Guardiola svaf ekki vegna áhyggja af Neymar og Mbappe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2021 09:30 Kylian Mbappe og Neymar hafa skorað saman fjórtán mörk í Meistaradeildinni og alls 51 mark saman í öllum keppnum. Getty/John Berry Knattspyrnustjóri Manchester City hefur miklar áhyggjur af framherjapari Paris Saint Germain fyrir Meistaradeildarleik liðanna í kvöld. Hann er viss um að Barcelona hefði unnið Meistaradeildina oftar með Neymar. Manchester City mætir Paris Saint Germain í kvöld í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Bæði liðin hafa beðið lengi eftir því að vinna Meistaradeildina en það hefur ekki tekist hingað til þrátt fyrir vel mönnuð lið. Neymar og Kylian Mbappé eru frábærir sóknarmenn og tveir af þeim bestu í heimi. Það er því ekkert grín að eiga við þá þegar þeir spila hlið við hlið í framlínu Paris Saint Germain. Barcelona 'would have won two or three Champions Leagues' if Neymar didn't leave for PSG, claims Pep Guardiola https://t.co/4w9bKsJ8my— MailOnline Sport (@MailSport) April 27, 2021 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ræddi tvær stærstu stjörnur franska liðsins á blaðamannafundi fyrir leikinn sem var haldinn í gær. „Þessir tveir hafa eiginlega of mikið af hæfileikum,“ sagði Pep Guardiola léttur. Kylian Mbappé er með 37 mörk og 10 stoðsendingar í 42 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu en Neymar er með 14 mörk og 9 stoðsendingar í 24 leikjum. Í Meistaradeildinni er Mbappé með 8 mörk og 3 stoðsendingar í 9 leikjum en Neymar er með 6 mörk og 3 stoðsendingar í 7 leikjum. „Ég reyndi að sofa vel í síðustu nótt og það tókst ekki fyrr en ég hætti að hugsa um þessa tvo. Þetta eru tveir ótrúlegir leikmenn. Við erum tilbúnir í það að stoppa þá og verjast þeim sem eitt lið. Við ætlum líka að spila góðan fótbolta og reyna að skora mörk,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola explains how Man City plan to stop Neymar and Kylian Mbappe #mcfc https://t.co/uR8tXajVqF— Manchester City News (@ManCityMEN) April 27, 2021 Guardiola mætti Neymar fyrst þegar brasilíski framherjinn spilaði með Santos á móti Barcelona í heimsmeistarakeppni félagsliða árið 2011. „Það er gaman að fylgjast með honum sem áhorfandi en hann er með alla Brasilíu á herðunum og það er ekki auðvelt að vera númer tíu hjá Brasilíumönnum,“ sagði Guardiola. „Ég er viss um að ef hann hefði verið áfram hjá Barcelona þá væri félagið búið að vinna Meistaradeildina tvisvar eða þrisvar sinnum í viðbót. Neymar, [Lionel] Messi og [Luis] Suarez voru besta þríeyki sem ég hef séð,“ sagði Guardiola. Leikur Paris Saint Germain og Manchester City hefst klukkan 19.00 og hefst bein útsending á Stöð 2 Sport 2 klukkan 18.50. Upphitun fyrir leikinn verður á sömu stöð frá 18.15. " I tried to sleep well and I slept well when I wasn't thinking of them"Pep Guardiola is weary on facing Mbappe and Neymar pic.twitter.com/1LqlXDL9vs— Football Daily (@footballdaily) April 27, 2021 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Fleiri fréttir Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Sjá meira
Manchester City mætir Paris Saint Germain í kvöld í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Bæði liðin hafa beðið lengi eftir því að vinna Meistaradeildina en það hefur ekki tekist hingað til þrátt fyrir vel mönnuð lið. Neymar og Kylian Mbappé eru frábærir sóknarmenn og tveir af þeim bestu í heimi. Það er því ekkert grín að eiga við þá þegar þeir spila hlið við hlið í framlínu Paris Saint Germain. Barcelona 'would have won two or three Champions Leagues' if Neymar didn't leave for PSG, claims Pep Guardiola https://t.co/4w9bKsJ8my— MailOnline Sport (@MailSport) April 27, 2021 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ræddi tvær stærstu stjörnur franska liðsins á blaðamannafundi fyrir leikinn sem var haldinn í gær. „Þessir tveir hafa eiginlega of mikið af hæfileikum,“ sagði Pep Guardiola léttur. Kylian Mbappé er með 37 mörk og 10 stoðsendingar í 42 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu en Neymar er með 14 mörk og 9 stoðsendingar í 24 leikjum. Í Meistaradeildinni er Mbappé með 8 mörk og 3 stoðsendingar í 9 leikjum en Neymar er með 6 mörk og 3 stoðsendingar í 7 leikjum. „Ég reyndi að sofa vel í síðustu nótt og það tókst ekki fyrr en ég hætti að hugsa um þessa tvo. Þetta eru tveir ótrúlegir leikmenn. Við erum tilbúnir í það að stoppa þá og verjast þeim sem eitt lið. Við ætlum líka að spila góðan fótbolta og reyna að skora mörk,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola explains how Man City plan to stop Neymar and Kylian Mbappe #mcfc https://t.co/uR8tXajVqF— Manchester City News (@ManCityMEN) April 27, 2021 Guardiola mætti Neymar fyrst þegar brasilíski framherjinn spilaði með Santos á móti Barcelona í heimsmeistarakeppni félagsliða árið 2011. „Það er gaman að fylgjast með honum sem áhorfandi en hann er með alla Brasilíu á herðunum og það er ekki auðvelt að vera númer tíu hjá Brasilíumönnum,“ sagði Guardiola. „Ég er viss um að ef hann hefði verið áfram hjá Barcelona þá væri félagið búið að vinna Meistaradeildina tvisvar eða þrisvar sinnum í viðbót. Neymar, [Lionel] Messi og [Luis] Suarez voru besta þríeyki sem ég hef séð,“ sagði Guardiola. Leikur Paris Saint Germain og Manchester City hefst klukkan 19.00 og hefst bein útsending á Stöð 2 Sport 2 klukkan 18.50. Upphitun fyrir leikinn verður á sömu stöð frá 18.15. " I tried to sleep well and I slept well when I wasn't thinking of them"Pep Guardiola is weary on facing Mbappe and Neymar pic.twitter.com/1LqlXDL9vs— Football Daily (@footballdaily) April 27, 2021 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Fleiri fréttir Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn