Kallar eftir afléttingaráætlun eftir því sem bólusetningum miðar áfram Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. apríl 2021 13:09 Ari kallar eftir ákveðnum fyrirsjáanleika í afléttingum stjórnvalda samhliða bólusetningum. Vísir/Samsett Formaður Viðskiptaráðs kallar eftir því að stjórnvöld setji fram áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Hann segir að slík áætlun myndi auðvelda rekstraraðilum og einstaklingum að skipuleggja sig og starfsemi sína, og skapa traust í samfélaginu. Í grein sem birtist á vef Viðskiptaráðs og ber yfirskriftina „Forsendur fyrirsjáanleika“ segir Ari Fenger, formaður Viðskiptaráðs Íslands, að nú sé svo komið að bólusetningar gangi ágætlega og að áætlanir um öflun bóluefnis og bólusetningu hafi verið birtar. Því vakni spurning um hvaða áætlanir hið opinbera hafa um afléttingu takmarkana samhliða bólusetningum. Ari bendir á að í nágrannalöndum Ísland, Danmörku og Noregi, hafi stjórnvöld birt og hratt í framkvæmd slíkum afléttingaráætlunum. Danir hyggist þannig afnema „helstu frelsisskerðingar“ þegar bólusetningu 50 ára og eldri verður lokið og Norðmenn hafi kynnt áætlun sem taka eigi gildi í skrefum til júníloka. „Hér er ekki lagt neitt mat á það hver staðan hefur verið í þessum ríkjum, né hvort aðgerðir séu sambærilegar milli landa. Það sem skiptir máli er að stjórnvöld í þessum ríkja birta áform sín og þeim er ætlað að veita ákveðinn fyrirsjáanleika, með eðlilegum fyrirvörum. Þannig geti fólk gert ráð fyrir að líf þess komist smám saman í fyrra horf ef allt gengur samkvæmt áætlun hvað bólusetningar varðar,“ skrifar Ari. Hann segir að hér á landi hafi því verið haldið á lofti að ný afbrigði veirunnar geti breytt landslagi í sóttvarnamálum og viðbrögðum stjórnvalda við faraldrinum. Hann bendir á að hin sömu afbrigði og íslensk stjórnvöld hafa lýst áhyggjum af finnst einnig í nágrannalöndum. „Engu að síður hafa stjórnvöld þessara landa birt áætlanir um afléttingu.“ Fyrirsjáanleikinn nauðsynlegur „Fyrirsjáanleiki er nauðsynlegur þáttur í eðlilegu lífi, þótt reynslan sýni okkur að allt sé breytingum háð. En jafnvel þótt fyrirsjáanleikinn sé skilyrtur, skapar hann ákveðinn ramma og aðhald gagnvart þeim aðgerðum sem stjórnvöld beita,“ skrifar Ari og segir fyrirsjáanleika lykilatriði fyrir þá sem standi í rekstri. Hann nefnir sem dæmi að fyrirtæki þurfi að geta metið, gróflega þó, hverjar tekjur þeirra verði til næstu vikna, mánaða eða missera. Þau þurfi að geta skuldbundið sig til aðfangakaupa eða gert ráð fyrir að slíkar skuldbindingar standist ekki vegna aðgerða stjórnvalda. Þá þurfi þau að geta brugðist við ólíkum aðstæðum með tilliti til starfsmannahalds. Sumar sviðsmyndir geti kallað á uppsagnir en aðrar á ráðningar. „Við umræður á Alþingi í lok mars lýsti forsætisráðherra því yfir, með fyrirvara um ný afbrigði,að þegar 60 ára og eldri hefðu verið bólusett myndi hætta á alvarlegum veikindum, innlögnum og dauðsföllum dragast verulega saman, sem þýddi að stjórnvöld gætu stigið ákveðin skref til að draga úr sóttvarnaráðstöfunum. Nú er ljóst, miðað við yfirlýsingar heilbrigðisyfirvalda, að þetta markmið næst öðru hvoru megin við næstu mánaðamót. Því er nú tilefni til að hvetja stjórnvöld til að leggja fram afléttingaráætlun í samræmi við árangur í bólusetningum. Slík áætlun myndi auðvelda fólki og fyrirtækjum að skipuleggja sig og starfsemi sína, en ekki síður skapa traust og skýra þau sameiginlegu markmið sem við viljum stefna að, um öfluga viðspyrnu og opið samfélag.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Í grein sem birtist á vef Viðskiptaráðs og ber yfirskriftina „Forsendur fyrirsjáanleika“ segir Ari Fenger, formaður Viðskiptaráðs Íslands, að nú sé svo komið að bólusetningar gangi ágætlega og að áætlanir um öflun bóluefnis og bólusetningu hafi verið birtar. Því vakni spurning um hvaða áætlanir hið opinbera hafa um afléttingu takmarkana samhliða bólusetningum. Ari bendir á að í nágrannalöndum Ísland, Danmörku og Noregi, hafi stjórnvöld birt og hratt í framkvæmd slíkum afléttingaráætlunum. Danir hyggist þannig afnema „helstu frelsisskerðingar“ þegar bólusetningu 50 ára og eldri verður lokið og Norðmenn hafi kynnt áætlun sem taka eigi gildi í skrefum til júníloka. „Hér er ekki lagt neitt mat á það hver staðan hefur verið í þessum ríkjum, né hvort aðgerðir séu sambærilegar milli landa. Það sem skiptir máli er að stjórnvöld í þessum ríkja birta áform sín og þeim er ætlað að veita ákveðinn fyrirsjáanleika, með eðlilegum fyrirvörum. Þannig geti fólk gert ráð fyrir að líf þess komist smám saman í fyrra horf ef allt gengur samkvæmt áætlun hvað bólusetningar varðar,“ skrifar Ari. Hann segir að hér á landi hafi því verið haldið á lofti að ný afbrigði veirunnar geti breytt landslagi í sóttvarnamálum og viðbrögðum stjórnvalda við faraldrinum. Hann bendir á að hin sömu afbrigði og íslensk stjórnvöld hafa lýst áhyggjum af finnst einnig í nágrannalöndum. „Engu að síður hafa stjórnvöld þessara landa birt áætlanir um afléttingu.“ Fyrirsjáanleikinn nauðsynlegur „Fyrirsjáanleiki er nauðsynlegur þáttur í eðlilegu lífi, þótt reynslan sýni okkur að allt sé breytingum háð. En jafnvel þótt fyrirsjáanleikinn sé skilyrtur, skapar hann ákveðinn ramma og aðhald gagnvart þeim aðgerðum sem stjórnvöld beita,“ skrifar Ari og segir fyrirsjáanleika lykilatriði fyrir þá sem standi í rekstri. Hann nefnir sem dæmi að fyrirtæki þurfi að geta metið, gróflega þó, hverjar tekjur þeirra verði til næstu vikna, mánaða eða missera. Þau þurfi að geta skuldbundið sig til aðfangakaupa eða gert ráð fyrir að slíkar skuldbindingar standist ekki vegna aðgerða stjórnvalda. Þá þurfi þau að geta brugðist við ólíkum aðstæðum með tilliti til starfsmannahalds. Sumar sviðsmyndir geti kallað á uppsagnir en aðrar á ráðningar. „Við umræður á Alþingi í lok mars lýsti forsætisráðherra því yfir, með fyrirvara um ný afbrigði,að þegar 60 ára og eldri hefðu verið bólusett myndi hætta á alvarlegum veikindum, innlögnum og dauðsföllum dragast verulega saman, sem þýddi að stjórnvöld gætu stigið ákveðin skref til að draga úr sóttvarnaráðstöfunum. Nú er ljóst, miðað við yfirlýsingar heilbrigðisyfirvalda, að þetta markmið næst öðru hvoru megin við næstu mánaðamót. Því er nú tilefni til að hvetja stjórnvöld til að leggja fram afléttingaráætlun í samræmi við árangur í bólusetningum. Slík áætlun myndi auðvelda fólki og fyrirtækjum að skipuleggja sig og starfsemi sína, en ekki síður skapa traust og skýra þau sameiginlegu markmið sem við viljum stefna að, um öfluga viðspyrnu og opið samfélag.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira