Spennan í kanslarakapphlaupinu magnast Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2021 21:36 Armin Laschet (t.v.) og Markus Söder (t.h.) funduðu í dag vegna kosninganna í september. Þeir hafa báðir gefið kost á sér til embættis kanslara. EPA-EFE/CLEMENS BILAN Spenna færðist í kapphlaupið um embætti kanslara Þýskalands í dag þegar Markus Söder, ríkisstjóri Bæjarlands og formaður Kristilegra demókrata í Bæjarlandi (CDS), tilkynnti framboð sitt til embættisins í dag. Armin Laschet, formaður Kristilegra demókrata (CDU), hefur þegar gefið kost á sér í embættið. Angela Merkel, Þýskalandskanslari, hefur sinnt embættinu frá árinu 2005 en hún hefur ákveðið að stíga til hliðar í komandi kosningum í haust. Markus Söder sagði í dag að hann væri tilbúinn til þess að stíga inn í embættið hljóti hann stuðning íhaldsmanna um land allt. Keppinautur hans, Armin Laschet, var í byrjun árs kjörinn formaður Kristilegra demókrata og er nú ríkisstjóri Norðurrínar-Vestfalíu. Forsvarsmenn flokkanna tveggja, CDS og CDU, funduðu í dag vegna málsins. Flokkarnir eru sameinaðir í alríkisstjórnmálum í Þýskalandi og munu þeir því aðeins bjóða fram einn kandídata til kanslaraembættisins saman. Ákvörðunar má vænta á næstu dögum. „Við Markus Söder ræddum málið ítarlega fyrir daginn í dag. Við höfum báðir lýst yfir vilja okkar til þess að bjóða okkur fram til kanslara,“ sagði Laschet á blaðamannafundi í dag. Söder tók undir þetta og sagði að þeir væru báðir vel til embættisins komnir og báðir viljugir til að fylla í skó Merkel. „Það sem er mikilvægast í þessu er að við berum báðir mikla virðingu hver fyrir öðrum. Og ég vil segja þetta: sama hver verður valinn í lokin munum við vinna mjög vel saman.“ Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Flokkur Merkel tekur dýfu í sambandslandskosningum Samkvæmt útgönguspám munu Kristnir Demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara, tapa sambandslandskosningum í Baden-Württemberg og Rínarland-Pfalz. Þetta er mikið högg fyrir flokkinn en kosningarnar eru sagðar gefa til kynna hvernig þingkosningar muni fara í haust. 14. mars 2021 18:33 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Angela Merkel, Þýskalandskanslari, hefur sinnt embættinu frá árinu 2005 en hún hefur ákveðið að stíga til hliðar í komandi kosningum í haust. Markus Söder sagði í dag að hann væri tilbúinn til þess að stíga inn í embættið hljóti hann stuðning íhaldsmanna um land allt. Keppinautur hans, Armin Laschet, var í byrjun árs kjörinn formaður Kristilegra demókrata og er nú ríkisstjóri Norðurrínar-Vestfalíu. Forsvarsmenn flokkanna tveggja, CDS og CDU, funduðu í dag vegna málsins. Flokkarnir eru sameinaðir í alríkisstjórnmálum í Þýskalandi og munu þeir því aðeins bjóða fram einn kandídata til kanslaraembættisins saman. Ákvörðunar má vænta á næstu dögum. „Við Markus Söder ræddum málið ítarlega fyrir daginn í dag. Við höfum báðir lýst yfir vilja okkar til þess að bjóða okkur fram til kanslara,“ sagði Laschet á blaðamannafundi í dag. Söder tók undir þetta og sagði að þeir væru báðir vel til embættisins komnir og báðir viljugir til að fylla í skó Merkel. „Það sem er mikilvægast í þessu er að við berum báðir mikla virðingu hver fyrir öðrum. Og ég vil segja þetta: sama hver verður valinn í lokin munum við vinna mjög vel saman.“
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Flokkur Merkel tekur dýfu í sambandslandskosningum Samkvæmt útgönguspám munu Kristnir Demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara, tapa sambandslandskosningum í Baden-Württemberg og Rínarland-Pfalz. Þetta er mikið högg fyrir flokkinn en kosningarnar eru sagðar gefa til kynna hvernig þingkosningar muni fara í haust. 14. mars 2021 18:33 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Flokkur Merkel tekur dýfu í sambandslandskosningum Samkvæmt útgönguspám munu Kristnir Demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara, tapa sambandslandskosningum í Baden-Württemberg og Rínarland-Pfalz. Þetta er mikið högg fyrir flokkinn en kosningarnar eru sagðar gefa til kynna hvernig þingkosningar muni fara í haust. 14. mars 2021 18:33