Greindist með kórónuveiruna daginn fyrir úrslitaleik á EM: Keypti sér far með einkaflugvél heim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2021 09:01 Daninn Viktor Axelsen er frábær badminton spilari og hefur unnið verðlaun á ÓL, HM og EM. EPA-EFE/SERGEY DOLZHENKO Daninn Viktor Axelsen, einn besti badminton spilari heims, lenti um helgina í einni af verstu mögulegu martröð afreksmannsins á tímum kórónuveirunnar. Hann greindist með kórónuveiruna daginn fyrir úrslitaleik á Evrópumótinu. Viktor Axelsen varð þar með að gefa úrslitaleikinn og Daninn Anders Antonsen fékk því gullið án þess að spila úrslitaleikinn. Það er nóg um að gera hjá Viktori því hann er á fullu að undirbúa sig fyrir Ólympíuleika og þá er hann nýbúinn að eignast barn. Það var því önnur martröð fyrir hann að vera fastur. Evrópumótið fór fram í Úkraínu en Viktor vildi komast heim sem fyrst til að missa sem minnst úr undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana í Tókýó. Viktor ákvað því að kaupa sér far heim til Danmerkur með einkaflugvél. Hann hafði verið fastur á hótelherbergi sínum í Úkraínu síðan að hann greindist en hann hafði aðeins sýnt lítil einkenni. Kære allesammen. Sjúkrabíll flutti hann út á flugvöll þar sem einkaflugvélin beið eftir honum. Annar sjúkrabíll beið síðan eftir honum á flugvellinum í Danmörku. Viktor fór inn í sérstakan einangrunarklefa á meðan hann var fluttur á milli og passaði upp á allar sóttvarnarreglur. „Á þeim stað sem ég verð í einangrun í Danmörku hef ég kost á því að borða rétt og hreyfa mig eitthvað með lóðum og fleiru sem er erfitt að komast í hér. Ég get með því haldið við forminu mínu eins og hægt við þessar óvenjulegu kringumstæður,“ skrifaði Viktor Axelsen í langri færslu á fésbókarsíðu sinni. „Ég hef verið að undirbúa mig mjög lengi fyrir þátttöku mína í Ólympíuleikunum í Tokyo. Ólympíuleikar eru fyrir okkur íþróttamenn mjög sérstakur viðburður sem á sér bara stað á fjögurra ára fresti. Þess vegna er ég nú að reyna að gera það sem hægt er til að tryggja sé í sem bestri æfingu á Ólympíuleikunum,“ skrifaði Viktor eins og sjá má hér fyrir ofan. Axelsen skrifaði líka um það að vera í þeirri stöðu að geta komist heim til Danmerkur því það eru fáir útvaldir sem hafa efni á slíku. Viktor Axelsen er 27 ára gamall og vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hann varð heimsmeistari árið 2017 og Evrópumeistari bæði 2016 og 2018. Hann síðan auðvitað silfur á EM um helgina. Viktor og kærasta hans, Natalia Koch Rohde, eignuðust stelpu í október síðastliðinn. Badminton Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Danmörk Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira
Viktor Axelsen varð þar með að gefa úrslitaleikinn og Daninn Anders Antonsen fékk því gullið án þess að spila úrslitaleikinn. Það er nóg um að gera hjá Viktori því hann er á fullu að undirbúa sig fyrir Ólympíuleika og þá er hann nýbúinn að eignast barn. Það var því önnur martröð fyrir hann að vera fastur. Evrópumótið fór fram í Úkraínu en Viktor vildi komast heim sem fyrst til að missa sem minnst úr undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana í Tókýó. Viktor ákvað því að kaupa sér far heim til Danmerkur með einkaflugvél. Hann hafði verið fastur á hótelherbergi sínum í Úkraínu síðan að hann greindist en hann hafði aðeins sýnt lítil einkenni. Kære allesammen. Sjúkrabíll flutti hann út á flugvöll þar sem einkaflugvélin beið eftir honum. Annar sjúkrabíll beið síðan eftir honum á flugvellinum í Danmörku. Viktor fór inn í sérstakan einangrunarklefa á meðan hann var fluttur á milli og passaði upp á allar sóttvarnarreglur. „Á þeim stað sem ég verð í einangrun í Danmörku hef ég kost á því að borða rétt og hreyfa mig eitthvað með lóðum og fleiru sem er erfitt að komast í hér. Ég get með því haldið við forminu mínu eins og hægt við þessar óvenjulegu kringumstæður,“ skrifaði Viktor Axelsen í langri færslu á fésbókarsíðu sinni. „Ég hef verið að undirbúa mig mjög lengi fyrir þátttöku mína í Ólympíuleikunum í Tokyo. Ólympíuleikar eru fyrir okkur íþróttamenn mjög sérstakur viðburður sem á sér bara stað á fjögurra ára fresti. Þess vegna er ég nú að reyna að gera það sem hægt er til að tryggja sé í sem bestri æfingu á Ólympíuleikunum,“ skrifaði Viktor eins og sjá má hér fyrir ofan. Axelsen skrifaði líka um það að vera í þeirri stöðu að geta komist heim til Danmerkur því það eru fáir útvaldir sem hafa efni á slíku. Viktor Axelsen er 27 ára gamall og vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hann varð heimsmeistari árið 2017 og Evrópumeistari bæði 2016 og 2018. Hann síðan auðvitað silfur á EM um helgina. Viktor og kærasta hans, Natalia Koch Rohde, eignuðust stelpu í október síðastliðinn.
Badminton Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Danmörk Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira