Sportið í dag: „ÍSÍ kemur sínum skilaboðum aldrei á framfæri“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. apríl 2021 13:30 Lárus Blöndal er forseti ÍSÍ. stöð 2 sport Strákarnir í Sportinu í dag furða sig á þögn ÍSÍ í tengslum við æfinga- og keppnisbann í íslenskum íþróttum vegna kórónuveirunnar. „Mér finnst áhyggjuefni hverjir eru í forsvari fyrir ÍSÍ því þeir hafa steinhaldið kjafti í öllu þessu sem hefur verið í gangi,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í Sportinu í dag. „Það er komið rúmt ár og það hefur varla komið nokkur stafur frá regnhlífarsamtökunum, ÍSÍ,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Það er engin bylgja í gangi núna. Það er í góðu lagi að taka í handbremsuna til að stöðva eitthvað því við höfum gert þau mistök að stöðva of seint áður. En það verður að vera hægt að taka úr handbremsunni jafn auðveldlega og taka í hana en það virðist ekki eiga upp á pallborðið.“ Kjartan Atli Kjartansson hefur áhyggjur af því hvaða áhrif stöðugar hamlanir á íþróttastarfi hafa á börn og unglinga. „Ég er að þjálfa tólf ára stelpur sem væru undir eðlilegum kringumstæðum að keppa í úrslitakeppninni í vor en ég veit ekki hvort það gerist. Ef það gerist ekki hafa þær ekki getað keppt almennilega tvö ár í röð. Ég veit þetta hljómar eins og ekki neitt en þetta er mjög mikilvægt,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta hjálpar til við að halda krökkum í sportinu og við vitum öll hvaða góðu áhrif íþróttir hafa á börn. Af hverju er ÍSÍ ekki búið að vinna þessa vinnu?“ Henry Birgir kallar eftir aðgerðum af hálfu ÍSÍ og vill að forsvarsmenn sambandsins láti í sér heyra á opinberum vettvangi. „Eða vinna einhverja vinnu, koma fram með einhver rök og einhvern málflutning sem bakkar upp það sem íþróttahreyfingin er kannski að reyna að enduróma. Ég veit að það er mikið talað saman niðri í Laugardal en kemur rosalega sjaldan eitthvað fram um það,“ sagði Henry Birgir. „Það er fundað bak við tjöldin með yfirvöldum en þeir koma sínum skilaboðum aldrei á framfæri og virðast ekki vinna neina grunnvinnu sem skiptir máli.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Sjá meira
„Mér finnst áhyggjuefni hverjir eru í forsvari fyrir ÍSÍ því þeir hafa steinhaldið kjafti í öllu þessu sem hefur verið í gangi,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í Sportinu í dag. „Það er komið rúmt ár og það hefur varla komið nokkur stafur frá regnhlífarsamtökunum, ÍSÍ,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Það er engin bylgja í gangi núna. Það er í góðu lagi að taka í handbremsuna til að stöðva eitthvað því við höfum gert þau mistök að stöðva of seint áður. En það verður að vera hægt að taka úr handbremsunni jafn auðveldlega og taka í hana en það virðist ekki eiga upp á pallborðið.“ Kjartan Atli Kjartansson hefur áhyggjur af því hvaða áhrif stöðugar hamlanir á íþróttastarfi hafa á börn og unglinga. „Ég er að þjálfa tólf ára stelpur sem væru undir eðlilegum kringumstæðum að keppa í úrslitakeppninni í vor en ég veit ekki hvort það gerist. Ef það gerist ekki hafa þær ekki getað keppt almennilega tvö ár í röð. Ég veit þetta hljómar eins og ekki neitt en þetta er mjög mikilvægt,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta hjálpar til við að halda krökkum í sportinu og við vitum öll hvaða góðu áhrif íþróttir hafa á börn. Af hverju er ÍSÍ ekki búið að vinna þessa vinnu?“ Henry Birgir kallar eftir aðgerðum af hálfu ÍSÍ og vill að forsvarsmenn sambandsins láti í sér heyra á opinberum vettvangi. „Eða vinna einhverja vinnu, koma fram með einhver rök og einhvern málflutning sem bakkar upp það sem íþróttahreyfingin er kannski að reyna að enduróma. Ég veit að það er mikið talað saman niðri í Laugardal en kemur rosalega sjaldan eitthvað fram um það,“ sagði Henry Birgir. „Það er fundað bak við tjöldin með yfirvöldum en þeir koma sínum skilaboðum aldrei á framfæri og virðast ekki vinna neina grunnvinnu sem skiptir máli.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti