Bjarki: Það spáðu okkur allir tólfta sæti og að við ættum bara að éta skít og skömm og falla með sæmd Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. maí 2021 20:32 Bjarki Ármann Oddson var gríðarlega sáttur í leikslok. Bjarki Ármann Oddson, þjálfari Þórs Akureyri gat andað léttar í leikslok eftir gríðarlega mikilvægan 108-103 sigur gegn Þór Þorlákshöfn. Þór Akureyri lyftir sér með sigrinum úr fallhættu og er sem stendur í úrslitakeppnissæti fyrir lokaumferðina. „Ég er auðvitað gríðarlega sáttur með strákana,“ sagði Bjarki eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var bara frábær liðsframistaða, en ég held að ég hafi bara aldrei séð annað eins sóknar „performance“ frá liði eins og frá Þór Þorlákshöfn í fyrri hálfleik. Þeir bara gátu ekki klikkað á skoti.“ „Þvílíkur leikmaður sem Larry Thomas er. Við auðvitað þekkjum hann fyrir norðan. Þetta er auðvitað frábært lið og þeir eru búnir að ná frábærum árangri í vetur. Það er ástæða fyrir því að þeir eru í öðru sæti í deildinni.“ Heimamenn voru með tryggt annað sætið í deildinni fyrir leikinn og því í rauninni ekki að spila um neitt. Bjarki segir að það hafi hjálpað sínum mönnum í kvöld. „Það hlýtur að hafa verið auðveldara fyrir mig að „motivera“ mína menn heldur en Lalla. Þeir eru náttúrulega tryggir í öðru sætinu.“ „Staðan var einfaldlega bara þannig að við gátum fallið í lokaumferðinni ef við hefðum ekki unnið þennan leik hér í kvöld. Það er auðvitað betra að örlögin séu bara í okkar höndum. Við förum í alla leiki til þess að reyna að vinna þá og svo verður bara talið upp úr hattinum þegar það er búið og vonandi verðum við í úrslitakeppninni þegar þeirri talningu er lokið.“ Þórsarar eiga Hauka í lokaumferðinni og Bjarki vonar að það verði jafn auðvelt að koma sínum mönnum í gírinn fyrir þann leik eins og í kvöld. „Já, ég auðvitað vona það. Sigur í þeim leik tryggir okkur í áttunda sæti held ég alveg örugglega. Haukarnir eru með flott lið og Sævaldur er búinn að gera frábæra hluti. Það verður bara gaman að mæta þeim á laugardaginn og ég efast ekkert um það að Haukarnir vilja reyna að klára mótið á jákvæðum nótum svo að ég þarf að undirbúa mína menn aftur fyrir 40 mínútna baráttu.“ Haukarnir eru nú þegar fallnir, en Bjarki segir að það geti verið snúið að spila gegn pressulausu liði. „Það er svolítið búið að vera einkennismerki okkar í vetur að spila pressulausir. Það spáðu okkur allir tólfta sæti og að við ættum bara að éta skít og skömm og falla með sæmd.“ „Við höfum blásið á þær hrakspár núna. Loksins get ég sagt þetta. Það getur hjálpað liðum eins og Haukum í þessu tilfelli að mæta okkur pressulausir,“ sagði Bjarki að lokum. Dominos-deild karla Þór Akureyri Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Þór Ak. 103-108 | Mikilvægur sigur Akureyringa Þór Akureyri sótti gríðar mikilvæg tvö stig í Þorlákshöfn í kvöld. Með því lyftir liðið sér upp úr fallhættu og er sem stendur á leið í úrslitakeppnina þegar ein umferð er eftir af Domino´s deild kara. Lokatölur 103-108 gestunum í vil. 7. maí 2021 20:00 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
„Ég er auðvitað gríðarlega sáttur með strákana,“ sagði Bjarki eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var bara frábær liðsframistaða, en ég held að ég hafi bara aldrei séð annað eins sóknar „performance“ frá liði eins og frá Þór Þorlákshöfn í fyrri hálfleik. Þeir bara gátu ekki klikkað á skoti.“ „Þvílíkur leikmaður sem Larry Thomas er. Við auðvitað þekkjum hann fyrir norðan. Þetta er auðvitað frábært lið og þeir eru búnir að ná frábærum árangri í vetur. Það er ástæða fyrir því að þeir eru í öðru sæti í deildinni.“ Heimamenn voru með tryggt annað sætið í deildinni fyrir leikinn og því í rauninni ekki að spila um neitt. Bjarki segir að það hafi hjálpað sínum mönnum í kvöld. „Það hlýtur að hafa verið auðveldara fyrir mig að „motivera“ mína menn heldur en Lalla. Þeir eru náttúrulega tryggir í öðru sætinu.“ „Staðan var einfaldlega bara þannig að við gátum fallið í lokaumferðinni ef við hefðum ekki unnið þennan leik hér í kvöld. Það er auðvitað betra að örlögin séu bara í okkar höndum. Við förum í alla leiki til þess að reyna að vinna þá og svo verður bara talið upp úr hattinum þegar það er búið og vonandi verðum við í úrslitakeppninni þegar þeirri talningu er lokið.“ Þórsarar eiga Hauka í lokaumferðinni og Bjarki vonar að það verði jafn auðvelt að koma sínum mönnum í gírinn fyrir þann leik eins og í kvöld. „Já, ég auðvitað vona það. Sigur í þeim leik tryggir okkur í áttunda sæti held ég alveg örugglega. Haukarnir eru með flott lið og Sævaldur er búinn að gera frábæra hluti. Það verður bara gaman að mæta þeim á laugardaginn og ég efast ekkert um það að Haukarnir vilja reyna að klára mótið á jákvæðum nótum svo að ég þarf að undirbúa mína menn aftur fyrir 40 mínútna baráttu.“ Haukarnir eru nú þegar fallnir, en Bjarki segir að það geti verið snúið að spila gegn pressulausu liði. „Það er svolítið búið að vera einkennismerki okkar í vetur að spila pressulausir. Það spáðu okkur allir tólfta sæti og að við ættum bara að éta skít og skömm og falla með sæmd.“ „Við höfum blásið á þær hrakspár núna. Loksins get ég sagt þetta. Það getur hjálpað liðum eins og Haukum í þessu tilfelli að mæta okkur pressulausir,“ sagði Bjarki að lokum.
Dominos-deild karla Þór Akureyri Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Þór Ak. 103-108 | Mikilvægur sigur Akureyringa Þór Akureyri sótti gríðar mikilvæg tvö stig í Þorlákshöfn í kvöld. Með því lyftir liðið sér upp úr fallhættu og er sem stendur á leið í úrslitakeppnina þegar ein umferð er eftir af Domino´s deild kara. Lokatölur 103-108 gestunum í vil. 7. maí 2021 20:00 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Þór Ak. 103-108 | Mikilvægur sigur Akureyringa Þór Akureyri sótti gríðar mikilvæg tvö stig í Þorlákshöfn í kvöld. Með því lyftir liðið sér upp úr fallhættu og er sem stendur á leið í úrslitakeppnina þegar ein umferð er eftir af Domino´s deild kara. Lokatölur 103-108 gestunum í vil. 7. maí 2021 20:00