NBA dagsins: Young hafði betur gegn Westbrook, Dame sökkti Utah og Lakers marði slakt lið Rockets Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2021 15:31 Kyle Kuzma tryggði Lakers sigurinn í nótt. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Fyrr í dag fórum við yfir hvað úrslit næturinnar þýða fyrir ríkjandi meistara Los Angeles Lakers en það virðist sem þeir séu á leið í umspil. Í spilaranum hér að neðan má sjá það helsta úr sigri Atlanta Hawks á Washington Wizards, Portland Trail Blazers á Utah Jazz og Los Angeles Lakers á Houston Rockets. Sem og helstu tilþrif næturinnar auðvitað. Hawks og Wizards mættust í hörkuleik. Trae Young fór fyrir sínum mönnum í Hawks og var nálægt þrefaldri tvennu en hann skoraði 33 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Þar á eftir kom Bogdan Bogdanović með 20 stig. Clint Capela var svo með tvöfalda tvennu en hann tók 11 fráköst ásamt því að skora 17 stig. Á hinum enda vallarins endaði Russell Westbrook ekki með þrefalda tvennu eins ótrúlega og það hljómar. Hann skoraði samt sem áður 34 stig og af 15 stoðsendingar. Hann náði þó aðeins fimm fráköstum. Utah Jazz eru enn besta lið deildarinnar þó svo að liðið sakni augljóslega Donovan Mitchell. Til að mynda skoraði liðið aðeins 98 stig í nótt í tapinu gegn Portland. Rudy Gobert var stigahæstur í liði Jazz með 15 stig en hann tók einnig 20 fráköst. Hjá Portland var Damian Lillard sjóðandi heitur en hann gerði 30 stig, þar á eftir kom CJ McCollum með 26 stig. Klippa: NBA dagsins Kyle Kuzma tryggði Lakers sigur á löskuðu liði Houston Rockets, 124-122. Meistararnir voru án LeBron James, Anthony Davis, Marc Gasol og Alex Caruso, það munar um minna. Liðið átti í stökustu vandræðum með arfaslakt lið Houston og marði á endanum sigur í lokin. Talen Horton-Tucker fór fyrir Lakers en hann skoraði 23 stig og gaf 10 stoðsendingar. Kuzma fór einnig mikinn en hann skoraði 19 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Þá var Andre Drummond með 20 stig og 10 fráköst rifin niður. Hjá Rockets voru Armoni Brooks og Kelly Olnyk með 24 stig hvor. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
Fyrr í dag fórum við yfir hvað úrslit næturinnar þýða fyrir ríkjandi meistara Los Angeles Lakers en það virðist sem þeir séu á leið í umspil. Í spilaranum hér að neðan má sjá það helsta úr sigri Atlanta Hawks á Washington Wizards, Portland Trail Blazers á Utah Jazz og Los Angeles Lakers á Houston Rockets. Sem og helstu tilþrif næturinnar auðvitað. Hawks og Wizards mættust í hörkuleik. Trae Young fór fyrir sínum mönnum í Hawks og var nálægt þrefaldri tvennu en hann skoraði 33 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Þar á eftir kom Bogdan Bogdanović með 20 stig. Clint Capela var svo með tvöfalda tvennu en hann tók 11 fráköst ásamt því að skora 17 stig. Á hinum enda vallarins endaði Russell Westbrook ekki með þrefalda tvennu eins ótrúlega og það hljómar. Hann skoraði samt sem áður 34 stig og af 15 stoðsendingar. Hann náði þó aðeins fimm fráköstum. Utah Jazz eru enn besta lið deildarinnar þó svo að liðið sakni augljóslega Donovan Mitchell. Til að mynda skoraði liðið aðeins 98 stig í nótt í tapinu gegn Portland. Rudy Gobert var stigahæstur í liði Jazz með 15 stig en hann tók einnig 20 fráköst. Hjá Portland var Damian Lillard sjóðandi heitur en hann gerði 30 stig, þar á eftir kom CJ McCollum með 26 stig. Klippa: NBA dagsins Kyle Kuzma tryggði Lakers sigur á löskuðu liði Houston Rockets, 124-122. Meistararnir voru án LeBron James, Anthony Davis, Marc Gasol og Alex Caruso, það munar um minna. Liðið átti í stökustu vandræðum með arfaslakt lið Houston og marði á endanum sigur í lokin. Talen Horton-Tucker fór fyrir Lakers en hann skoraði 23 stig og gaf 10 stoðsendingar. Kuzma fór einnig mikinn en hann skoraði 19 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Þá var Andre Drummond með 20 stig og 10 fráköst rifin niður. Hjá Rockets voru Armoni Brooks og Kelly Olnyk með 24 stig hvor. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum