Solskjær um ummæli sín um Roma: „Ekki virðingarleysi“ Anton Ingi Leifsson skrifar 29. apríl 2021 07:01 Ole Gunnar Solskjær vonast til að koma Manchester United skrefi nær úrslitaleik í kvöld. Getty/Matthew Peters Fyrir nokkru síðan sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man. United, að hann þekkti ekki Roma-liðið og vissi ekki hvað biði United í Evrópudeildinni. Þessi ummæli lét hann falla eftir síðari leikinn gegn Granada í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar en stuðningsmenn Roma voru allt annað en sáttir við þetta. Þeir hengdu borða upp fyrir utan æfingasvæði Roma í gær, fyrir brottför liðsins til Englands, þar sem var mynd af Solskjær og leikmennirnir hvattir til þess að láta hann muna eftir Roma. Á blaðamannafundi gærdagsins var Solskjær svo spurður út í þessi ummæli og þar fékk Norðmaðurinn tækifæri til þess að útskýra mál sitt. „Auðvitað hafði ég séð þá spila en ég hafði ekki greint þá og farið ítarlega yfir þá,“ sagði Solskjær við Sky Sports. „Þetta er frábært félag með mikla sögu. Ég er með tvær treyjur heima frá Totti og De Rossi sem ég skipti við þá. Ég þekki sögu þeirra og gæði.“ „Chris Smalling var þarna á síðasta ári svo við fylgdumst með. Nú höfum við greint þá og við erum klárir.“ „Þetta var ekki virðingarleysi á neinn hátt og ég held að allir viti það. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim,“ bætti Solskjær við. Leikurinn hefst klukkan 19.00 á Old Trafford í kvöld og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Ole Gunnar Solskjaer says he 'meant no disrespect' to Roma after 'I don't know them' comments https://t.co/933NZkBGYV— MailOnline Sport (@MailSport) April 28, 2021 Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira
Þessi ummæli lét hann falla eftir síðari leikinn gegn Granada í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar en stuðningsmenn Roma voru allt annað en sáttir við þetta. Þeir hengdu borða upp fyrir utan æfingasvæði Roma í gær, fyrir brottför liðsins til Englands, þar sem var mynd af Solskjær og leikmennirnir hvattir til þess að láta hann muna eftir Roma. Á blaðamannafundi gærdagsins var Solskjær svo spurður út í þessi ummæli og þar fékk Norðmaðurinn tækifæri til þess að útskýra mál sitt. „Auðvitað hafði ég séð þá spila en ég hafði ekki greint þá og farið ítarlega yfir þá,“ sagði Solskjær við Sky Sports. „Þetta er frábært félag með mikla sögu. Ég er með tvær treyjur heima frá Totti og De Rossi sem ég skipti við þá. Ég þekki sögu þeirra og gæði.“ „Chris Smalling var þarna á síðasta ári svo við fylgdumst með. Nú höfum við greint þá og við erum klárir.“ „Þetta var ekki virðingarleysi á neinn hátt og ég held að allir viti það. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim,“ bætti Solskjær við. Leikurinn hefst klukkan 19.00 á Old Trafford í kvöld og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Ole Gunnar Solskjaer says he 'meant no disrespect' to Roma after 'I don't know them' comments https://t.co/933NZkBGYV— MailOnline Sport (@MailSport) April 28, 2021 Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira