Biden vill bólusetja tólf til sautján ára sem allra fyrst Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 5. maí 2021 07:01 Biden hafði áður boðað að daglegt líf yrði komið í fastar skorður 4. júlí. epa/Alex Edelman Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti í gærkvöldi nýja áætlun sem miðar að því að búið verði að bólusetja 70 prósent allra fullorðinna Bandaríkjamanna fyrir þjóðhátíðardag landsins, fjórða júlí. Þá vill forsetinn bjóða upp á bóluefni fyrir börn á aldrinum tólf til sautján ára svo fljótt sem auðið er. Til að þetta gangi eftir þarf að vera búið að bólusetja 160 milljónir manna áður en fjórði júlí rennur upp og segja sérfræðingar það vel mögulegt, enda er búið að bólusetja um 105 milljónir nú þegar. Eins og staðan er í dag eru um það bil milljón einstaklingar bólusettir daglega í landinu. Það hefur hinsvegar hægt verulega á straumnum í bólusetningu undanfarnar vikur og segir Biden því mikilvægt að fá þá sem efast um gildi bólusetninga til að slást í hópinn. „Eftir tvo mánuði skulum við fagna sjálfstæði okkar sem þjóðar og sjálfstæði okkar frá þessari veiru. Við getum þetta. Við munum klára þetta,“ sagði forsetinn á mánudag. Stjórnvöld vestanhafs hafa opnað nýja vefsíðu til að aðstoða fólk við að finna stað þar sem það getur fengið bólusetningu. Þá hefur ný símaþjónusta einnig verið tekin í notkun, þar sem fólk getur gefið upp póstnúmer og fengið upplýsingar. Ef bandaríska matvæla- og lyfjastofnunin heimilar bólusetningar barna, verður hægt að nálgast þær hjá barnalæknum og í 15 þúsund lyfjaverslunum. Um 17 milljón Bandaríkjamenn eru á aldrinum tólf til fimmtán ára og hefur Anthony Fauci, yfirmaður bandarísku sóttvarnastofnunarinnar, sagt að líklega verði að bólusetja þann hóp áður en hægt verður að hverfa aftur til „eðlilegs lífs“. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Þá vill forsetinn bjóða upp á bóluefni fyrir börn á aldrinum tólf til sautján ára svo fljótt sem auðið er. Til að þetta gangi eftir þarf að vera búið að bólusetja 160 milljónir manna áður en fjórði júlí rennur upp og segja sérfræðingar það vel mögulegt, enda er búið að bólusetja um 105 milljónir nú þegar. Eins og staðan er í dag eru um það bil milljón einstaklingar bólusettir daglega í landinu. Það hefur hinsvegar hægt verulega á straumnum í bólusetningu undanfarnar vikur og segir Biden því mikilvægt að fá þá sem efast um gildi bólusetninga til að slást í hópinn. „Eftir tvo mánuði skulum við fagna sjálfstæði okkar sem þjóðar og sjálfstæði okkar frá þessari veiru. Við getum þetta. Við munum klára þetta,“ sagði forsetinn á mánudag. Stjórnvöld vestanhafs hafa opnað nýja vefsíðu til að aðstoða fólk við að finna stað þar sem það getur fengið bólusetningu. Þá hefur ný símaþjónusta einnig verið tekin í notkun, þar sem fólk getur gefið upp póstnúmer og fengið upplýsingar. Ef bandaríska matvæla- og lyfjastofnunin heimilar bólusetningar barna, verður hægt að nálgast þær hjá barnalæknum og í 15 þúsund lyfjaverslunum. Um 17 milljón Bandaríkjamenn eru á aldrinum tólf til fimmtán ára og hefur Anthony Fauci, yfirmaður bandarísku sóttvarnastofnunarinnar, sagt að líklega verði að bólusetja þann hóp áður en hægt verður að hverfa aftur til „eðlilegs lífs“.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira