Barist á mörgum stöðum í æsispennandi lokaumferðum Domino´s deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2021 12:02 ÍR og Þór Akureyri geta bæði tryggt sér sæti í úrslitakeppninni en þau geta líka fallið úr deildinni. Ivan Aurrecoechea og Everage Lee Richardson teygja sig hér í boltann í leik liðanna í vetur. Vísir/Vilhelm Á næstu fimm dögum munu fara fram síðustu tvær umferðirnar í Domino´s deild karla í körfubolta og það er óhætt að segja að það sé spenna í loftinu. Keflvíkingar hafa fyrir löngu tryggt sér deildarmeistaratitilinn en það er samt nóg eftir á öðrum vígvöllum í deildinni. Baráttan um heimavallarréttinn, sæti í úrslitakeppninni og að bjarga sér frá falli. Spennan er það mikil að það má búast við því að stærðfræðin verði í aðalhlutverki. Liðin eru því á sama tíma að forðast fall og að reyna að tryggja sig inn í úrslitakeppni. Þá gæti það haft mikil áhrif á röð liða hvaða lið enda með jafnmörg stig þar sem innbyrðis leikir ráða röð lið ef þau eru með jafnmörg stig. Hér fyrir neðan er stutt yfirlit yfir vígvellina í æsispennandi lokaumferðum Domino´s deildar karla Deildarmeistarartitillinn: Búið. Keflavík tryggði sér titilinn þegar þrjár umferðir voru eftir. 1. Keflavík 36 stig 2. Þór Þorlákshöfn 28 stig 3. Stjarnan 26 stig Baráttan um annað sætið: Þór Þorlákshöfn og Stjarnan eiga möguleika á öðru sætinu en Þórsarar eru með tveggja stiga forskot og betri innbyrðis stöðu og Stjarnan þarf því að vinna báða sína leiki á meðan Þórsliðið tapar báðum sínum. Þór tryggir sér annað sætið með einum sigri í viðbót eða ef Stjarnan tapar einum leik. 4. Valur 22 stig 5. KR 20 stig 6. Grindavík 20 stig 7. Tindastóll 18 stig Baráttan um heimavallarréttinn: Valur er með tveggja stiga forskot á KR og Grindavík. Valsmenn eru með betri innbyrðis stöðu á móti KR en mæta síðan Grindavík í lokaumferðinni. Það gæti orðið úrslitaleikur um heimavallarréttinn. Grindavík býr að því að liðið vann fyrri leikinn á móti Val. KR er aftur á móti betri innbyrðis á móti Grindavík. Baráttan um sæti í úrslitakeppninni: KR og Grindavík ættu að vera nokkuð örugg í úrslitakeppnina en tölfræðilega geta þau samt setið eftir. Tindastólsliðið er líka í ágætri stöðu en á eftir tvo mjög erfiða leiki á móti Stjörnunni og Grindavík á útivelli. Það eiga hins vegar mörg önnur lið möguleika á sæti í úrslitakeppninni falli úrslitin með þeim og hér lítur út fyrir að staðan gæti orðið mjög flókin þar ef innbyrðis árangur milli margra liða í einu þurfi að ráða sæti liðanna. 8. Þór Akureyri 16 stig 9. ÍR 16 stig 10. Njarðvík 14 stig 11. Höttur 12 stig 12. Haukar 12 stig Fallbaráttan: Liðin sem eru í baráttunni um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina eins og Þór Akureyri og ÍR þurfa líka passa sig á því að þau geta fallið ef allt fer á versta veg. Njarðvíkingar mega ekki vera jafnir Hetti eða Haukum því þeir töpuðu öllum fjórum leikjunum á móti þeim í vetur. Njarðvík er aftur á móti með betri innbyrðis stöðu á móti Þór Ak. og á síðan eftir að spila við ÍR sem liðið vann með sextán stigum í fyrri leik liðanna. Eitt lið gæti fallið strax í kvöld því liðið sem tapar í leik Hauka og Hattar fellur úr deildinni ef Njarðvík vinnur ÍR seinna um kvöldið. Báðir þessir leikir eru sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikur Hauka og Hattar hefst klukkan 18.15 og leikur ÍR og Njarðvíkur hefst klukkan 20.15. Þeir er í beinni á Stöð 2 Sport og Domino´s Tilþrifin eru síðan strax á eftir. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Keflvíkingar hafa fyrir löngu tryggt sér deildarmeistaratitilinn en það er samt nóg eftir á öðrum vígvöllum í deildinni. Baráttan um heimavallarréttinn, sæti í úrslitakeppninni og að bjarga sér frá falli. Spennan er það mikil að það má búast við því að stærðfræðin verði í aðalhlutverki. Liðin eru því á sama tíma að forðast fall og að reyna að tryggja sig inn í úrslitakeppni. Þá gæti það haft mikil áhrif á röð liða hvaða lið enda með jafnmörg stig þar sem innbyrðis leikir ráða röð lið ef þau eru með jafnmörg stig. Hér fyrir neðan er stutt yfirlit yfir vígvellina í æsispennandi lokaumferðum Domino´s deildar karla Deildarmeistarartitillinn: Búið. Keflavík tryggði sér titilinn þegar þrjár umferðir voru eftir. 1. Keflavík 36 stig 2. Þór Þorlákshöfn 28 stig 3. Stjarnan 26 stig Baráttan um annað sætið: Þór Þorlákshöfn og Stjarnan eiga möguleika á öðru sætinu en Þórsarar eru með tveggja stiga forskot og betri innbyrðis stöðu og Stjarnan þarf því að vinna báða sína leiki á meðan Þórsliðið tapar báðum sínum. Þór tryggir sér annað sætið með einum sigri í viðbót eða ef Stjarnan tapar einum leik. 4. Valur 22 stig 5. KR 20 stig 6. Grindavík 20 stig 7. Tindastóll 18 stig Baráttan um heimavallarréttinn: Valur er með tveggja stiga forskot á KR og Grindavík. Valsmenn eru með betri innbyrðis stöðu á móti KR en mæta síðan Grindavík í lokaumferðinni. Það gæti orðið úrslitaleikur um heimavallarréttinn. Grindavík býr að því að liðið vann fyrri leikinn á móti Val. KR er aftur á móti betri innbyrðis á móti Grindavík. Baráttan um sæti í úrslitakeppninni: KR og Grindavík ættu að vera nokkuð örugg í úrslitakeppnina en tölfræðilega geta þau samt setið eftir. Tindastólsliðið er líka í ágætri stöðu en á eftir tvo mjög erfiða leiki á móti Stjörnunni og Grindavík á útivelli. Það eiga hins vegar mörg önnur lið möguleika á sæti í úrslitakeppninni falli úrslitin með þeim og hér lítur út fyrir að staðan gæti orðið mjög flókin þar ef innbyrðis árangur milli margra liða í einu þurfi að ráða sæti liðanna. 8. Þór Akureyri 16 stig 9. ÍR 16 stig 10. Njarðvík 14 stig 11. Höttur 12 stig 12. Haukar 12 stig Fallbaráttan: Liðin sem eru í baráttunni um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina eins og Þór Akureyri og ÍR þurfa líka passa sig á því að þau geta fallið ef allt fer á versta veg. Njarðvíkingar mega ekki vera jafnir Hetti eða Haukum því þeir töpuðu öllum fjórum leikjunum á móti þeim í vetur. Njarðvík er aftur á móti með betri innbyrðis stöðu á móti Þór Ak. og á síðan eftir að spila við ÍR sem liðið vann með sextán stigum í fyrri leik liðanna. Eitt lið gæti fallið strax í kvöld því liðið sem tapar í leik Hauka og Hattar fellur úr deildinni ef Njarðvík vinnur ÍR seinna um kvöldið. Báðir þessir leikir eru sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikur Hauka og Hattar hefst klukkan 18.15 og leikur ÍR og Njarðvíkur hefst klukkan 20.15. Þeir er í beinni á Stöð 2 Sport og Domino´s Tilþrifin eru síðan strax á eftir. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira