Högnuðust um 2,52 milljarða á metári hjá Bónus og Hagkaup Eiður Þór Árnason skrifar 10. maí 2021 21:33 Að sögn Haga fjölgaði seldum stykkjum í matvöruverslunum á árinu en heimsóknum viðskiptavina fækkaði. Meðalkarfa hvers viðskiptavinar stækkaði um ríflega 20%. Vísir/Vilhelm Vöxtur var í veltu hjá Bónus, Hagkaup, Útilíf og Zara síðastliðið ár og áttu matvörukeðjurnar sín stærstu rekstrarár frá upphafi. Smásölukeðjan Hagar hagnaðist um 2,52 milljarða króna á síðasta rekstrarári en félagið hagnaðist um 3,05 milljarða króna rekstrarárið á undan. Heildartekjur jukust um 3% og námu tæpum 120 milljörðum króna á rekstrarárinu sem stóð frá mars 2020 út febrúar 2021. Þetta kemur fram í nýbirtu uppgjöri félagsins en heimsfaraldur kórónuveiru hafði mikil áhrif á rekstur samstæðunnar. Söluaukning í matvöru og sérvöru er að hluta til sögð skýrast af því að fleiri landsmenn voru á landinu en í venjulegu árferði. Á móti kemur að tekjur Olís drógust töluvert saman á tímabilinu samhliða samdrætti í ferðalögum Íslendinga og erlendra ferðamanna. Framlegð Haga styrktist á fjórða ársfjórðungi, var 22,2% fyrir árið og er sú sama og árið á undan. Fækkað hefur verið um 72 stöðugildi hjá Olís frá upphafi faraldursins sem hluti af hagræðingaraðgerðum. Ögrandi rekstrarár Finnur Oddsson, forstjóri Haga, segir í tilkynningu að rekstur Haga á síðasta fjórðungi rekstrarársins hafi gengið vel. Tekjur námu 30,6 milljörðum króna og jukust um 7% miðað við sama tímabil fyrir ári. Þá nam rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) 2,54 milljörðum króna sem er sagt vera vel umfram áætlanir og 18% yfir sama fjórðungi í fyrra. EBITDA rekstrarársins í heild var 8,81 milljarður króna sem er nánast óbreytt milli ára. „Við erum því ánægð með rekstur Haga á þessum síðasta ársfjórðungi ögrandi rekstrarárs. Árið hófst í mars 2020, á sama tíma og áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins gætti fyrst, þannig að faraldurinn hefur sett mark sitt á starfsemina alla 12 mánuði rekstrarársins. Í því ljósi, og sér í lagi vegna þess hve erfiður fyrsti fjórðungur reyndist okkur, erum við ánægð með niðurstöðu ársins,“ segir Finnur í tilkynningunni. „Þessi góði árangur endurspeglar styrk félagsins, vörumerkja þess og okkar frábæra starfsfólks, til að takast á við snúnar aðstæður, en halda áfram að veita viðskiptavinum góða þjónustu og skila ágætri rekstrarniðurstöðu.“ Samhliða því fylgdi aukinn kostnaður vegna nauðsynlegra sóttvarnaaðgerða. Reyndist þessi tilfallandi kostnaður vera á bilinu 300 til 350 milljónir króna fyrir árið í heild að sögn Finns. Verslun Tengdar fréttir Hagar töpuðu 96 milljónum á Covid-lituðum ársfjórðungi Hagar töpuðu 98 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins 29. júní 2020 18:35 Keypti í Högum fyrir 5,75 milljónir þegar hann byrjaði í nýju vinnunni Magnús Magnússon, sem hóf í dag störf sem framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar hjá Högum, hefur keypt hlutabréf í félaginu fyrir 5,75 milljónir króna. 1. febrúar 2021 16:50 Mest lesið Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Sjá meira
Heildartekjur jukust um 3% og námu tæpum 120 milljörðum króna á rekstrarárinu sem stóð frá mars 2020 út febrúar 2021. Þetta kemur fram í nýbirtu uppgjöri félagsins en heimsfaraldur kórónuveiru hafði mikil áhrif á rekstur samstæðunnar. Söluaukning í matvöru og sérvöru er að hluta til sögð skýrast af því að fleiri landsmenn voru á landinu en í venjulegu árferði. Á móti kemur að tekjur Olís drógust töluvert saman á tímabilinu samhliða samdrætti í ferðalögum Íslendinga og erlendra ferðamanna. Framlegð Haga styrktist á fjórða ársfjórðungi, var 22,2% fyrir árið og er sú sama og árið á undan. Fækkað hefur verið um 72 stöðugildi hjá Olís frá upphafi faraldursins sem hluti af hagræðingaraðgerðum. Ögrandi rekstrarár Finnur Oddsson, forstjóri Haga, segir í tilkynningu að rekstur Haga á síðasta fjórðungi rekstrarársins hafi gengið vel. Tekjur námu 30,6 milljörðum króna og jukust um 7% miðað við sama tímabil fyrir ári. Þá nam rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) 2,54 milljörðum króna sem er sagt vera vel umfram áætlanir og 18% yfir sama fjórðungi í fyrra. EBITDA rekstrarársins í heild var 8,81 milljarður króna sem er nánast óbreytt milli ára. „Við erum því ánægð með rekstur Haga á þessum síðasta ársfjórðungi ögrandi rekstrarárs. Árið hófst í mars 2020, á sama tíma og áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins gætti fyrst, þannig að faraldurinn hefur sett mark sitt á starfsemina alla 12 mánuði rekstrarársins. Í því ljósi, og sér í lagi vegna þess hve erfiður fyrsti fjórðungur reyndist okkur, erum við ánægð með niðurstöðu ársins,“ segir Finnur í tilkynningunni. „Þessi góði árangur endurspeglar styrk félagsins, vörumerkja þess og okkar frábæra starfsfólks, til að takast á við snúnar aðstæður, en halda áfram að veita viðskiptavinum góða þjónustu og skila ágætri rekstrarniðurstöðu.“ Samhliða því fylgdi aukinn kostnaður vegna nauðsynlegra sóttvarnaaðgerða. Reyndist þessi tilfallandi kostnaður vera á bilinu 300 til 350 milljónir króna fyrir árið í heild að sögn Finns.
Verslun Tengdar fréttir Hagar töpuðu 96 milljónum á Covid-lituðum ársfjórðungi Hagar töpuðu 98 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins 29. júní 2020 18:35 Keypti í Högum fyrir 5,75 milljónir þegar hann byrjaði í nýju vinnunni Magnús Magnússon, sem hóf í dag störf sem framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar hjá Högum, hefur keypt hlutabréf í félaginu fyrir 5,75 milljónir króna. 1. febrúar 2021 16:50 Mest lesið Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Sjá meira
Hagar töpuðu 96 milljónum á Covid-lituðum ársfjórðungi Hagar töpuðu 98 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins 29. júní 2020 18:35
Keypti í Högum fyrir 5,75 milljónir þegar hann byrjaði í nýju vinnunni Magnús Magnússon, sem hóf í dag störf sem framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar hjá Högum, hefur keypt hlutabréf í félaginu fyrir 5,75 milljónir króna. 1. febrúar 2021 16:50