Hazard-ljósin gætu loks kviknað í kvöld gegn liðinu þar sem þau loguðu skært Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2021 14:01 Eden Hazard á ferðinni gegn Real Betis um helgina. Getty/Manu Reino Eftir að hafa spilað svo vel hjá Chelsea og verið einn albesti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefur Eden Hazard verið í felum í Madrídarborg. Það gæti hugsanlega breyst í kvöld þegar Real Madrid og Chelsea mætast í fyrri leik sínum í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hazard var seldur fyrir fúlgur fjár frá Chelsea til Real fyrir tveimur árum. Þá hafði hann meðal annars verið valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2014-15, orðið tvisvar Englandsmeistari og skorað 110 mörk á sjö leiktíðum. Hjá Real hefur Hazard skorað fjögur mörk. Ástæðan fyrir því hve Hazard hefur gengið illa er fyrst og fremst tíð og erfið meiðsli. Ekki bara langvinn ökklameiðsli heldur auk þess tognanir í lærum, kálfum og nára. Þess vegna hefur hann bara náð að byrja 20 leiki í spænsku 1. deildinni, á tveimur leiktíðum. Hazard hefur hins vegar fengið góðan tíma til að jafna sig af síðustu meiðslum. Hann fékk að sitja hjá í einvíginu gegn Liverpool í 8-liða úrslitum en hefur getað æft af fullum krafti undanfarið. Hann lék svo sinn fyrsta leik í yfir 40 daga, í markalausa jafnteflinu gegn Real Betis um helgina. Belginn kom inn á þegar korter var eftir en náði ekki frekar en aðrir að tryggja Real nauðsynlegan sigur. „Hann var með neista, orku. Hann fann engan sársauka og tilfinningin er góð,“ sagði Zinedine Zidane, þjálfari Real. Markvörðurinn Thibaut Courtois, sem var liðsfélagi Hazards hjá Chelsea, tók í sama streng: „Maður gat séð það að hann er í góðu formi. Hann hefur æft með okkur síðustu 2-3 vikur og litið afskaplega vel út,“ sagði Courtois. Hazard var algjör hetja hjá Chelsea og missti aðeins af 18 leikjum vegna meiðsla allan þann tíma sem hann var hjá félaginu. Hann hefur þegar misst af 45 leikjum hjá Real og líklegt verður að teljast að hann verði á varamannabekknum í kvöld, að minnsta kosti framan af leik. Leikur Real Madrid og Chelsea er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 19 í kvöld. Upphitun hefst kl. 18.15. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Hazard var seldur fyrir fúlgur fjár frá Chelsea til Real fyrir tveimur árum. Þá hafði hann meðal annars verið valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2014-15, orðið tvisvar Englandsmeistari og skorað 110 mörk á sjö leiktíðum. Hjá Real hefur Hazard skorað fjögur mörk. Ástæðan fyrir því hve Hazard hefur gengið illa er fyrst og fremst tíð og erfið meiðsli. Ekki bara langvinn ökklameiðsli heldur auk þess tognanir í lærum, kálfum og nára. Þess vegna hefur hann bara náð að byrja 20 leiki í spænsku 1. deildinni, á tveimur leiktíðum. Hazard hefur hins vegar fengið góðan tíma til að jafna sig af síðustu meiðslum. Hann fékk að sitja hjá í einvíginu gegn Liverpool í 8-liða úrslitum en hefur getað æft af fullum krafti undanfarið. Hann lék svo sinn fyrsta leik í yfir 40 daga, í markalausa jafnteflinu gegn Real Betis um helgina. Belginn kom inn á þegar korter var eftir en náði ekki frekar en aðrir að tryggja Real nauðsynlegan sigur. „Hann var með neista, orku. Hann fann engan sársauka og tilfinningin er góð,“ sagði Zinedine Zidane, þjálfari Real. Markvörðurinn Thibaut Courtois, sem var liðsfélagi Hazards hjá Chelsea, tók í sama streng: „Maður gat séð það að hann er í góðu formi. Hann hefur æft með okkur síðustu 2-3 vikur og litið afskaplega vel út,“ sagði Courtois. Hazard var algjör hetja hjá Chelsea og missti aðeins af 18 leikjum vegna meiðsla allan þann tíma sem hann var hjá félaginu. Hann hefur þegar misst af 45 leikjum hjá Real og líklegt verður að teljast að hann verði á varamannabekknum í kvöld, að minnsta kosti framan af leik. Leikur Real Madrid og Chelsea er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 19 í kvöld. Upphitun hefst kl. 18.15. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira