„Engin stig fyrir kennitölur“ Sindri Sverrisson skrifar 1. maí 2021 21:37 Atli Sveinn Þórarinsson var svekktur yfir að fá ekki neitt út úr fyrsta leik sumarsins. vísir/daníel „Ég held að það væru mörg rauð spjöld ef þetta ætti að vera svona,“ sagði Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Fylkis, um vendipunktinn í tapleik liðsins gegn FH í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Unnar Steinn Ingvarsson fékk þá tvö gul spjöld með skömmu millibili og þar með rautt. FH vann leikinn 2-0 eftir að hafa komist yfir með marki úr víti í fyrri hálfleik og skorað snemma í seinni hálfleik. „Það er svekkjandi að fá á sig mark í gegnum miðja vörnina og bæði mörkin þeirra koma í raun þannig. Við þurfum að loka því betur en að sama skapi þurfum við líka að skapa meira, og ég hefði jafnvel viljað skapa meira eftir að við vorum orðnir manni færri. Að sama skapi verð ég að hrósa mínum mönnum fyrir mikið hjarta og mikinn kraft, og að hafa haldið út í svona langan tíma manni færri,“ sagði Atli Sveinn. Fylkismenn misstu nefnilega Unnar Stein af velli þegar enn voru tíu mínútur eftir af fyrri hálfleik. Hann fékk seinna gula spjaldið fyrir brot á Eggerti Gunnþóri Jónssyni í skalleinvígi. „Þetta voru tveir menn að hoppa upp í skallaeinvígi. Annar er 10 sentímetrum hærri og einhvers staðar verður hinn að hafa hendurnar. Ég held að það væru mörg rauð spjöld ef þetta ætti að vera svona en kannski er ég að gera mig að fífli því ég hef ekki séð þetta aftur í sjónvarpinu. Fyrra brotið var líka ódýrt fannst mér, en Elli [Erlendur Eiríksson] er góður dómari og mér fannst hann dæma leikinn vel en þetta voru samt atvik sem við erum ekki sáttir við,“ sagði Atli Sveinn. Ólafur vann samkeppnina við Aron Fylkismenn voru með afar ungt byrjunarlið en þeir voru án Ragnars Braga Sveinssonar og Daða Ólafssonar vegna leikbanns. Hinn 18 ára gamli Ólafur Kristófer Helgason fékk tækifæri í markinu á kostnað Arons Snæs Friðrikssonar: „Óli er bara búinn að standa sig vel. Það er samkeppni um allar stöður og við ákváðum að spila honum í dag. Óli spilaði vel eins og Hallur Húni vinstra megin,“ sagði Atli Sveinn en Fylkismenn kusu Hall Húna Þorsteinsson mann leiksins í sínum fyrsta leik í efstu deild. Hallur og Ólafur eru báðir 18 ára og alls voru sjö leikmenn í byrjunarliði Fylkis fæddir árið 2000. Þeir misstu ekki hausinn þrátt fyrir mótlætið í leiknum: „Nei, það er mikill kraftur í þessum strákum. En það eru engin stig fyrir kennitölur. Við þurfum að snúa bökum saman fyrir næsta leik og gera betur ef við ætlum að ná sigri á móti HK.“ Pepsi Max-deild karla Fylkir FH Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira
FH vann leikinn 2-0 eftir að hafa komist yfir með marki úr víti í fyrri hálfleik og skorað snemma í seinni hálfleik. „Það er svekkjandi að fá á sig mark í gegnum miðja vörnina og bæði mörkin þeirra koma í raun þannig. Við þurfum að loka því betur en að sama skapi þurfum við líka að skapa meira, og ég hefði jafnvel viljað skapa meira eftir að við vorum orðnir manni færri. Að sama skapi verð ég að hrósa mínum mönnum fyrir mikið hjarta og mikinn kraft, og að hafa haldið út í svona langan tíma manni færri,“ sagði Atli Sveinn. Fylkismenn misstu nefnilega Unnar Stein af velli þegar enn voru tíu mínútur eftir af fyrri hálfleik. Hann fékk seinna gula spjaldið fyrir brot á Eggerti Gunnþóri Jónssyni í skalleinvígi. „Þetta voru tveir menn að hoppa upp í skallaeinvígi. Annar er 10 sentímetrum hærri og einhvers staðar verður hinn að hafa hendurnar. Ég held að það væru mörg rauð spjöld ef þetta ætti að vera svona en kannski er ég að gera mig að fífli því ég hef ekki séð þetta aftur í sjónvarpinu. Fyrra brotið var líka ódýrt fannst mér, en Elli [Erlendur Eiríksson] er góður dómari og mér fannst hann dæma leikinn vel en þetta voru samt atvik sem við erum ekki sáttir við,“ sagði Atli Sveinn. Ólafur vann samkeppnina við Aron Fylkismenn voru með afar ungt byrjunarlið en þeir voru án Ragnars Braga Sveinssonar og Daða Ólafssonar vegna leikbanns. Hinn 18 ára gamli Ólafur Kristófer Helgason fékk tækifæri í markinu á kostnað Arons Snæs Friðrikssonar: „Óli er bara búinn að standa sig vel. Það er samkeppni um allar stöður og við ákváðum að spila honum í dag. Óli spilaði vel eins og Hallur Húni vinstra megin,“ sagði Atli Sveinn en Fylkismenn kusu Hall Húna Þorsteinsson mann leiksins í sínum fyrsta leik í efstu deild. Hallur og Ólafur eru báðir 18 ára og alls voru sjö leikmenn í byrjunarliði Fylkis fæddir árið 2000. Þeir misstu ekki hausinn þrátt fyrir mótlætið í leiknum: „Nei, það er mikill kraftur í þessum strákum. En það eru engin stig fyrir kennitölur. Við þurfum að snúa bökum saman fyrir næsta leik og gera betur ef við ætlum að ná sigri á móti HK.“
Pepsi Max-deild karla Fylkir FH Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira