alla leið í átta liða úrslit á HM á heimavelli fyrir þremur árum. Svo þreyta Finnar frumraun sína á stórmóti. Róðurinn verður eflaust þungur fyrir finnska liðið en það hefur svo sannarlega bitið frá sér á síðustu árum og mun gera það áfram á EM. LEIKIRNIR Í B-RIÐLI: 12. júní kl. 16: Danmörk - Finnland, Kaupmannahöfn 12. júní kl. 18: Belgía - Rússland, St. Pétursborg 16. júní kl. 13: Finnland - Rússland, St. Pétursborg 16. júní kl. 16: Danmörk - Belgía, Kaupmannahöfn 21. júní kl. 19: Rússland - Danmörk, Kaupmannahöfn 21. júní kl. 19: Finnland - Belgía, St. Pétursborg Nýkrýndur bikarmeistari með Leicester City, Kasper Schmeichel, dreymir um ævintýri á EM eins og pabbi hans upplifði 1992.getty/Lars Ronbog Danmörk Þjálfari: Kasper Hjulmand Stjörnur liðsins: Christian Eriksen (Inter), Kasper Schmeichel (Leicester), Simon Kjær (AC Milan). Árangur á EM: Átta sinnum með (1964, 1984, 1988, 1992, 1996, 2000, 2004, 2012). Besti árangur Evrópumeistarar 1992 Þrátt fyrir að hafa komið Dönum á EM og náð flottum árangri með danska liðið vildu forráðamenn danska knattspyrnusambandsins meira og skiptu honum út fyrir Kasper Hjulmand. Og það er ekki hægt að kvarta mikið yfir árangrinum undir hans stjórn. Danir hafa unnið níu af síðustu tíu leikjum sínum og unnu fyrstu þrjá leiki sína í undankeppni HM 2022 án þess að fá á sig mark. Danir voru ósigraðir í undankeppni EM en enduðu í 2. sæti síns riðils á eftir Svisslendingum. Danir verða á heimavelli í öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppni EM og ættu ef allt er eðlilegt að fara örugglega í sextán liða úrslit. Og þeir vonast svo væntanlega eftir svipuðu EM-ævintýri og 1992. Aðeins þrír leikmennn skoruðu meira í undankeppni EM en Teemu Pukki.getty/Stanislav Vedmid Finnland Þjálfari: Markku Kanerva Stjörnur liðsins: Teemu Pukki (Norwich), Lukás Hrádecký (Leverkusen), Tim Sparv (AEL) Árangur á EM: Aldrei verið með Finnar eru í fyrsta sinn með á stórmóti eftir að hafa lent í 2. sæti síns riðils í undankeppninni. Finnska liðið hefur verið í sókn undanfarin ár, eða síðan Markku Kanerva tók við því 2016, og gert fína hluti í Þjóðadeildinni. Fá þekkt nöfn eru í finnska liðinu en liðsheildin er sterk og það spilar sterka vörn. Þá er Lukás Hrádecky mjög frambærilegur markvörður. Í sóknarleiknum mæðir langmest á Norwich-manninum Teemu Pukki, markahæsta leikmanni ensku B-deildarinnar. Pukki skoraði tíu af sextán mörkum Finnlands í undankeppninni og er langmarkahæstur í finnska hópnum. Belgar eru í efsta sæti styrkleikalista FIFA og hafa verið um nokkurt skeið.getty/Charlotte Wilson Belgía Þjálfari: Roberto Martínez Stjörnur liðsins: Romelu Lukaku (Inter), Kevin De Bruyne (Man. City), Eden Hazard (Real Madrid). Árangur á EM: Fimm sinnum með (1972, 1980, 1984, 2000, 2016). Besti árangur 2. sæti á EM 1980. Belgar fóru eins sannfærandi í gegnum riðilinn sinn í undankeppninni og hægt er, unnu alla tíu leikina með markatölunni 40-3. Belgíska liðinu hefur gengið frábærlega síðan Roberto Martínez tók við því 2016 en undir hans stjórn hefur Belgía 42 af 54 leikjum sínum, gert átta jafntefli og aðeins tapað fjórum leikjum. Belgíska liðið er stjörnum prýtt með leikmenn sem eru í lykilhlutverkum í bestu liðum Evrópu. Leikmenn Belgíu eru á besta aldri og sennilega hefur tækifærið til að vinna gull á stórmóti aldrei verið betra. Belgar lentu í 3. sæti á HM í Brasilíu 2018 og vilja nú taka stóra skrefið. Og eru fullfærir um það. Artem Dzyuba er fyrirliði og aðalmarkaskorari Rússlands.getty/Joosep Martinson Rússland Þjálfari: Stanislav Cherchesov Stjörnur liðsins: Artem Dzyuba (Zenit), Aleksandr Golovin (Monaco), Denis Cheryshev (Valencia). Árangur á EM: Ellefu sinnum með (1960, 1964, 1968, 1972, 1988, 1992, 1996, 2004, 2008, 2012, 2016). Besti árangur Evrópumeistarar 1960. Rússar komu mjög á óvart á HM á heimavelli fyrir þremur árum þar sem þeir komust í átta liða úrslit. Rússland fór örugglega upp úr sínum riðli í undankeppninni, unnu alla leiki sína nema gegn Belgíu. Gengið í síðustu Þjóðadeild var hins vegar misjafnt. Gamli markvörðurinn Stanislav Cherchesov hefur búið til þétt lið sem er erfitt að brjóta á bak aftur. Fáar stjörnur eru í rússneska liðinu en það er afar jafnt. Mikið mæðir á fyrirliðanum Artem Dzyuba sem er langmarkahæstur í rússneska liðinu og svo eru spennandi miðjumenn í því eins og Aleksandr Golovin og Aleksei Miranchuk. Þá gæti hinn afar efnilegi Arsen Zakharyan fengið tækifæri á stóra sviðinu. Rússar geta hæglega farið upp úr riðlinum en það er erfitt að sjá rússneska liðið fara mikið lengra en í sextán liða úrslit. Hvað tekur við? Tvö efstu liðin í riðlinum eru örugg um sæti í 16-liða úrslitum. Fjögur lið með bestan árangur í 3. sæti, í riðlunum sex, komast einnig í 16-liða úrslitin. Sigurliðið í B-riðli mætir liðinu úr 3. sæti í riðlum A, D, E eða F. Liðið úr 2. sæti B-riðils mætir liðinu í 2. sæti A-riðils (Tyrkland, Ítalía, Sviss, Wales). Liðið úr 3. sæti B-riðils gæti mögulega mætt sigurliðinu úr E- eða F-riðli.
LEIKIRNIR Í B-RIÐLI: 12. júní kl. 16: Danmörk - Finnland, Kaupmannahöfn 12. júní kl. 18: Belgía - Rússland, St. Pétursborg 16. júní kl. 13: Finnland - Rússland, St. Pétursborg 16. júní kl. 16: Danmörk - Belgía, Kaupmannahöfn 21. júní kl. 19: Rússland - Danmörk, Kaupmannahöfn 21. júní kl. 19: Finnland - Belgía, St. Pétursborg
Þjálfari: Kasper Hjulmand Stjörnur liðsins: Christian Eriksen (Inter), Kasper Schmeichel (Leicester), Simon Kjær (AC Milan). Árangur á EM: Átta sinnum með (1964, 1984, 1988, 1992, 1996, 2000, 2004, 2012). Besti árangur Evrópumeistarar 1992
Þjálfari: Markku Kanerva Stjörnur liðsins: Teemu Pukki (Norwich), Lukás Hrádecký (Leverkusen), Tim Sparv (AEL) Árangur á EM: Aldrei verið með
Þjálfari: Roberto Martínez Stjörnur liðsins: Romelu Lukaku (Inter), Kevin De Bruyne (Man. City), Eden Hazard (Real Madrid). Árangur á EM: Fimm sinnum með (1972, 1980, 1984, 2000, 2016). Besti árangur 2. sæti á EM 1980.
Þjálfari: Stanislav Cherchesov Stjörnur liðsins: Artem Dzyuba (Zenit), Aleksandr Golovin (Monaco), Denis Cheryshev (Valencia). Árangur á EM: Ellefu sinnum með (1960, 1964, 1968, 1972, 1988, 1992, 1996, 2004, 2008, 2012, 2016). Besti árangur Evrópumeistarar 1960.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 26 dagar í EM: Finnar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tveir nýliðar eru með að þessu sinni, Finnland og Norður-Makedónía. 16. maí 2021 12:01 27 dagar í EM: EM-bikarinn hefur ekki farið af Íberíuskaganum í þrettán ár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nágrannaþjóðir hafa unnið þrjú síðustu Evrópumót. 15. maí 2021 12:00 28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00 29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15 30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Fleiri fréttir Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Sjá meira
26 dagar í EM: Finnar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tveir nýliðar eru með að þessu sinni, Finnland og Norður-Makedónía. 16. maí 2021 12:01
27 dagar í EM: EM-bikarinn hefur ekki farið af Íberíuskaganum í þrettán ár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nágrannaþjóðir hafa unnið þrjú síðustu Evrópumót. 15. maí 2021 12:00
28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00
29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15
30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00