Bayern mistókst að tryggja sér titilinn Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2021 15:34 Robin Quaison skoraði það sem reyndist sigurmarkið. Getty Images/Alexander Scheuber Bayern München tapaði óvænt 2-1 fyrir fallbaráttuliði Mainz í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag er fjórir leikir fóru fram. Mainz steig stórt skref frá fallsvæðinu með sigrinum. Bæjarar voru fyrir leikinn með 71 stig á toppi deildarinnar, með tíu stiga forskot á RB Leipzig, þegar tólf stig voru í pottinum. Ljóst var að Leipzig gæti ekki náð Bayern hefðu þeir síðarnefndu unnið í dag. Það varð þó snemma ljóst að Bayern myndi þurfa að hafa fyrir hlutunum í dag. Jonathan Burkhardt kom Mainz í forystu strax á þriðju mínútu og Svíinn Robin Quaison tvöfaldaði forystuna átta mínútum fyrir leikhlé. Ekki tókst Bæjurum að setja sitt mark á leikinn fyrr en í lok uppbótartíma þegar Robert Lewandowski skoraði sárabótarmark. Mainz vann því 2-1 og frestaði fagnaðarlátum Bæjara, um stundarsakir hið minnsta. Leipzig mætir Stuttgart á morgun þar sem sigur heldur veikum vonum þeirra um titil á lífi. Mainz fer upp í 12. sæti með 34 stig með sigrinum, fimm stigum frá Köln sem er í umspilssæti um fall úr deildinni. Tíu leikmenn Dortmund sækja að Meistaradeildarsæti Í Wolfsburg tóku heimamenn á móti Borussia Dortmund. Erling Braut Håland skoraði þær bæði mörk gestanna í 2-0 sigri, sem náðist þrátt fyrir að Dortmund hefði spilað með tíu menn gegn ellefu leikmönnum Wolfsburgar síðasta hálftímann. Enska ungstirnið Jude Bellingham fékk að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt, á 59. mínútu í stöðunni 1-0 en Håland skoraði sitt annað mark aðeins fjórum mínútum síðar. Dortmund er eftur sigurinn með 55 stig í 5. sæti deildarinnar, stigi á eftir Eintracht Frankfurt sem er í fjórða sæti. Frankfurt mætir Bayer Leverkusen klukkan 16:30 í dag. Union Berlin vann þá 3-1 sigur á Werder Bremen og Freiburg og Hoffenheim skildu jöfn 1-1. Þýski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Bæjarar voru fyrir leikinn með 71 stig á toppi deildarinnar, með tíu stiga forskot á RB Leipzig, þegar tólf stig voru í pottinum. Ljóst var að Leipzig gæti ekki náð Bayern hefðu þeir síðarnefndu unnið í dag. Það varð þó snemma ljóst að Bayern myndi þurfa að hafa fyrir hlutunum í dag. Jonathan Burkhardt kom Mainz í forystu strax á þriðju mínútu og Svíinn Robin Quaison tvöfaldaði forystuna átta mínútum fyrir leikhlé. Ekki tókst Bæjurum að setja sitt mark á leikinn fyrr en í lok uppbótartíma þegar Robert Lewandowski skoraði sárabótarmark. Mainz vann því 2-1 og frestaði fagnaðarlátum Bæjara, um stundarsakir hið minnsta. Leipzig mætir Stuttgart á morgun þar sem sigur heldur veikum vonum þeirra um titil á lífi. Mainz fer upp í 12. sæti með 34 stig með sigrinum, fimm stigum frá Köln sem er í umspilssæti um fall úr deildinni. Tíu leikmenn Dortmund sækja að Meistaradeildarsæti Í Wolfsburg tóku heimamenn á móti Borussia Dortmund. Erling Braut Håland skoraði þær bæði mörk gestanna í 2-0 sigri, sem náðist þrátt fyrir að Dortmund hefði spilað með tíu menn gegn ellefu leikmönnum Wolfsburgar síðasta hálftímann. Enska ungstirnið Jude Bellingham fékk að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt, á 59. mínútu í stöðunni 1-0 en Håland skoraði sitt annað mark aðeins fjórum mínútum síðar. Dortmund er eftur sigurinn með 55 stig í 5. sæti deildarinnar, stigi á eftir Eintracht Frankfurt sem er í fjórða sæti. Frankfurt mætir Bayer Leverkusen klukkan 16:30 í dag. Union Berlin vann þá 3-1 sigur á Werder Bremen og Freiburg og Hoffenheim skildu jöfn 1-1.
Þýski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira