Hélt að Valur myndi landa „vanmetna“ titlinum með vinstri Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2021 16:00 Valskonur fögnuðu deildarmeistaratitlinum á þriðjudag. Facebook/@Valurkarfa Valskonur unnu „vanmetinn titil“ þegar þær urðu deildarmeistarar í körfubolta á þriðjudagskvöld. Þetta sagði Berglind Gunnarsdóttir þegar þær Bryndís Guðmundsdóttir ræddu við Kjartan Atla Kjartansson um meistarana í Dominos Körfuboltakvöldi. „Það er einhvern veginn allt öðruvísi tilfinning að vinna Íslandsmeistaratitilinn en auðvitað er erfitt að ná deildarmeistaratitlinum. Það er seiglumerki, eftir langt tímabil,“ sagði Berglind í þættinum. „Þetta er svolítið eins og að skila stórri ritgerð en eiga lokaprófið eftir,“ skaut Kjartan inn í og læknaneminn Berglind tók undir það: „Já, einmitt, og þú færð ekki einkunn fyrir ritgerðina heldur bara staðið eða fallið.“ Ein umferð er eftir af deildarkeppninni og fer hún fram á morgun en svo tekur úrslitakeppnin við. Ljóst er að Valur mætir Fjölni í undanúrslitum á meðan að Haukar og Keflavík eigast við í hinni undanúrslitarimmunni. Valur er með sex stiga forskot á Hauka og Keflavík. „Aðeins erfiðara en ég bjóst við“ „Í byrjun tímabilsins hélt ég að þær myndu bara rúlla með vinstri yfir alla leikina. En þær hafa lent í meiðslum og öðru og það hefur sitt að segja. Þetta hefur því verið aðeins erfiðara en ég bjóst við,“ sagði Bryndís. „Lið eins og Valur getur ekki kvartað. Valskonur eru með svo ótrúlega marga sterka leikmenn. Auðvitað lenda lið í meiðslum og þær eru best búnar undir að lenda í þeim án þess að það hafi áhrif,“ sagði Berglind. Valur hefur unnið sautján leiki og tapað aðeins þremur á leiktíðinni. Reyndar tapaði liðið fyrsta leik tímabilsins, gegn Breiðabliki, en var svo dæmdur sigur þar sem Breiðablik tefldi fram ólöglegum leikmanni. Í innslaginu hér að neðan má sjá hluta af umfjölluninni um Val þar sem þær Guðbjörg Sverrisdóttir og Ásta Júlía Grímsdóttir voru sérstaklega teknar fyrir. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um deildarmeistarana Dominos-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Helena sú fyrsta á öldinni til að vinna fjögur ár í röð Valskonur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í gærkvöldi með öruggum sigri á Snæfell og einn leikmaður liðsins hefur nú unnið þennan titil samfellt frá vorinu 2018. 5. maí 2021 16:10 Umfjöllun og viðtöl: Valur-Snæfell 86-62 | Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn þriðja árið röð Þriðja árið í röð er Valur deildarmeistari í Domino´s deild kvenna í körfubolta. Titillinn í ár var tryggður með öruggum 86-62 sigri á Snæfelli að Hlíðarenda í kvöld. 4. maí 2021 22:45 „Höfum enn svigrúm til að verða betri“ „Þessu markmiði er náð sem er frábært. Við eigum einn deildarleik eftir sem við ætlum að klára og svo getum við farið að einbeita okkur að úrslitakeppninni,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi eftir að liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna með 86-62 sigri á Snæfelli í kvöld. 4. maí 2021 22:35 „Finnst við enn eiga fullt inni“ Helena Sverrisdóttir var hin kátasta þegar hún mætti í viðtal eftir að Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna með öruggum sigri á Snæfelli, 86-62. 4. maí 2021 22:15 Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira
„Það er einhvern veginn allt öðruvísi tilfinning að vinna Íslandsmeistaratitilinn en auðvitað er erfitt að ná deildarmeistaratitlinum. Það er seiglumerki, eftir langt tímabil,“ sagði Berglind í þættinum. „Þetta er svolítið eins og að skila stórri ritgerð en eiga lokaprófið eftir,“ skaut Kjartan inn í og læknaneminn Berglind tók undir það: „Já, einmitt, og þú færð ekki einkunn fyrir ritgerðina heldur bara staðið eða fallið.“ Ein umferð er eftir af deildarkeppninni og fer hún fram á morgun en svo tekur úrslitakeppnin við. Ljóst er að Valur mætir Fjölni í undanúrslitum á meðan að Haukar og Keflavík eigast við í hinni undanúrslitarimmunni. Valur er með sex stiga forskot á Hauka og Keflavík. „Aðeins erfiðara en ég bjóst við“ „Í byrjun tímabilsins hélt ég að þær myndu bara rúlla með vinstri yfir alla leikina. En þær hafa lent í meiðslum og öðru og það hefur sitt að segja. Þetta hefur því verið aðeins erfiðara en ég bjóst við,“ sagði Bryndís. „Lið eins og Valur getur ekki kvartað. Valskonur eru með svo ótrúlega marga sterka leikmenn. Auðvitað lenda lið í meiðslum og þær eru best búnar undir að lenda í þeim án þess að það hafi áhrif,“ sagði Berglind. Valur hefur unnið sautján leiki og tapað aðeins þremur á leiktíðinni. Reyndar tapaði liðið fyrsta leik tímabilsins, gegn Breiðabliki, en var svo dæmdur sigur þar sem Breiðablik tefldi fram ólöglegum leikmanni. Í innslaginu hér að neðan má sjá hluta af umfjölluninni um Val þar sem þær Guðbjörg Sverrisdóttir og Ásta Júlía Grímsdóttir voru sérstaklega teknar fyrir. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um deildarmeistarana
Dominos-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Helena sú fyrsta á öldinni til að vinna fjögur ár í röð Valskonur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í gærkvöldi með öruggum sigri á Snæfell og einn leikmaður liðsins hefur nú unnið þennan titil samfellt frá vorinu 2018. 5. maí 2021 16:10 Umfjöllun og viðtöl: Valur-Snæfell 86-62 | Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn þriðja árið röð Þriðja árið í röð er Valur deildarmeistari í Domino´s deild kvenna í körfubolta. Titillinn í ár var tryggður með öruggum 86-62 sigri á Snæfelli að Hlíðarenda í kvöld. 4. maí 2021 22:45 „Höfum enn svigrúm til að verða betri“ „Þessu markmiði er náð sem er frábært. Við eigum einn deildarleik eftir sem við ætlum að klára og svo getum við farið að einbeita okkur að úrslitakeppninni,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi eftir að liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna með 86-62 sigri á Snæfelli í kvöld. 4. maí 2021 22:35 „Finnst við enn eiga fullt inni“ Helena Sverrisdóttir var hin kátasta þegar hún mætti í viðtal eftir að Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna með öruggum sigri á Snæfelli, 86-62. 4. maí 2021 22:15 Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira
Helena sú fyrsta á öldinni til að vinna fjögur ár í röð Valskonur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í gærkvöldi með öruggum sigri á Snæfell og einn leikmaður liðsins hefur nú unnið þennan titil samfellt frá vorinu 2018. 5. maí 2021 16:10
Umfjöllun og viðtöl: Valur-Snæfell 86-62 | Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn þriðja árið röð Þriðja árið í röð er Valur deildarmeistari í Domino´s deild kvenna í körfubolta. Titillinn í ár var tryggður með öruggum 86-62 sigri á Snæfelli að Hlíðarenda í kvöld. 4. maí 2021 22:45
„Höfum enn svigrúm til að verða betri“ „Þessu markmiði er náð sem er frábært. Við eigum einn deildarleik eftir sem við ætlum að klára og svo getum við farið að einbeita okkur að úrslitakeppninni,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi eftir að liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna með 86-62 sigri á Snæfelli í kvöld. 4. maí 2021 22:35
„Finnst við enn eiga fullt inni“ Helena Sverrisdóttir var hin kátasta þegar hún mætti í viðtal eftir að Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna með öruggum sigri á Snæfelli, 86-62. 4. maí 2021 22:15