Afhending á bóluefnum til snauðra ríkja nær stöðvast Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2021 10:02 Skammtur af bóluefni á vegum COVAX-verkefnisins kemur til Fílabeinsstrandarinnar. Nær ekkert bóluefni berst nú til þeirra ríkja sem eiga að njóta góðs af verkefninu. COVAX hefur komið 38 milljónum skammta af bóluefni til hundrað ríkja til þessa. AP/Diomande Ble Blonde Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra. Undanfarna viku hefur það aðeins gerst tvisvar að fleiri en 25.000 skammtar hafi verið sendir á einum degi til ríkja sem njóta góðs af svonefndu COVAX-verkefni sem hefur það markmið að koma bóluefni til ríkja sem hafa ekki burði til að semja um kaup á því sjálf. AP-fréttastofan segir að afhending bóluefnis til ríkjanna hafi nær algerlega stöðvast frá öðrum degi páska. Innan við tvær milljónir skammta hafa verið sendir til 92 þróunarríkja undanfarnar tvær vikur samkvæmt tölum UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Það eru jafnmargir skammtar og voru gefnir á Bretlandi á sama tíma. Helsta orsökin fyrir skortinum er ákvörðun indverskra stjórnvalda um að hætta flytja bóluefni úr landi sem er framleitt þar. Langstærsti hluti bóluefnis AstraZeneca sem átti að renna til COVAX-verkefnisins er framleiddur þar. Óvissa ríkir nú um hvenær þeir sem hafa fengið fyrri skammt bóluefnis í þróunarríkjum geta fengið þann seinni. Birgðir af bóluefni í fyrstu ríkjunum sem fengu það í gegnum COVAX eru nú svo gott sem á þrotum. Einn af hverjum 500 bólusettur í þróunarríkjum Gríðarlegur ójöfnuður í aðgengi að bóluefni gegn kórónuveirunni er á milli vestrænna ríkja og þróunarríkja. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), sagði í gær að ójafnvægið væri sláandi. Í ríku löndunum væri búið að bólusetja einn af hverjum fjórum íbúum en í þróunarríkjum hefur aðeins einn af hverjum fimm hundruð fengið bóluefni. WHO hvatti þróuð ríki til þess að deila tíu milljónum skammta með þróunarríkjum til að hægt væri að ná markmiði Sameinuðu þjóðanna um að hefja bólusetningu gegn kórónuveirunni í öllum ríkjum heims á fyrstu hundrað dögum ársins. Ekkert ríki hefur fallist á að deila bóluefni sínu strax. Á sama tíma fjölgar smituðum og látnum í faraldrinum í ríkjum í neyð. Alþjóða Rauði krossinn segir að smitum og dauðsföllum hafi fjölgað um 322% í Kenía, 379% í Jemen og 529% í norðaustanverðu Sýrlandi. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Skora á Johnson að deila bóluefnum með fátækari þjóðum Góðgerðafélög á borð við Save the Children og Wellcome Trust hafa skorað á Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að greina frá því hversu margir skammtar af bóluefnum munu fara til fátækari þjóða í ljósi þess að Bretar munu ekki nýta alla þá skammta sem hafa verið keyptir. 28. mars 2021 08:22 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Sjá meira
Undanfarna viku hefur það aðeins gerst tvisvar að fleiri en 25.000 skammtar hafi verið sendir á einum degi til ríkja sem njóta góðs af svonefndu COVAX-verkefni sem hefur það markmið að koma bóluefni til ríkja sem hafa ekki burði til að semja um kaup á því sjálf. AP-fréttastofan segir að afhending bóluefnis til ríkjanna hafi nær algerlega stöðvast frá öðrum degi páska. Innan við tvær milljónir skammta hafa verið sendir til 92 þróunarríkja undanfarnar tvær vikur samkvæmt tölum UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Það eru jafnmargir skammtar og voru gefnir á Bretlandi á sama tíma. Helsta orsökin fyrir skortinum er ákvörðun indverskra stjórnvalda um að hætta flytja bóluefni úr landi sem er framleitt þar. Langstærsti hluti bóluefnis AstraZeneca sem átti að renna til COVAX-verkefnisins er framleiddur þar. Óvissa ríkir nú um hvenær þeir sem hafa fengið fyrri skammt bóluefnis í þróunarríkjum geta fengið þann seinni. Birgðir af bóluefni í fyrstu ríkjunum sem fengu það í gegnum COVAX eru nú svo gott sem á þrotum. Einn af hverjum 500 bólusettur í þróunarríkjum Gríðarlegur ójöfnuður í aðgengi að bóluefni gegn kórónuveirunni er á milli vestrænna ríkja og þróunarríkja. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), sagði í gær að ójafnvægið væri sláandi. Í ríku löndunum væri búið að bólusetja einn af hverjum fjórum íbúum en í þróunarríkjum hefur aðeins einn af hverjum fimm hundruð fengið bóluefni. WHO hvatti þróuð ríki til þess að deila tíu milljónum skammta með þróunarríkjum til að hægt væri að ná markmiði Sameinuðu þjóðanna um að hefja bólusetningu gegn kórónuveirunni í öllum ríkjum heims á fyrstu hundrað dögum ársins. Ekkert ríki hefur fallist á að deila bóluefni sínu strax. Á sama tíma fjölgar smituðum og látnum í faraldrinum í ríkjum í neyð. Alþjóða Rauði krossinn segir að smitum og dauðsföllum hafi fjölgað um 322% í Kenía, 379% í Jemen og 529% í norðaustanverðu Sýrlandi.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Skora á Johnson að deila bóluefnum með fátækari þjóðum Góðgerðafélög á borð við Save the Children og Wellcome Trust hafa skorað á Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að greina frá því hversu margir skammtar af bóluefnum munu fara til fátækari þjóða í ljósi þess að Bretar munu ekki nýta alla þá skammta sem hafa verið keyptir. 28. mars 2021 08:22 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Sjá meira
Skora á Johnson að deila bóluefnum með fátækari þjóðum Góðgerðafélög á borð við Save the Children og Wellcome Trust hafa skorað á Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að greina frá því hversu margir skammtar af bóluefnum munu fara til fátækari þjóða í ljósi þess að Bretar munu ekki nýta alla þá skammta sem hafa verið keyptir. 28. mars 2021 08:22