„Að hafa hana í liðinu þínu þá ertu strax kominn með svindlkarl“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2021 16:01 Domino´s Körfuboltakvöld kvenna heldur að Helena Sverrisdóttir hafi verið að spara sig fyrir úrslitakeppnina. Vísir/Bára Pálína Gunnlaugsdóttir og sérfræðingar hennar fóru yfir einvígi Vals og Fjölnis í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna en fyrsti leikurinn í einvíginu er í kvöld. Fjölniskonur gætu haft áhyggjur af því að Helena Sverrisdóttir hafi verið að spara sig fyrir úrslitakeppnina. Domino´s Körfuboltakvöld fjallaði um einvígi liðanna í fyrst og fjórða sæti deildarinnar en með Pálínu voru þær Bryndís Guðmundsdóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir. Valskonur urðu deildarmeistarar en einn af fáum tapleikjum liðsins kom einmitt á móti nýliðunum úr Grafarvoginum. „Helena hefur verið frekar róleg að undanförnu,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir í upphafi umræðunnar. „Hefur hún ekki bara verið að hlaða batteríin,“ skaut Ólöf Helga Pálsdóttir inn í. „Er hún ekki að koma öðrum leikmönnum í gang,“ spurði Pálína í framhaldinu. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Einvígi Vals og Fjölnis „Hún er róleg en samt er hún að skila svo svakalegum tölum að maður trúir því ekki,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Að hafa hana í liðinu þínu þá ertu strax kominn með svindlkarl og það hefur bara verið þannig í mörg ár,“ sagði Ólöf Helga. Hjá Fjölni er Ariel Hern búin að vera frábær á þessu tímabili og á mikinn þátt í því að nýliðarnir komust í úrslitakeppnina. „Ég held að við lofsyngjum hana í hverjum einasta þætti. Það verður erfitt fyrir Dagbjörtu Dögg og allt Valsliðið að hægja á henni,“ sagði Pálína. „Það fer mikil orka í það og þá getur X-faktorinn verið að hinar stígi upp. Hún er svolítið óstöðvandi samt og finnur bara leiðir,“ sagði Ólöf Helga. Það má horfa á alla umfjöllunina um einvígi Vals og Fjölnis hér fyrir ofan. Pálína, Bryndís og Ólöf Helga ræddu þar frammistöðu liðanna í vetur og fóru yfir lykilmenn liðanna tveggja. Leikur Hauka og Keflavíkur hefst klukkan 18.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir verður bein útsending frá fyrsta leik Vals og Fjölnis og báðir leikirnir verða svo gerðir upp í Dominos Körfuboltakvöld kvenna strax á eftir seinni leiknum. Dominos-deild kvenna Valur Fjölnir Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira
Domino´s Körfuboltakvöld fjallaði um einvígi liðanna í fyrst og fjórða sæti deildarinnar en með Pálínu voru þær Bryndís Guðmundsdóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir. Valskonur urðu deildarmeistarar en einn af fáum tapleikjum liðsins kom einmitt á móti nýliðunum úr Grafarvoginum. „Helena hefur verið frekar róleg að undanförnu,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir í upphafi umræðunnar. „Hefur hún ekki bara verið að hlaða batteríin,“ skaut Ólöf Helga Pálsdóttir inn í. „Er hún ekki að koma öðrum leikmönnum í gang,“ spurði Pálína í framhaldinu. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Einvígi Vals og Fjölnis „Hún er róleg en samt er hún að skila svo svakalegum tölum að maður trúir því ekki,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Að hafa hana í liðinu þínu þá ertu strax kominn með svindlkarl og það hefur bara verið þannig í mörg ár,“ sagði Ólöf Helga. Hjá Fjölni er Ariel Hern búin að vera frábær á þessu tímabili og á mikinn þátt í því að nýliðarnir komust í úrslitakeppnina. „Ég held að við lofsyngjum hana í hverjum einasta þætti. Það verður erfitt fyrir Dagbjörtu Dögg og allt Valsliðið að hægja á henni,“ sagði Pálína. „Það fer mikil orka í það og þá getur X-faktorinn verið að hinar stígi upp. Hún er svolítið óstöðvandi samt og finnur bara leiðir,“ sagði Ólöf Helga. Það má horfa á alla umfjöllunina um einvígi Vals og Fjölnis hér fyrir ofan. Pálína, Bryndís og Ólöf Helga ræddu þar frammistöðu liðanna í vetur og fóru yfir lykilmenn liðanna tveggja. Leikur Hauka og Keflavíkur hefst klukkan 18.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir verður bein útsending frá fyrsta leik Vals og Fjölnis og báðir leikirnir verða svo gerðir upp í Dominos Körfuboltakvöld kvenna strax á eftir seinni leiknum.
Dominos-deild kvenna Valur Fjölnir Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira