Lifnar hratt yfir veiðinni í Hraunsfirði Karl Lúðvíksson skrifar 14. maí 2021 08:55 Sjóbleikja Hraunsfjörður er líklega eitt af bestu sjóbleikju veiðisvæðum vesturlands en þar er á góðum degi hægt að gera fína veiði. Það sem af er þessu tímabili hefur veiðin verið afar róleg en þar liggur ástæðan fyrst og fremst í köldu vorinu en það er fljótt að breytast. Bleikjan er þarna, það er ljóst enda sést uppítaka víða í vatninu þegar það lygnir. Þeir sem þekkja þetta vatn vel segja að það sé bara spurning um næstu daga þegar veiðin ætti að vera taka vel við sér og þá skiptir mestu máli að vatnið hafi náð að hlýna aðeins. Flugurnar sem mikið er verið að nota eru til dæmis Marfló, Pheasant Tail, Krókurinn og Beykir en það er ekki nóg að vera með réttu fluguna, það þarf líka að vita hvernig á að egna fiskinn til að taka hana. Á þessum tíma er oft best að koma henni vel niður, annað hvort á löngum taum eða með sökklínu en intermediate er oft líka nóg. Það er líklega engin fiskur við landið sem bragðast jafnvel og sjóbleikja og þess vegna alveg skiljanlegt að veiðimenn skuli sækjast í að veiða hana. Stangveiði Mest lesið Strippið og dauðarekið Veiði Veður gerir veiðimönnum erfitt um vik Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veðrið gerir veiðimönnum lífið leitt Veiði Ekki skjóta trén á Skagaströnd Veiði Gott skot í Þingvallavatni í gærkvöldi Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði
Það sem af er þessu tímabili hefur veiðin verið afar róleg en þar liggur ástæðan fyrst og fremst í köldu vorinu en það er fljótt að breytast. Bleikjan er þarna, það er ljóst enda sést uppítaka víða í vatninu þegar það lygnir. Þeir sem þekkja þetta vatn vel segja að það sé bara spurning um næstu daga þegar veiðin ætti að vera taka vel við sér og þá skiptir mestu máli að vatnið hafi náð að hlýna aðeins. Flugurnar sem mikið er verið að nota eru til dæmis Marfló, Pheasant Tail, Krókurinn og Beykir en það er ekki nóg að vera með réttu fluguna, það þarf líka að vita hvernig á að egna fiskinn til að taka hana. Á þessum tíma er oft best að koma henni vel niður, annað hvort á löngum taum eða með sökklínu en intermediate er oft líka nóg. Það er líklega engin fiskur við landið sem bragðast jafnvel og sjóbleikja og þess vegna alveg skiljanlegt að veiðimenn skuli sækjast í að veiða hana.
Stangveiði Mest lesið Strippið og dauðarekið Veiði Veður gerir veiðimönnum erfitt um vik Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veðrið gerir veiðimönnum lífið leitt Veiði Ekki skjóta trén á Skagaströnd Veiði Gott skot í Þingvallavatni í gærkvöldi Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði