Lyon ætlar að hjálpa Söru Björk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2021 10:30 Sara Björk Gunnarsdóttir hitar hér upp fyrir leik með Olympique Lyon í Meistaradeildinni í fyrra. Getty/Alex Caparros Lyon ætlar að geta allt í sínu valdi til að auðvelda íslenska landsliðsfyrirliðanum Söru Björk Gunnarsdóttur að komast aftur inn á fótboltavöllinn eftir að hún eignast sitt fyrsta barn í lok ársins. Franska félagið Olympique Lyon óskaði Söru Björk Gunnarsdóttur til hamingju með stóru fréttirnar hennar á síðasta vetrardegi en þar tilkynnti íslenski landsliðsfyrirliðinn heiminum að hún ætti von á barni í nóvember. Lyon segir frá óléttu Söru Bjarkar á miðlum sínum og þar er líka tekið fram að samningur Söru sé til ársins 2022. Í tilkynningu Lyon kemur fram að Sara Björk sé nú á leiðinni til Íslands þar sem að hún muni eyða næstu mánuðum með kærastanum Árna Vilhjálmssyni og fjölskyldu sinni. Lyon ætlar jafnframt að gera allt í sínu valdi til að búa til sem bestu aðstæður fyrir Söru Björk að koma aftur til baka inn á völlinn eftir barnsburðarfríið. View this post on Instagram A post shared by Olympique Lyonnais (@ol) „Olympique Lyon vill óska leikmanni sínum Söru Björk Gunnarsdóttur og manni hennar til hamingju með ánægjulegan endi á árinu 2021,“ segir í upphafi tilkynningarinnar frá Olympique Lyon. „Eftir að Sara hafði greint styrktaraðilum sínum og félaginu frá fréttunum þá sagði hún frá fréttunum á samfélagsmiðlum sínum á miðvikudagskvöldið. Allt félagið, starfsmennirnir og liðsfélagar hennar fagna þessum fréttum og óska miðjumanninum alls hins besta en hún er með samning við OL til júní 2022,“ segir á Instagram síðu Lyon. „Til að klára meðgöngu sína þá hefur Sara yfirgefið félagið til að hitta fyrir sambýlismann sinn og ættingja á Íslandi. Hún verður því ekki til taks næstu mánuðina. Olympique Lyon óskar Söru enn á ný til hamingju og við munum geta allt sem við getum til að hjálpa henni við að skipuleggja endurkomu sína við bestu aðstæður í boði,“ segir í tilkynningu Lyon eins og sjá má hér fyrir ofan. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Sjá meira
Franska félagið Olympique Lyon óskaði Söru Björk Gunnarsdóttur til hamingju með stóru fréttirnar hennar á síðasta vetrardegi en þar tilkynnti íslenski landsliðsfyrirliðinn heiminum að hún ætti von á barni í nóvember. Lyon segir frá óléttu Söru Bjarkar á miðlum sínum og þar er líka tekið fram að samningur Söru sé til ársins 2022. Í tilkynningu Lyon kemur fram að Sara Björk sé nú á leiðinni til Íslands þar sem að hún muni eyða næstu mánuðum með kærastanum Árna Vilhjálmssyni og fjölskyldu sinni. Lyon ætlar jafnframt að gera allt í sínu valdi til að búa til sem bestu aðstæður fyrir Söru Björk að koma aftur til baka inn á völlinn eftir barnsburðarfríið. View this post on Instagram A post shared by Olympique Lyonnais (@ol) „Olympique Lyon vill óska leikmanni sínum Söru Björk Gunnarsdóttur og manni hennar til hamingju með ánægjulegan endi á árinu 2021,“ segir í upphafi tilkynningarinnar frá Olympique Lyon. „Eftir að Sara hafði greint styrktaraðilum sínum og félaginu frá fréttunum þá sagði hún frá fréttunum á samfélagsmiðlum sínum á miðvikudagskvöldið. Allt félagið, starfsmennirnir og liðsfélagar hennar fagna þessum fréttum og óska miðjumanninum alls hins besta en hún er með samning við OL til júní 2022,“ segir á Instagram síðu Lyon. „Til að klára meðgöngu sína þá hefur Sara yfirgefið félagið til að hitta fyrir sambýlismann sinn og ættingja á Íslandi. Hún verður því ekki til taks næstu mánuðina. Olympique Lyon óskar Söru enn á ný til hamingju og við munum geta allt sem við getum til að hjálpa henni við að skipuleggja endurkomu sína við bestu aðstæður í boði,“ segir í tilkynningu Lyon eins og sjá má hér fyrir ofan.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Sjá meira