Biden vill bólusetja tólf til sautján ára sem allra fyrst Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 5. maí 2021 07:01 Biden hafði áður boðað að daglegt líf yrði komið í fastar skorður 4. júlí. epa/Alex Edelman Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti í gærkvöldi nýja áætlun sem miðar að því að búið verði að bólusetja 70 prósent allra fullorðinna Bandaríkjamanna fyrir þjóðhátíðardag landsins, fjórða júlí. Þá vill forsetinn bjóða upp á bóluefni fyrir börn á aldrinum tólf til sautján ára svo fljótt sem auðið er. Til að þetta gangi eftir þarf að vera búið að bólusetja 160 milljónir manna áður en fjórði júlí rennur upp og segja sérfræðingar það vel mögulegt, enda er búið að bólusetja um 105 milljónir nú þegar. Eins og staðan er í dag eru um það bil milljón einstaklingar bólusettir daglega í landinu. Það hefur hinsvegar hægt verulega á straumnum í bólusetningu undanfarnar vikur og segir Biden því mikilvægt að fá þá sem efast um gildi bólusetninga til að slást í hópinn. „Eftir tvo mánuði skulum við fagna sjálfstæði okkar sem þjóðar og sjálfstæði okkar frá þessari veiru. Við getum þetta. Við munum klára þetta,“ sagði forsetinn á mánudag. Stjórnvöld vestanhafs hafa opnað nýja vefsíðu til að aðstoða fólk við að finna stað þar sem það getur fengið bólusetningu. Þá hefur ný símaþjónusta einnig verið tekin í notkun, þar sem fólk getur gefið upp póstnúmer og fengið upplýsingar. Ef bandaríska matvæla- og lyfjastofnunin heimilar bólusetningar barna, verður hægt að nálgast þær hjá barnalæknum og í 15 þúsund lyfjaverslunum. Um 17 milljón Bandaríkjamenn eru á aldrinum tólf til fimmtán ára og hefur Anthony Fauci, yfirmaður bandarísku sóttvarnastofnunarinnar, sagt að líklega verði að bólusetja þann hóp áður en hægt verður að hverfa aftur til „eðlilegs lífs“. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Innlent Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Innlent Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Innlent Steini frá Straumnesi látinn Innlent Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Innlent Óku á yfir 60 og missa ökuréttindin Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Kristrún missti af fundi með Selenskí Tók í spaðann á Trump: „Hann er nú heillandi, karlinn“ Segir Spánverja munu borga fyrir að borga ekki nóg Lögðu grunninn að „sterkara, sanngjarnara og banvænna“ NATO Telur engan vafa um að Bandaríkin verji bandamenn sína Biðst afsökunar á gyðingahatri Svíþjóðardemókrata Diddy ætlar ekki að bera vitni Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega 33 ára sósíalisti hafði betur gegn Cuomo í New York Bretar eignast aftur herþotur sem geta flutt kjarnorkuvopn Myndaveisla: Fyrsti dagur leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins Æsispennandi forval: Framtíð Demókrataflokksins gæti ráðist í New York Átök í Miðausturlöndum: „Erfitt að meta hvað er í raun og veru í gangi“ Ný skýrsla: Bandaríkjunum mistókst að eyðileggja kjarnorkumannvirki Írana „Þrátt fyrir allan þennan vígbúnað þá er þetta mjög vinalegt“ „Honum fylgir auðvitað ákveðinn ófyrirsjáanleiki“ Sjá meira
Þá vill forsetinn bjóða upp á bóluefni fyrir börn á aldrinum tólf til sautján ára svo fljótt sem auðið er. Til að þetta gangi eftir þarf að vera búið að bólusetja 160 milljónir manna áður en fjórði júlí rennur upp og segja sérfræðingar það vel mögulegt, enda er búið að bólusetja um 105 milljónir nú þegar. Eins og staðan er í dag eru um það bil milljón einstaklingar bólusettir daglega í landinu. Það hefur hinsvegar hægt verulega á straumnum í bólusetningu undanfarnar vikur og segir Biden því mikilvægt að fá þá sem efast um gildi bólusetninga til að slást í hópinn. „Eftir tvo mánuði skulum við fagna sjálfstæði okkar sem þjóðar og sjálfstæði okkar frá þessari veiru. Við getum þetta. Við munum klára þetta,“ sagði forsetinn á mánudag. Stjórnvöld vestanhafs hafa opnað nýja vefsíðu til að aðstoða fólk við að finna stað þar sem það getur fengið bólusetningu. Þá hefur ný símaþjónusta einnig verið tekin í notkun, þar sem fólk getur gefið upp póstnúmer og fengið upplýsingar. Ef bandaríska matvæla- og lyfjastofnunin heimilar bólusetningar barna, verður hægt að nálgast þær hjá barnalæknum og í 15 þúsund lyfjaverslunum. Um 17 milljón Bandaríkjamenn eru á aldrinum tólf til fimmtán ára og hefur Anthony Fauci, yfirmaður bandarísku sóttvarnastofnunarinnar, sagt að líklega verði að bólusetja þann hóp áður en hægt verður að hverfa aftur til „eðlilegs lífs“.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Innlent Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Innlent Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Innlent Steini frá Straumnesi látinn Innlent Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Innlent Óku á yfir 60 og missa ökuréttindin Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Kristrún missti af fundi með Selenskí Tók í spaðann á Trump: „Hann er nú heillandi, karlinn“ Segir Spánverja munu borga fyrir að borga ekki nóg Lögðu grunninn að „sterkara, sanngjarnara og banvænna“ NATO Telur engan vafa um að Bandaríkin verji bandamenn sína Biðst afsökunar á gyðingahatri Svíþjóðardemókrata Diddy ætlar ekki að bera vitni Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega 33 ára sósíalisti hafði betur gegn Cuomo í New York Bretar eignast aftur herþotur sem geta flutt kjarnorkuvopn Myndaveisla: Fyrsti dagur leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins Æsispennandi forval: Framtíð Demókrataflokksins gæti ráðist í New York Átök í Miðausturlöndum: „Erfitt að meta hvað er í raun og veru í gangi“ Ný skýrsla: Bandaríkjunum mistókst að eyðileggja kjarnorkumannvirki Írana „Þrátt fyrir allan þennan vígbúnað þá er þetta mjög vinalegt“ „Honum fylgir auðvitað ákveðinn ófyrirsjáanleiki“ Sjá meira