Gríðarlegur stærðarmunur þegar Fjallið slóst við Gunnar Nelson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2021 09:01 Gunnar Nelson sést hér kominn með gott tak á Hafþóri Júlíusi Björnssyni í æfingaglímu þeirra. Instagram/thorbjornsson Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson mætti í Mjölni á dögunum til þess að slást við Gunnar Nelson og hann tók æfinguna líka upp fyrir fylgjendur sína Hafþór Júlíus er duglegur að sækja sér reynslu frá besta íþróttafólki landsins í undirbúningi sínum fyrir komandi boxbardaga sinn. Hafþór Júlíus er stór maður og ætlar í september að bjóða upp á þyngsta boxbardaga sögunnar þegar hann keppir við Englendinginn Eddie Hall í Las Vegas. Hafþór hefur verið að breyta sér úr aflraunamanni í hnefaleikamann en á þeirri vegferð hefur hann létt sig mikið og aukið bæði þol og hreyfigetu. Hann er líka óhræddur að prófa eitthvað nýtt í undirbúningi sínum. Hafþór Júlíus sýndi frá því á dögunum þegar hann æfði CrossFit hjá Anníe Mist og í nýjast myndbandi sínum heimsótti hann Mjölni og fékk að slást við Gunnar Nelson. Það var mjög sérstakt að sjá þá saman enda stærðarmunurinn gríðarlegur. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Mig hefur lengi langað að glíma við þig vegna þess að fullt af vinum mínum hafa sagt við mig að ég eigi ekki möguleika á móti þér á gólfinu,“ sagði Hafþór eftir að hafa kynnt Gunnar til leiks. „Ég held að fylgjendur mínir hafi líka áhuga á sjá hvernig þessi tilraun kemur út og hvort að tækni og reynsla dugi á móti styrk,“ sagði Hafþór. „Þetta er ekki aðeins spurning um líkamsstyrk því ég er líka miklu þyngri en þú,“ sagði Hafþór og Gunnar Nelson var líka meira en til í þessa tilraun. „Ég hef líka áhuga á því að sjá hvernig þetta kemur út því ég hef aldrei reynt mig á móti manni eins og þér. Ég veit að þú hefur létt þig mikið og það kannski hjálpar mér eða kannski ekki þar sem að þolið þitt er betra,“ sagði Gunnar. Það má sjá myndbandið með bardaga Hafþórs og Gunnars hér fyrir neðan en þar má sjá þá taka á hvorum öðrum og spjalla saman. Hafþór flaug út til Dúbaí á dögunum en hann mun taka síðasta æfingabardaga sinn þar úti seinna í þessum mánuði. watch on YouTube Box MMA Aflraunir Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Sjá meira
Hafþór Júlíus er duglegur að sækja sér reynslu frá besta íþróttafólki landsins í undirbúningi sínum fyrir komandi boxbardaga sinn. Hafþór Júlíus er stór maður og ætlar í september að bjóða upp á þyngsta boxbardaga sögunnar þegar hann keppir við Englendinginn Eddie Hall í Las Vegas. Hafþór hefur verið að breyta sér úr aflraunamanni í hnefaleikamann en á þeirri vegferð hefur hann létt sig mikið og aukið bæði þol og hreyfigetu. Hann er líka óhræddur að prófa eitthvað nýtt í undirbúningi sínum. Hafþór Júlíus sýndi frá því á dögunum þegar hann æfði CrossFit hjá Anníe Mist og í nýjast myndbandi sínum heimsótti hann Mjölni og fékk að slást við Gunnar Nelson. Það var mjög sérstakt að sjá þá saman enda stærðarmunurinn gríðarlegur. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Mig hefur lengi langað að glíma við þig vegna þess að fullt af vinum mínum hafa sagt við mig að ég eigi ekki möguleika á móti þér á gólfinu,“ sagði Hafþór eftir að hafa kynnt Gunnar til leiks. „Ég held að fylgjendur mínir hafi líka áhuga á sjá hvernig þessi tilraun kemur út og hvort að tækni og reynsla dugi á móti styrk,“ sagði Hafþór. „Þetta er ekki aðeins spurning um líkamsstyrk því ég er líka miklu þyngri en þú,“ sagði Hafþór og Gunnar Nelson var líka meira en til í þessa tilraun. „Ég hef líka áhuga á því að sjá hvernig þetta kemur út því ég hef aldrei reynt mig á móti manni eins og þér. Ég veit að þú hefur létt þig mikið og það kannski hjálpar mér eða kannski ekki þar sem að þolið þitt er betra,“ sagði Gunnar. Það má sjá myndbandið með bardaga Hafþórs og Gunnars hér fyrir neðan en þar má sjá þá taka á hvorum öðrum og spjalla saman. Hafþór flaug út til Dúbaí á dögunum en hann mun taka síðasta æfingabardaga sinn þar úti seinna í þessum mánuði. watch on YouTube
Box MMA Aflraunir Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Sjá meira