„Hann sótti okkur edrú, en svo bara datt hann í það“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. apríl 2021 13:31 Gunnar Smári Egilsson fer um víðan völl í samtali við Sölva Tryggvason. Gunnar Smári Egilsson er þrautreyndur blaðamaður, útgefandi og ritstjóri en hann er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Í þættinum lýsir hann upphafsárum Fréttablaðsins og tímanum þegar Jón Ásgeir kom inn sem eigandi og blaðið náði hápunkti. „Þegar Morgunblaðið lenti í vandræðum á þriðja áratugnum í Reykjavík, fóru eigendurnir til kaupmanna og bentu þeim á að það væru sameiginlegir hagsmunir þeirra að blaðið myndi lifa. Þeir þyrftu að ná til almennings og kaupmennirnir sáu það og hentu peningum í Moggann til að þeir myndu lifa. Þegar við nálguðumst Jón Ásgeir var það á sömu forsendum. Ragnar Tómasson þekkti Jón og hann hefur lýst þessum fundi þannig að það hafi tekið Jón Ásgeir 2 mínútur að samþykkja þetta,” segir Gunnar Smári, sem segist ekki bjartsýnn á að Fréttablaðið lifi í þeim miklu breytingum sem hafa orðið á auglýsingamarkaði. „Ég held að Fréttablaðið hljóti að hætta á þessu ári. Ég hef ekki nokkra trú á að það sé rekstrargrundvöllur fyrir þessu. Lesturinn er kominn niður í 40 prósent á höfuðborgarsvæðinu.” Gunnar Smári segir að fjölmiðlaumhverfi Íslands hafi á vissan hátt breyst í valdatíð Davíðs Oddssonar. Illa nestaður „Davíð Oddsson upplifði að allt fjölmiðlaumhverfi landsins væri á móti honum, eins og Donald Trump, þeir byrja að koma sínu fólki inn í Ríkisútvarpið og frá 1991 hafa allir útvarpsstjórar farið þangað inn með samþykki Sjálfstæðisflokksins. Hannes Hólmsteinn sagði mér það og hreykti sér af því í kringum aldamótin að það hefði aldrei verið ráðinn maður inn á Ríkisútvarpið án þess að hann hefði blessað það. Þeir ætluðu ekki að lenda í því að þarna væru einhverjir kommúnistar. Svo var eitt trixið að sameina fréttastofur útvarpsins, sem var alltaf pínulítið til vinstri og fréttastofu sjónvarpsins.“ Í þættinum lýsir Gunnar Smári því meðal annars hvernig hann kom illa nestaður út úr æskunni. „Ég er alinn upp við fátækt, en líka alkóhólisma föður míns og ég er meira brenndur af því, heldur en fátæktinni. Eins og mörg börn sem alast upp í fátækt, áttar maður sig ekki á því hvað maður er fátækur. Ég man eftir skömm yfir því að eiga ekki ný föt og vera í bættum fötum af bræðrum mínum, í skóm með götum og að vera alltaf votur í fæturna. Ég kem út úr æskunni illa nestaður og með mikla skömm yfir bæði fátæktinni og sjúkdóm föður míns. En mér finnst það vera meira tengt alkóhólismanum, af því að ég var oft með föður mínum þegar hann var drukkinn og hefðu þurft að fá aðstoð, en fékk bara hlátur og fleira þess háttar. Ég man eftir senum þar sem hann lá í jörðinni og fólk gekk bara yfir hann og hló og ég hef örugglega þróað með mér ótta við múginn út frá þessum atvikum. Hann sótti okkur edrú, en svo bara datt hann í það og ég man eftir furðulegum senum, í bíói, Viðeyjarferjunni og tjaldi á Laugavatni. Ég held að ef fólk sæi 6-7 ára gamalt barn í þessum aðstæðum með foreldri sínu í dag myndi það koma og hjálpa. En á þessum tíma var þetta bara eins og heimilisofbeldi og fleira, þetta var bara einkamál.” Í þættinum ræða Sölvi og Gunnar um feril Gunnars Smára, íslenska fjölmiðla í gegnum tíðina, samfélagsgerðina, fátækt á Íslandi og margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Sjá meira
Í þættinum lýsir hann upphafsárum Fréttablaðsins og tímanum þegar Jón Ásgeir kom inn sem eigandi og blaðið náði hápunkti. „Þegar Morgunblaðið lenti í vandræðum á þriðja áratugnum í Reykjavík, fóru eigendurnir til kaupmanna og bentu þeim á að það væru sameiginlegir hagsmunir þeirra að blaðið myndi lifa. Þeir þyrftu að ná til almennings og kaupmennirnir sáu það og hentu peningum í Moggann til að þeir myndu lifa. Þegar við nálguðumst Jón Ásgeir var það á sömu forsendum. Ragnar Tómasson þekkti Jón og hann hefur lýst þessum fundi þannig að það hafi tekið Jón Ásgeir 2 mínútur að samþykkja þetta,” segir Gunnar Smári, sem segist ekki bjartsýnn á að Fréttablaðið lifi í þeim miklu breytingum sem hafa orðið á auglýsingamarkaði. „Ég held að Fréttablaðið hljóti að hætta á þessu ári. Ég hef ekki nokkra trú á að það sé rekstrargrundvöllur fyrir þessu. Lesturinn er kominn niður í 40 prósent á höfuðborgarsvæðinu.” Gunnar Smári segir að fjölmiðlaumhverfi Íslands hafi á vissan hátt breyst í valdatíð Davíðs Oddssonar. Illa nestaður „Davíð Oddsson upplifði að allt fjölmiðlaumhverfi landsins væri á móti honum, eins og Donald Trump, þeir byrja að koma sínu fólki inn í Ríkisútvarpið og frá 1991 hafa allir útvarpsstjórar farið þangað inn með samþykki Sjálfstæðisflokksins. Hannes Hólmsteinn sagði mér það og hreykti sér af því í kringum aldamótin að það hefði aldrei verið ráðinn maður inn á Ríkisútvarpið án þess að hann hefði blessað það. Þeir ætluðu ekki að lenda í því að þarna væru einhverjir kommúnistar. Svo var eitt trixið að sameina fréttastofur útvarpsins, sem var alltaf pínulítið til vinstri og fréttastofu sjónvarpsins.“ Í þættinum lýsir Gunnar Smári því meðal annars hvernig hann kom illa nestaður út úr æskunni. „Ég er alinn upp við fátækt, en líka alkóhólisma föður míns og ég er meira brenndur af því, heldur en fátæktinni. Eins og mörg börn sem alast upp í fátækt, áttar maður sig ekki á því hvað maður er fátækur. Ég man eftir skömm yfir því að eiga ekki ný föt og vera í bættum fötum af bræðrum mínum, í skóm með götum og að vera alltaf votur í fæturna. Ég kem út úr æskunni illa nestaður og með mikla skömm yfir bæði fátæktinni og sjúkdóm föður míns. En mér finnst það vera meira tengt alkóhólismanum, af því að ég var oft með föður mínum þegar hann var drukkinn og hefðu þurft að fá aðstoð, en fékk bara hlátur og fleira þess háttar. Ég man eftir senum þar sem hann lá í jörðinni og fólk gekk bara yfir hann og hló og ég hef örugglega þróað með mér ótta við múginn út frá þessum atvikum. Hann sótti okkur edrú, en svo bara datt hann í það og ég man eftir furðulegum senum, í bíói, Viðeyjarferjunni og tjaldi á Laugavatni. Ég held að ef fólk sæi 6-7 ára gamalt barn í þessum aðstæðum með foreldri sínu í dag myndi það koma og hjálpa. En á þessum tíma var þetta bara eins og heimilisofbeldi og fleira, þetta var bara einkamál.” Í þættinum ræða Sölvi og Gunnar um feril Gunnars Smára, íslenska fjölmiðla í gegnum tíðina, samfélagsgerðina, fátækt á Íslandi og margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Sjá meira