Anníe Mist og Björgvin Karl þau einu sem væru inn á leikunum ef miðað væri við átta manna úrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2021 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir fer hér fyrir íslenska hópnum á heimsleikunum fyrir nokkrum árum. Instagram/@anniethorisdottir Íslenska CrossFit fólkið sem er komið áfram í undanúrslitamótin fyrir heimsleikana í CrossFit þurfa að gera enn betur en í átta manna úrslitunum ef þau ætla að komast á leikana. Undanúrslitamótin fara fram í júnímánuði og íslenska CrossFit fólkið þar af vinna sér þátttökurétt í gegnum mótin tvö sem fara fram í Evrópu. Mótin í Hollandi og Þýskalandi eru samt bæði netmót og því getur okkar fólki gert æfingarnar í sínum stöðvum. CrossFit samtökin settu upp átta manna úrslitin sem álfukeppnir en sextíu efstu frá Evrópu komust sem dæmi áfram bæði í karla- og kvennaflokki. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Til að hita upp fyrir undanúrslitin þá hafa CrossFit samtökin nú tekið það saman hvar hver hefði endað í samanburði við alla aðra í heiminum. Ísland á sjö flotta fulltrúa á undanúrslitamótunum en aðeins tvö þeirra enduðu með fjörutíu efstu. Það verða einmitt 40 karlar og 40 konur sem fá keppnisrétt á heimsleikunum í Madison í Wisconsin fylki í ágúst. Björgvin Karl Guðmundsson varð í 36. sæti yfir allan heiminn en hann endaði í fimmta sæti í Evrópu. Anníe Mist Þórisdóttir varð í 39. sæti yfir allan heiminn en hún endaði í níunda sæti í Evrópu. Katrín Tanja Davíðsdóttir endaði númer ellefu í Evrópu en það dugði henni bara í 47. sæti á heimsvísu. Hin sem komust áfram í undanúrslitin frá Íslandi eru Haraldur Holgersson, Þröstur Ólason, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir. Hér fyrir neðan má sjá frétt á Instagram síðu heimsleikanna í CrossFit um hvernig þetta hefði endað hefði verð raðað eftir heimsvísu en ekki eftir einstökum álfum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Heimsmeistarinn óstöðvandi Tia Clair Toomey-Orr hefði að sjálfsögðu endað í fyrsta sæti og landa hennar Kara Saunders varð önnur en þær tvær höfðu nokkra yfirburði. Þriðja var síðan Ungverjinn Laura Horváth sem varð efst í Evrópu. Anníe Mist og Kara Saunders eiga það sameiginlegt að vera nýlega orðnar mömmur sem gerir árangur þeirra enn eftirtektarverðari í þessari mjög svo líkamlega krefjandi íþrótt. Kara Saunders er á sínu öðru ári eftir barnsburð en Anníe Mist eignaðist stelpuna sína í ágúst síðastliðnum. Hjá körlunum varð Bandaríkjamaðurinn Travis Mayer efstur en hann varð á undan landa sínum Scott Panchik og Kanadamanninum Jeffrey Adler. Efsti Evrópumaðurinn var Bretinn Reggie Fasa sem náði fimmtánda besta árangrinum á heimsvísu. CrossFit Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira
Undanúrslitamótin fara fram í júnímánuði og íslenska CrossFit fólkið þar af vinna sér þátttökurétt í gegnum mótin tvö sem fara fram í Evrópu. Mótin í Hollandi og Þýskalandi eru samt bæði netmót og því getur okkar fólki gert æfingarnar í sínum stöðvum. CrossFit samtökin settu upp átta manna úrslitin sem álfukeppnir en sextíu efstu frá Evrópu komust sem dæmi áfram bæði í karla- og kvennaflokki. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Til að hita upp fyrir undanúrslitin þá hafa CrossFit samtökin nú tekið það saman hvar hver hefði endað í samanburði við alla aðra í heiminum. Ísland á sjö flotta fulltrúa á undanúrslitamótunum en aðeins tvö þeirra enduðu með fjörutíu efstu. Það verða einmitt 40 karlar og 40 konur sem fá keppnisrétt á heimsleikunum í Madison í Wisconsin fylki í ágúst. Björgvin Karl Guðmundsson varð í 36. sæti yfir allan heiminn en hann endaði í fimmta sæti í Evrópu. Anníe Mist Þórisdóttir varð í 39. sæti yfir allan heiminn en hún endaði í níunda sæti í Evrópu. Katrín Tanja Davíðsdóttir endaði númer ellefu í Evrópu en það dugði henni bara í 47. sæti á heimsvísu. Hin sem komust áfram í undanúrslitin frá Íslandi eru Haraldur Holgersson, Þröstur Ólason, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir. Hér fyrir neðan má sjá frétt á Instagram síðu heimsleikanna í CrossFit um hvernig þetta hefði endað hefði verð raðað eftir heimsvísu en ekki eftir einstökum álfum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Heimsmeistarinn óstöðvandi Tia Clair Toomey-Orr hefði að sjálfsögðu endað í fyrsta sæti og landa hennar Kara Saunders varð önnur en þær tvær höfðu nokkra yfirburði. Þriðja var síðan Ungverjinn Laura Horváth sem varð efst í Evrópu. Anníe Mist og Kara Saunders eiga það sameiginlegt að vera nýlega orðnar mömmur sem gerir árangur þeirra enn eftirtektarverðari í þessari mjög svo líkamlega krefjandi íþrótt. Kara Saunders er á sínu öðru ári eftir barnsburð en Anníe Mist eignaðist stelpuna sína í ágúst síðastliðnum. Hjá körlunum varð Bandaríkjamaðurinn Travis Mayer efstur en hann varð á undan landa sínum Scott Panchik og Kanadamanninum Jeffrey Adler. Efsti Evrópumaðurinn var Bretinn Reggie Fasa sem náði fimmtánda besta árangrinum á heimsvísu.
CrossFit Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira