Boltastrákur Keflvíkinga með Liverpool-frammistöðu í fyrra markinu í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2021 09:31 Boltastrákurinn Tristan Vilmar Guðlaugsson beið með boltann og Keflvíkingar gátu tekið innkastið strax. Anton Freyr Haukssson sagði frá litla bróður sínum á Twitter eftir leikinn. Samsett/Twitter og S2 Sport Guðmundur Benediktsson, Ólafur Jóhannesson og Reynir Leósson gagnrýndu allir vítaspyrnudóm Vilhjálms Alvars Þórarinssonar í Pepsi Max stúkunni í gær. Boltastrákur Keflvíkinga á aftur á móti mikið hrós skilið og fékk það líka. Nýliðar Keflavíkur unnu 2-0 sigur á Stjörnunni í fyrsta heimaleik sínum á tímabilinu en fyrra markið kom úr mjög umdeildi vítaspyrnu. Guðmundur Benediktsson var með sérfræðingana Ólaf Jóhannesson og Reyni Leósson með sér í Pepsi Max stúkunni í gær og þar var meðal annars farið yfir vítaspyrnudóminn. „Það er ekki að sjá að Brynjar Gauti geri mikið þarna,“ sagði Guðmundur Benediktsson um leið og brotið var sýnt þar sem Stjörnumaðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson átti að hafa brotið á Keflvíkingnum Kian Williams. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Vítaspyrnudómurinn í Keflavík „Ég get ekki séð það, því miður,“ sagði Ólafur Jóhannesson. „Þetta var aldrei víti að mínu viti. Ég get ekki séð það,“ sagði Reynir Leósson. Pepsi Max Stúkan skoðaði líka betur aðdraganda marksins en þar kom boltastrákur á Nettóvellinum í Keflavík mikið við sögu. „Getum við spólað aftur á boltastrákinn,“ spurði Guðmundur tæknistjórnin sína og fékk í framhaldinu að sjá lengri aðdraganda af vítaspyrnudómnum. Boltastrákurinn fylgdi því sem var að gerast og stillti sér upp við boltann. Hann kom honum síðan á Keflvíkinginn um leið. Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, var í skógahlaupi og því skiptu þessar sekúndur öllu máli. Boltastrákurinn hja kef hann Tristan Vilmar Guðlaugsson litli bróðir minn!Með frábæra frammistöðu i kvöld vona að hann verði valinn aftur i liðið i næsta heimaleik! @GummiBen @pepsimaxdeildin @FcKeflavik #pepsimaxdeildin pic.twitter.com/PFmItqeRbB— Anton Freyr (@AntonFreyrHauks) May 9, 2021 „Hann er svona: Ég er klár með boltann ef eitthvað gerist hérna. Búmm. Fljótur að kasta honum á Rúnar og Rúnar kastar honum inn á teiginn. Þeir geta þakkað boltastráknum helling fyrir þetta,“ sagði Guðmundur. „Þetta er eins og við vorum að tala um fyrir leikinn að það hafa allir trú á þessu í samfélaginu í Keflavík í dag. Það eru allir bjartir núna og það skilar sér í boltastrákana og alla. Það eru allir með og boltastrákurinn gerir þetta rosalega vel,“ sagði Reynir. Boltastrákurinn sem var svona vel vakandi heitir Tristan Vilmar Guðlaugsson en bróðir hans sagði frá honum á samfélagsmiðlum eins og sést hér fyrir ofan. Hann lék þarna eftir afrek boltastráksins hjá Liverpool í frægum leik Liverpool og Barcelona í Meistaradeildinni 2019 þar sem Liverpool skoraði fjórða markið sem réð úrslitum í einvíginu eftir útsjónarsemi boltastráks. Það má sjá alla þessa umræðu í myndbandinu hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Stjarnan Pepsi Max stúkan Reykjanesbær Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Nýliðar Keflavíkur unnu 2-0 sigur á Stjörnunni í fyrsta heimaleik sínum á tímabilinu en fyrra markið kom úr mjög umdeildi vítaspyrnu. Guðmundur Benediktsson var með sérfræðingana Ólaf Jóhannesson og Reyni Leósson með sér í Pepsi Max stúkunni í gær og þar var meðal annars farið yfir vítaspyrnudóminn. „Það er ekki að sjá að Brynjar Gauti geri mikið þarna,“ sagði Guðmundur Benediktsson um leið og brotið var sýnt þar sem Stjörnumaðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson átti að hafa brotið á Keflvíkingnum Kian Williams. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Vítaspyrnudómurinn í Keflavík „Ég get ekki séð það, því miður,“ sagði Ólafur Jóhannesson. „Þetta var aldrei víti að mínu viti. Ég get ekki séð það,“ sagði Reynir Leósson. Pepsi Max Stúkan skoðaði líka betur aðdraganda marksins en þar kom boltastrákur á Nettóvellinum í Keflavík mikið við sögu. „Getum við spólað aftur á boltastrákinn,“ spurði Guðmundur tæknistjórnin sína og fékk í framhaldinu að sjá lengri aðdraganda af vítaspyrnudómnum. Boltastrákurinn fylgdi því sem var að gerast og stillti sér upp við boltann. Hann kom honum síðan á Keflvíkinginn um leið. Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, var í skógahlaupi og því skiptu þessar sekúndur öllu máli. Boltastrákurinn hja kef hann Tristan Vilmar Guðlaugsson litli bróðir minn!Með frábæra frammistöðu i kvöld vona að hann verði valinn aftur i liðið i næsta heimaleik! @GummiBen @pepsimaxdeildin @FcKeflavik #pepsimaxdeildin pic.twitter.com/PFmItqeRbB— Anton Freyr (@AntonFreyrHauks) May 9, 2021 „Hann er svona: Ég er klár með boltann ef eitthvað gerist hérna. Búmm. Fljótur að kasta honum á Rúnar og Rúnar kastar honum inn á teiginn. Þeir geta þakkað boltastráknum helling fyrir þetta,“ sagði Guðmundur. „Þetta er eins og við vorum að tala um fyrir leikinn að það hafa allir trú á þessu í samfélaginu í Keflavík í dag. Það eru allir bjartir núna og það skilar sér í boltastrákana og alla. Það eru allir með og boltastrákurinn gerir þetta rosalega vel,“ sagði Reynir. Boltastrákurinn sem var svona vel vakandi heitir Tristan Vilmar Guðlaugsson en bróðir hans sagði frá honum á samfélagsmiðlum eins og sést hér fyrir ofan. Hann lék þarna eftir afrek boltastráksins hjá Liverpool í frægum leik Liverpool og Barcelona í Meistaradeildinni 2019 þar sem Liverpool skoraði fjórða markið sem réð úrslitum í einvíginu eftir útsjónarsemi boltastráks. Það má sjá alla þessa umræðu í myndbandinu hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Stjarnan Pepsi Max stúkan Reykjanesbær Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira