Guardiola: Ég mun ekki segja eitt orð um PSG við leikmennina mína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2021 12:30 Pep Guardiola er búinn að bíða lengi eftir því að koma Manchester City alla leið í Meistaradeildinni. AP/Steve Paston Leikmenn Manchester City eiga að einbeita að sér sjálfum en ekki mótherjunum í Paris Saint-Germain í undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Manchester City er í dauðafæri að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í kvöld þegar franska liðið Paris Saint-Germain kemur í heimsókn á Etihad leikvanginn í seinni leik liðanna. City vann fyrri leikinn 2-1 í París. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sagði blaðamönnum frá því að hann ætli ekki að segja eitt orð um PSG við leikmennina sína í aðdraganda leiksins. With @ManCity one game away from reaching the @ChampionsLeague final, manager Pep Guardiola insists they will be only focusing on themselves as he refuses to even mention opponents @PSG_English ahead of Tuesday's semi-final second leg! #UCLhttps://t.co/yOyolxEryi— FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) May 4, 2021 „Við þurfum bara að einbeita okkur af því sem við þurfum að gera. Ég sagði ekki eitt orð um þá,“ sagði Pep Guardiola. Það hefur verið óvissa um þátttöku Kylian Mbappe, framherja PSG, í leiknum í kvöld en stjóri City er ekki í neinum vafa. „Hann mun spila þennan leik. Ég hlakka til að sjá hann spila. Fyrir fótboltann og fyrir leikinn þá vona ég að hann spili,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola calmer than ever as he bids to finally end Champions League semi-final hurt https://t.co/3LdnN0eFSi— The Independent (@Independent) May 3, 2021 „Þetta er í fyrsta sinn sem flestir okkar eru hér í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Ég veit hvað við erum að spila um. Í þessum leikjum þá máttu ekki vera með of mikið af tilfinningum. Þú þarft að vera rólegur og vita hvað þú átt að gera,“ sagði Guardiola. „Ég þarf ekki að segja neinum það hversu mikilvægt þetta er. Það vita allir hvort sem það eru leikmenn, þjálfarateymið, starfsmenn eða jafnvel kokkarnir,“ sagði Guardiola. Leikur Manchester City og Paris Saint-Germain hefst klukkan 19.00 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.15 á sömu stöð. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
Manchester City er í dauðafæri að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í kvöld þegar franska liðið Paris Saint-Germain kemur í heimsókn á Etihad leikvanginn í seinni leik liðanna. City vann fyrri leikinn 2-1 í París. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sagði blaðamönnum frá því að hann ætli ekki að segja eitt orð um PSG við leikmennina sína í aðdraganda leiksins. With @ManCity one game away from reaching the @ChampionsLeague final, manager Pep Guardiola insists they will be only focusing on themselves as he refuses to even mention opponents @PSG_English ahead of Tuesday's semi-final second leg! #UCLhttps://t.co/yOyolxEryi— FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) May 4, 2021 „Við þurfum bara að einbeita okkur af því sem við þurfum að gera. Ég sagði ekki eitt orð um þá,“ sagði Pep Guardiola. Það hefur verið óvissa um þátttöku Kylian Mbappe, framherja PSG, í leiknum í kvöld en stjóri City er ekki í neinum vafa. „Hann mun spila þennan leik. Ég hlakka til að sjá hann spila. Fyrir fótboltann og fyrir leikinn þá vona ég að hann spili,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola calmer than ever as he bids to finally end Champions League semi-final hurt https://t.co/3LdnN0eFSi— The Independent (@Independent) May 3, 2021 „Þetta er í fyrsta sinn sem flestir okkar eru hér í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Ég veit hvað við erum að spila um. Í þessum leikjum þá máttu ekki vera með of mikið af tilfinningum. Þú þarft að vera rólegur og vita hvað þú átt að gera,“ sagði Guardiola. „Ég þarf ekki að segja neinum það hversu mikilvægt þetta er. Það vita allir hvort sem það eru leikmenn, þjálfarateymið, starfsmenn eða jafnvel kokkarnir,“ sagði Guardiola. Leikur Manchester City og Paris Saint-Germain hefst klukkan 19.00 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.15 á sömu stöð. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira