Sögðu sæta sögu af Söru frá því að hún vann Filthy 150 mótið á Írlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2021 08:30 Sara Sigmundsdóttir heillar alla upp úr skónum hvert sem hún fer hvort sem er með keppniskapi sínu eða vingjarnlegu viðmóti. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir er tilbúin að gefa af sér, bæði í keppni en líka eftir keppni. Sara er ein allra vinsælasta CrossFit kona heims og það er engin tilviljun. Ein af ástæðunum kom fram í spjalli Söru Sigmundsdóttur í hlaðvarpsþættinum Walk Le Mile. Það fór ekkert á milli mála að umsjónarmenn þáttarins Michele Letendre og Greg Lanctot eru aðdáendur Söru enda ekki annað en að hrífast af keppnisskapi og jákvæðni Suðurnesjakonunnar. Þátturinn byrjaði á einstakri sögu sem Greg Lanctot sagði af Söru þegar hún var að keppa á Filthy 150 mótinu á Írlandi árið 2019 en með sigri þar tryggði hún sér sér farseðil á heimsleikanna. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Filthy150 (@filthy150) Sara vann þarna glæsilegan sigur sem hafði auðvitað verið efni í heilan þátt en til umfjöllunar var það sem Sara gerði eftir keppnina. CrossFit áhugafólk á Írlandi fjölmennti á mótið og það var mikil stemmning á pöllunum. Sara heillaði alla upp úr skónum og það vildu allir sjá hana stíga upp á pall og fá verðlaunin. Það fór því enginn eftir að keppninni var lokið. Sara hafði þarna lokið erfiðri keppnishelgi þar sem hart var tekist á. Greg er það mjög minnisstætt að Sara gaf sér tíma með öllum sem vildu fá mynd eða eiginhandaráritun. Sara sinnti öllum sem vildu fá mynd eða áritun og eyddi líklega meiri en klukkutíma með aðdáendum sínum. Slíkt er allt annað en sjálfsagt hjá stórstjörnu eins og Söru sem hafði auk þess nýlokið þriggja daga harðri keppni. Hún var samt ekkert nema brosið og almennilegheitin og stækkaði um leið aðdáendahópinn sinn enn meira. Greg spurði Söru út í þessa stund í Dublin í þættinum. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að svarið var hundrað prósent Sara. „Ég hafði aldrei séð svona áður á móti sem þessu því hver einn og einasti fékk sinn tíma með þér og þetta tók þig örugglega meira en klukkutíma eða jafnvel einn og hálfan klukkutíma eftir keppni,“ sagði Greg Lanctot. „Ég lít á þetta þannig að það eru allir að hvetja mig áfram þegar ég er að keppa og hjálpa mér. Mér finnst þetta það minnsta sem ég get gert fyrir þau í staðinn. Ég þarf hvort sem er ekki að fara neitt eftir keppni. Það minnsta sem ég get gert að ganga milli áhorfendanna og ég fær að hitta nýtt fólk og taka af okkur myndir saman. Það er gaman fyrir mig að gleðja þá,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by Walk Le Mile (@walklemile) CrossFit Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sjá meira
Sara er ein allra vinsælasta CrossFit kona heims og það er engin tilviljun. Ein af ástæðunum kom fram í spjalli Söru Sigmundsdóttur í hlaðvarpsþættinum Walk Le Mile. Það fór ekkert á milli mála að umsjónarmenn þáttarins Michele Letendre og Greg Lanctot eru aðdáendur Söru enda ekki annað en að hrífast af keppnisskapi og jákvæðni Suðurnesjakonunnar. Þátturinn byrjaði á einstakri sögu sem Greg Lanctot sagði af Söru þegar hún var að keppa á Filthy 150 mótinu á Írlandi árið 2019 en með sigri þar tryggði hún sér sér farseðil á heimsleikanna. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Filthy150 (@filthy150) Sara vann þarna glæsilegan sigur sem hafði auðvitað verið efni í heilan þátt en til umfjöllunar var það sem Sara gerði eftir keppnina. CrossFit áhugafólk á Írlandi fjölmennti á mótið og það var mikil stemmning á pöllunum. Sara heillaði alla upp úr skónum og það vildu allir sjá hana stíga upp á pall og fá verðlaunin. Það fór því enginn eftir að keppninni var lokið. Sara hafði þarna lokið erfiðri keppnishelgi þar sem hart var tekist á. Greg er það mjög minnisstætt að Sara gaf sér tíma með öllum sem vildu fá mynd eða eiginhandaráritun. Sara sinnti öllum sem vildu fá mynd eða áritun og eyddi líklega meiri en klukkutíma með aðdáendum sínum. Slíkt er allt annað en sjálfsagt hjá stórstjörnu eins og Söru sem hafði auk þess nýlokið þriggja daga harðri keppni. Hún var samt ekkert nema brosið og almennilegheitin og stækkaði um leið aðdáendahópinn sinn enn meira. Greg spurði Söru út í þessa stund í Dublin í þættinum. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að svarið var hundrað prósent Sara. „Ég hafði aldrei séð svona áður á móti sem þessu því hver einn og einasti fékk sinn tíma með þér og þetta tók þig örugglega meira en klukkutíma eða jafnvel einn og hálfan klukkutíma eftir keppni,“ sagði Greg Lanctot. „Ég lít á þetta þannig að það eru allir að hvetja mig áfram þegar ég er að keppa og hjálpa mér. Mér finnst þetta það minnsta sem ég get gert fyrir þau í staðinn. Ég þarf hvort sem er ekki að fara neitt eftir keppni. Það minnsta sem ég get gert að ganga milli áhorfendanna og ég fær að hitta nýtt fólk og taka af okkur myndir saman. Það er gaman fyrir mig að gleðja þá,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by Walk Le Mile (@walklemile)
CrossFit Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sjá meira