Simmi Vill grét með Sölva: „Hvað er að okkur?“ Snorri Másson skrifar 5. maí 2021 10:45 Sigmar Vilhjálmsson segir að enginn geti sett sig í spor Sölva Tryggvasonar þessa stundina. Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður segir að mál Sölva Tryggvasonar eigi að fá fólk til að hugsa og kveðst vera hrærður eftir að hafa horft á þátt Sölva frá því í gær. „Ég held að þú þurfir að vera ómennskur ef þetta snertir þig ekki. Það er engin leið að setja sig í þessi spor að fá svona líkamsárás á mannorð þitt sem þetta er,“ segir Sigmar í samtali við Vísi. „Ég held að þetta fái okkur til að hugsa. Því miður þurfa ný mál að koma upp til að fá okkur til að hugsa okkur um, og svo líður tíminn og við beygjum aftur af leið, en svo kemur nýtt mál sem minnir okkur á þetta,“ segir Sigmar. Á hringrás sinni á Instagram í gær sýndi Sigmar frá sjálfum sér þegar hann horfði á þátt Sölva og grét með Sölva. Með því vildi Sigmar sýna þeim málstað stuðning að tilfinningar skipti máli. Sigmar brast í grát þegar hann fylgdist með þeim kafla þar sem Sölvi lýsti því þegar fjölskyldumeðlimir hans hefðu haft áhyggjur af því að hann færi sjálfum sér að voða. Þær áhyggjur urðu til eftir að sögusagnir urðu háværar í samfélaginu þess efnis að Sölvi hefði misþyrmt vændiskonu og verið handtekinn af lögreglu. Þær sögur eru þvættingur, sagði Sölvi. Sölvi hefur sýnt fram á málaskrá frá lögreglu þar sem fram kemur að lögreglan hafi engin afskipti haft af honum frá 1. apríl. Sölvi sagði í þætti sínum í gær að hann hefði þó sjálfur haft samband við lögreglu í marsmánuði vegna þess sem hann kallaði hótanir einstaklings um að valda honum mannorðsmissi. Sigmar segir á Instagram: „Maður veltir fyrir sér: Hvað er að okkur? Ég datt inn á kafla í viðtalinu sem var í rauninni stórkostlegur. Sölvi leyfir sér að sýna, ekki bara tilfinningar, heldur opnar hann sig. Mér finnst það hugrekki og mér finnst það styrkur, að hann skuli síðan gefa út þennan þátt. Ef fólk heldur að það sé kjánalegt að gráta, þá er það það ekki. Ég ætla að henda inn þessari upptöku núna sem ákveðinni stuðningsyfirlýsingu um það að tilfinningar eru mikilvægar og grátur er ein birtingarmynd þeirra.“ Klippa: Simmi Vill hrærður yfir viðtali Sölva Tryggva Mál Sölva Tryggvasonar Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
„Ég held að þú þurfir að vera ómennskur ef þetta snertir þig ekki. Það er engin leið að setja sig í þessi spor að fá svona líkamsárás á mannorð þitt sem þetta er,“ segir Sigmar í samtali við Vísi. „Ég held að þetta fái okkur til að hugsa. Því miður þurfa ný mál að koma upp til að fá okkur til að hugsa okkur um, og svo líður tíminn og við beygjum aftur af leið, en svo kemur nýtt mál sem minnir okkur á þetta,“ segir Sigmar. Á hringrás sinni á Instagram í gær sýndi Sigmar frá sjálfum sér þegar hann horfði á þátt Sölva og grét með Sölva. Með því vildi Sigmar sýna þeim málstað stuðning að tilfinningar skipti máli. Sigmar brast í grát þegar hann fylgdist með þeim kafla þar sem Sölvi lýsti því þegar fjölskyldumeðlimir hans hefðu haft áhyggjur af því að hann færi sjálfum sér að voða. Þær áhyggjur urðu til eftir að sögusagnir urðu háværar í samfélaginu þess efnis að Sölvi hefði misþyrmt vændiskonu og verið handtekinn af lögreglu. Þær sögur eru þvættingur, sagði Sölvi. Sölvi hefur sýnt fram á málaskrá frá lögreglu þar sem fram kemur að lögreglan hafi engin afskipti haft af honum frá 1. apríl. Sölvi sagði í þætti sínum í gær að hann hefði þó sjálfur haft samband við lögreglu í marsmánuði vegna þess sem hann kallaði hótanir einstaklings um að valda honum mannorðsmissi. Sigmar segir á Instagram: „Maður veltir fyrir sér: Hvað er að okkur? Ég datt inn á kafla í viðtalinu sem var í rauninni stórkostlegur. Sölvi leyfir sér að sýna, ekki bara tilfinningar, heldur opnar hann sig. Mér finnst það hugrekki og mér finnst það styrkur, að hann skuli síðan gefa út þennan þátt. Ef fólk heldur að það sé kjánalegt að gráta, þá er það það ekki. Ég ætla að henda inn þessari upptöku núna sem ákveðinni stuðningsyfirlýsingu um það að tilfinningar eru mikilvægar og grátur er ein birtingarmynd þeirra.“ Klippa: Simmi Vill hrærður yfir viðtali Sölva Tryggva
Mál Sölva Tryggvasonar Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira