Hálf öld liðin frá upphafi opinberrar þróunarsamvinnu á Íslandi Heimsljós 29. apríl 2021 13:03 Gunnisal Ólafur Björnsson hagfræðingur og þingmaður Sjálfstæðisflokksins var aðalhvatamaðurinn að sérstakri stofnun um aðstoð Íslands við þróunarlönd. Í þessum mánuði eru liðin fimmtíu ár frá því fyrstu lögin voru samþykkt á Alþingi um opinbera alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. „Komið skal á fót opinberri stofnun, er nefndist Aðstoð Íslands við þróunarlöndin“ sagði í fyrstu grein laganna. Ólafur Björnsson hagfræðingur og þingmaður Sjálfstæðisflokksins var aðalhvatamaðurinn að stofnuninni og flutti allmargar þingsályktunartillögur um þróunarsamvinnu, allt frá árinu 1965. Ólafur Björnsson hagfræðingur, guðfaðir íslenskrar þróunarsamvinnu. Almenningur, ekki síst menntaskólanemar og stúdentar, hafði á sjöunda áratugnum haft sig mikið í frammi og hvatt ríkið til að hefja formlega þróunarsamvinnu með svipuðum hætti og norrænu þjóðirnar. Samtökin „Herferð gegn hungri“ voru áberandi í umræðunni og haldnar voru svokallaðar „hungurvökur“ í skólum til að vekja athygli á nauðsyn þess að stutt væri við bakið á fátækum þjóðum. Aðstoð Íslands við þróunarlöndin tók formlega til starfa á árinu 1971 og starfaði í áratug. Fimm manna stjórn var kosin og komið á fót skrifstofu við Lindargötu 46 sem var til að byrja með opin einn dag í viku frá klukkan 13-17. Fyrstu verkefnin voru norræn þróunarsamvinnuverkefni, unnin með systurstofnunum á Norðurlöndum. Hlutverk stofnunarinnar var samkvæmt lögunum að „gera tillögur um hugsanlegar framkvæmdir í þágu þróunarlandanna, er kostaðar yrðu af íslenska ríkinu samkvæmt fjárlagaheimild, annað hvort eingöngu eða í samstarfi við önnur lönd, skipuleggja slíkar framkvæmdir og hafa eftirlit með þeim.“ Ísland var enn skilgreint þróunarríki á þessum tíma og það var ekki fyrr en árið 1976 sem ríkisstjórn Íslands afþakkaði styrk frá Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) með þeim rökum að „rétt þyki að Ísland sé frekar gefandi en þiggjandi að sjóðum Sameinuðu þjóðanna." Þróunarsamvinnustofnun Íslands tók við hlutverki „Aðstoðarinnar“ árið 1981 og starfaði óslitið til ársloka 2015 þegar stofnunin var lögð niður og starfsemi hennar færð yfir til utanríkisráðuneytisins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Utanríkismál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent
Í þessum mánuði eru liðin fimmtíu ár frá því fyrstu lögin voru samþykkt á Alþingi um opinbera alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. „Komið skal á fót opinberri stofnun, er nefndist Aðstoð Íslands við þróunarlöndin“ sagði í fyrstu grein laganna. Ólafur Björnsson hagfræðingur og þingmaður Sjálfstæðisflokksins var aðalhvatamaðurinn að stofnuninni og flutti allmargar þingsályktunartillögur um þróunarsamvinnu, allt frá árinu 1965. Ólafur Björnsson hagfræðingur, guðfaðir íslenskrar þróunarsamvinnu. Almenningur, ekki síst menntaskólanemar og stúdentar, hafði á sjöunda áratugnum haft sig mikið í frammi og hvatt ríkið til að hefja formlega þróunarsamvinnu með svipuðum hætti og norrænu þjóðirnar. Samtökin „Herferð gegn hungri“ voru áberandi í umræðunni og haldnar voru svokallaðar „hungurvökur“ í skólum til að vekja athygli á nauðsyn þess að stutt væri við bakið á fátækum þjóðum. Aðstoð Íslands við þróunarlöndin tók formlega til starfa á árinu 1971 og starfaði í áratug. Fimm manna stjórn var kosin og komið á fót skrifstofu við Lindargötu 46 sem var til að byrja með opin einn dag í viku frá klukkan 13-17. Fyrstu verkefnin voru norræn þróunarsamvinnuverkefni, unnin með systurstofnunum á Norðurlöndum. Hlutverk stofnunarinnar var samkvæmt lögunum að „gera tillögur um hugsanlegar framkvæmdir í þágu þróunarlandanna, er kostaðar yrðu af íslenska ríkinu samkvæmt fjárlagaheimild, annað hvort eingöngu eða í samstarfi við önnur lönd, skipuleggja slíkar framkvæmdir og hafa eftirlit með þeim.“ Ísland var enn skilgreint þróunarríki á þessum tíma og það var ekki fyrr en árið 1976 sem ríkisstjórn Íslands afþakkaði styrk frá Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) með þeim rökum að „rétt þyki að Ísland sé frekar gefandi en þiggjandi að sjóðum Sameinuðu þjóðanna." Þróunarsamvinnustofnun Íslands tók við hlutverki „Aðstoðarinnar“ árið 1981 og starfaði óslitið til ársloka 2015 þegar stofnunin var lögð niður og starfsemi hennar færð yfir til utanríkisráðuneytisins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Utanríkismál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent