Telja að kínverska eldflaugin hafi brunnið upp að mestu Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2021 08:25 Long March-5 eldflaug sambærileg við þá sem féll inn í lofthjúp jarðar yfir Indlandshafi í nótt. AP/Zhang Gaoxiang/Xinhua Geimvísindastofnun Kína fullyrðir að stærsta eldflaug hennar hafi komið inn í lofthjúp jarðar yfir Maldíveyjum í Indlandshafi og brunnið upp að mestu leyti í nótt. Sérfræðingar hafa sakað Kínverja um glannaskap með eldflaugina. Grannt hefur verið fylgst með Long March 5B-eldflauginni undanfarna daga. Vitað var að hún kæmi aftur niður í lofthjúp jarðar um helgina en ekki var vitað með vissu yfir hvaða svæði hún kæmi til með að hrapa. Eldflaugin var notuð til þess að koma aðalhluta nýrrar geimstöðvar Kínverja á braut um jörðina. Eldflaugarþrepið var um þrjátíu metrar að lengd og um tuttugu tonn að þyngd. Það er eitt stærsta fyrirbærið sem hefur verið látið falla stjórnlaust inn í lofthjúp jarðar. Lítil hætta var talin á ferðum fyrir fólk á jörðu niðri. Engu að síður urðu eignaskemmdir í Afríku þegar brak úr kínverskri eldflaug rigndi yfir álfuna í fyrra. Xinhua-ríkifréttastofan kínverska segir að eldflaugarþrepið hafi komið inn í lofthjúpinn klukkan 19:24 að staðartíma í gærkvöldi. Mikill meirihluti þess hafi brunnið algerlega upp í lofthjúpnum. „Það var alltaf tölfræðilega líklegast að hún félli inn yfir sjó. Svo virðist sem að Kína hafi unnið veðmálið en þetta var samt glannalegt,“ tísti Jonathan McDowell, stjarneðlisfræðingur við Harvard-háskóla sem fylgdist með falli eldflaugarþrepsins til jarðar. Þá gagnrýndi Bill Nelson, forstjóri bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, Kína vegna uppákomunnar. „Það er ljóst að Kína uppfylli ekki ábyrg viðmið varðandi geimrusl þess,“ sagði Nelson í yfirlýsingu, að sögn AP-fréttastofunnar. Kínverjar hafa áður sætt harðri gagnrýni fyrir umgengni sína í geimnum, sérstaklega eftir að þeir skutu skotflaug til að splundra úreltu veðurgervitungli á braut um jörðu í janúar árið 2007. Eftir varð braksveimur sem ógnaði öðrum gervihnöttum og geimferjum. Kína Geimurinn Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Grannt hefur verið fylgst með Long March 5B-eldflauginni undanfarna daga. Vitað var að hún kæmi aftur niður í lofthjúp jarðar um helgina en ekki var vitað með vissu yfir hvaða svæði hún kæmi til með að hrapa. Eldflaugin var notuð til þess að koma aðalhluta nýrrar geimstöðvar Kínverja á braut um jörðina. Eldflaugarþrepið var um þrjátíu metrar að lengd og um tuttugu tonn að þyngd. Það er eitt stærsta fyrirbærið sem hefur verið látið falla stjórnlaust inn í lofthjúp jarðar. Lítil hætta var talin á ferðum fyrir fólk á jörðu niðri. Engu að síður urðu eignaskemmdir í Afríku þegar brak úr kínverskri eldflaug rigndi yfir álfuna í fyrra. Xinhua-ríkifréttastofan kínverska segir að eldflaugarþrepið hafi komið inn í lofthjúpinn klukkan 19:24 að staðartíma í gærkvöldi. Mikill meirihluti þess hafi brunnið algerlega upp í lofthjúpnum. „Það var alltaf tölfræðilega líklegast að hún félli inn yfir sjó. Svo virðist sem að Kína hafi unnið veðmálið en þetta var samt glannalegt,“ tísti Jonathan McDowell, stjarneðlisfræðingur við Harvard-háskóla sem fylgdist með falli eldflaugarþrepsins til jarðar. Þá gagnrýndi Bill Nelson, forstjóri bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, Kína vegna uppákomunnar. „Það er ljóst að Kína uppfylli ekki ábyrg viðmið varðandi geimrusl þess,“ sagði Nelson í yfirlýsingu, að sögn AP-fréttastofunnar. Kínverjar hafa áður sætt harðri gagnrýni fyrir umgengni sína í geimnum, sérstaklega eftir að þeir skutu skotflaug til að splundra úreltu veðurgervitungli á braut um jörðu í janúar árið 2007. Eftir varð braksveimur sem ógnaði öðrum gervihnöttum og geimferjum.
Kína Geimurinn Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira