Naumur sigur Bucks og fjöldi stórsigra í nótt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2021 09:15 Þessir tveir áttu góða leiki í nótt. Jrue Holiday tryggði Bucks sigur á meðan Russell Westbrook var eini leikmaður Wizards með lífsmarki í stóru tapi. EPA-EFE/SHAWN THEW Alls fóru átta leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Milwaukee Bucks vann nauman eins stigs sigur á Sacramento Kings, 129-128. Þá unnu Utah Jazz, Portland Trail Blazers, New York Knicks og Dallas Mavericks öll stórsigra. Gríska undrið, Giannis Antetokounmpo, var ekki með Bucks í nótt og lenti liðið í vandræðum með Sacramento Kings. Gestirnir frá Milwaukee voru hænuskrefi á undan í fyrri hálfleik en um miðjan þriðja leikhluta jafnaði Sacramento leikinn í stöðunni 81-81. Gestirnir gáfu í eftir það og voru komnir 11 stigum yfir um miðbik fjórða leikhluta, staðan þá 116-105 Bucks í vil. Leikmenn Kings neituðu að gefast upp og var staðan jöfn 119-119 þegar tvær mínútur lifðu leiks. Jrue Holiday steig upp í fjarveru Giannis og sá til þess að Bucks lönduðu eins stigs sigri, lokatölur 129-128. Hann skoraði 33 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók sjö fráköst. Brook Lopez kom þar á eftir með 26 stig. Hjá Kings voru De‘Aaron Fox og Terence Davis báðir með 27 stig. Season-high 33 PTS 11 AST@Jrue_Holiday11 leads the @Bucks to 3 straight wins! pic.twitter.com/aIWL7xxEy5— NBA (@NBA) April 4, 2021 Dallas Mavericks fór illa með Washington Wizards, lokatölur 109-87. Russell Westbrook skoraði 26 af 87 stigum Wizards í leiknum ásamt því að taka 14 fráköst. Luka Dončić var með 26 stig í liði Dallas sem og átta fráköst og sex stoðsendingar. Boban Marjanović var með tvöfalda tvennu en hann skoraði 15 stig og tók 12 fráköst. 26 PTS, 6 AST for @luka7doncic.4 straight wins for @dallasmavs.#MFFL pic.twitter.com/V6oOLmcNmS— NBA (@NBA) April 4, 2021 New York Knicks rúllaði yfir Detroit Pistons, 125-81. Julius Randle skoraði 29 stig í liði Knicks ásamt því að taka átta fráköst og Reggie Bullock skoraði 22 stig. Hjá Pistons var Jerami Grant stigahæstur með 16 stig. Portland Trail Blazers fór álíka illa með Oklahoma City Thunder, lokatölur þar 133-85. Damian Lillard var rólegur í liði Portland að þessu sinni með „aðeins“ 16 stig. Stigahæstur var CJ McCollum með 20 stig en alls skoruðu átta leikmenn liðsins tíu stig eða meira. Enes Kanter endaði með tvöfalda tvennu, 12 stig og 17 fráköst. Hjá Oklahoma var Kenrich Williams stigahæstur með 18 stig. Besta lið deildarinnar um þessar mundir, Utah Jazz, ákvað að vera með og lagði Orlando Magic með 46 stiga mun, lokatölur 137-91. Donovan Mitchell skoraði 22 stig á aðeins 21 mínútu. Þar á eftir komu Bojan Bogdanović og Joe Ingles, báðir með 17 stig. Hjá Magic var Wendell Carter r. stigahæstur með 19 stig en hann tók einnig 12 fráköst. 26 threes NBA record for threes in a half (18)The @utahjazz were on FIRE in their 9th straight win and 22nd straight home win! pic.twitter.com/RkwHQqqEzz— NBA (@NBA) April 4, 2021 Joel Embiid sneri aftur á völlinn með Philadelphia 76ers eftir meiðsli. Hann skoraði 24 stig og tók átta fráköst í 122-113 sigri 76ers á Minnesota Timberwolves. @JoelEmbiid did his thing in his return to action.24 PTS | 8 REB | 3 BLK | @sixers W pic.twitter.com/YZbSTrgnFi— NBA (@NBA) April 4, 2021 Þá vann Miami Heat góðan 14 stiga sigur á Cleveland Cavaliers, 115-101 og Indiana Pacers vann San Antonio Spurs í framlengdum leik, 139-133. Hér má sjá stöðuna í bæði Austur- og Vesturdeildinni. Þá er vert að minna á að Chicago Bulls og Brooklyn Nets mætast klukkan 18.00 í dag, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Sjá meira
Gríska undrið, Giannis Antetokounmpo, var ekki með Bucks í nótt og lenti liðið í vandræðum með Sacramento Kings. Gestirnir frá Milwaukee voru hænuskrefi á undan í fyrri hálfleik en um miðjan þriðja leikhluta jafnaði Sacramento leikinn í stöðunni 81-81. Gestirnir gáfu í eftir það og voru komnir 11 stigum yfir um miðbik fjórða leikhluta, staðan þá 116-105 Bucks í vil. Leikmenn Kings neituðu að gefast upp og var staðan jöfn 119-119 þegar tvær mínútur lifðu leiks. Jrue Holiday steig upp í fjarveru Giannis og sá til þess að Bucks lönduðu eins stigs sigri, lokatölur 129-128. Hann skoraði 33 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók sjö fráköst. Brook Lopez kom þar á eftir með 26 stig. Hjá Kings voru De‘Aaron Fox og Terence Davis báðir með 27 stig. Season-high 33 PTS 11 AST@Jrue_Holiday11 leads the @Bucks to 3 straight wins! pic.twitter.com/aIWL7xxEy5— NBA (@NBA) April 4, 2021 Dallas Mavericks fór illa með Washington Wizards, lokatölur 109-87. Russell Westbrook skoraði 26 af 87 stigum Wizards í leiknum ásamt því að taka 14 fráköst. Luka Dončić var með 26 stig í liði Dallas sem og átta fráköst og sex stoðsendingar. Boban Marjanović var með tvöfalda tvennu en hann skoraði 15 stig og tók 12 fráköst. 26 PTS, 6 AST for @luka7doncic.4 straight wins for @dallasmavs.#MFFL pic.twitter.com/V6oOLmcNmS— NBA (@NBA) April 4, 2021 New York Knicks rúllaði yfir Detroit Pistons, 125-81. Julius Randle skoraði 29 stig í liði Knicks ásamt því að taka átta fráköst og Reggie Bullock skoraði 22 stig. Hjá Pistons var Jerami Grant stigahæstur með 16 stig. Portland Trail Blazers fór álíka illa með Oklahoma City Thunder, lokatölur þar 133-85. Damian Lillard var rólegur í liði Portland að þessu sinni með „aðeins“ 16 stig. Stigahæstur var CJ McCollum með 20 stig en alls skoruðu átta leikmenn liðsins tíu stig eða meira. Enes Kanter endaði með tvöfalda tvennu, 12 stig og 17 fráköst. Hjá Oklahoma var Kenrich Williams stigahæstur með 18 stig. Besta lið deildarinnar um þessar mundir, Utah Jazz, ákvað að vera með og lagði Orlando Magic með 46 stiga mun, lokatölur 137-91. Donovan Mitchell skoraði 22 stig á aðeins 21 mínútu. Þar á eftir komu Bojan Bogdanović og Joe Ingles, báðir með 17 stig. Hjá Magic var Wendell Carter r. stigahæstur með 19 stig en hann tók einnig 12 fráköst. 26 threes NBA record for threes in a half (18)The @utahjazz were on FIRE in their 9th straight win and 22nd straight home win! pic.twitter.com/RkwHQqqEzz— NBA (@NBA) April 4, 2021 Joel Embiid sneri aftur á völlinn með Philadelphia 76ers eftir meiðsli. Hann skoraði 24 stig og tók átta fráköst í 122-113 sigri 76ers á Minnesota Timberwolves. @JoelEmbiid did his thing in his return to action.24 PTS | 8 REB | 3 BLK | @sixers W pic.twitter.com/YZbSTrgnFi— NBA (@NBA) April 4, 2021 Þá vann Miami Heat góðan 14 stiga sigur á Cleveland Cavaliers, 115-101 og Indiana Pacers vann San Antonio Spurs í framlengdum leik, 139-133. Hér má sjá stöðuna í bæði Austur- og Vesturdeildinni. Þá er vert að minna á að Chicago Bulls og Brooklyn Nets mætast klukkan 18.00 í dag, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Sjá meira