Ekki alvarleg nauðgun fyrst þolandinn valdi að verða ölvaður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. mars 2021 11:51 Til stendur að breyta lögunum í Minnesota en þau eru áþekk í 39 öðrum ríkjum Bandaríkjanna. Dómstólar í Minnesota í Bandaríkjunum máttu ekki dæma mann fyrir alvarlega (e. felony) nauðgun, þar sem konan sem hann braut gegn neytti áfengis sjálfviljug áður en árásin átti sér stað. Hæstiréttur Minnesota komst að þessari niðurstöðu á dögunum en maðurinn hafði áður verið fundinn sekur í undirrétti og sá dómur staðfestur af áfrýjunardómstól. Umrætt atvik átti sér stað fyrir fjórum árum en þá hafði þolandanum og vinkonu hennar verið meinaður aðgangur að skemmtistað í Minneapolis, þar sem þolandinn þótti of drukkinn. Gerandinn, Francois Momolu Khalil, sem var fyrir utan ásamt tveimur öðrum mönnum, bauð konunum í partý. Khalil ók konunum á staðinn en þar reyndist ekkert partý. Þolandinn sofnaði fljótlega á sófa í umræddri íbúð og vaknaði með Khalil ofan á sér. Hún sagði honum að hún vildi ekki stunda kynlíf með honum en hann maldaði í móinn og þegar hún vaknaði aftur var búið að afklæða hana. Konan leitaði á sjúkrahús sama dag og til lögreglu fjórum dögum seinna. Niðurstaða hæstaréttar mun leiða til þess að aftur verður réttað í málinu en ef Khalil verður fundinn sekur á ný fær hann nú líklega í mesta lagi nokkurra mánaða skilorðsbundinn dóm. Minnesota er meðal þeirra 40 ríkja Bandaríkjanna þar sem þolendur eru aðeins taldir ófærir um að veita samþykki ef þeir eru undir áhrifum „gegn vilja sínum“, það er að segja ef þeim hefur verið gefið áfengi eða lyf án samþykkis. Ef þolandinn varð ölvaður að sjálfsdáðun, er samkvæmt lögum í þessum ríkjum ekki hægt að færa þau rök að hann hafi verið ófær um að gefa samþykki sökum ölvunarástands. Unnið hefur verið að lagabreytingu í Minnesota hvað þetta varðar og liggur frumvarp fyrir neðri deild þingsins sem nýtur stuðnings þvert á flokkslínur. Frétt Washington Post um málið. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Sjá meira
Hæstiréttur Minnesota komst að þessari niðurstöðu á dögunum en maðurinn hafði áður verið fundinn sekur í undirrétti og sá dómur staðfestur af áfrýjunardómstól. Umrætt atvik átti sér stað fyrir fjórum árum en þá hafði þolandanum og vinkonu hennar verið meinaður aðgangur að skemmtistað í Minneapolis, þar sem þolandinn þótti of drukkinn. Gerandinn, Francois Momolu Khalil, sem var fyrir utan ásamt tveimur öðrum mönnum, bauð konunum í partý. Khalil ók konunum á staðinn en þar reyndist ekkert partý. Þolandinn sofnaði fljótlega á sófa í umræddri íbúð og vaknaði með Khalil ofan á sér. Hún sagði honum að hún vildi ekki stunda kynlíf með honum en hann maldaði í móinn og þegar hún vaknaði aftur var búið að afklæða hana. Konan leitaði á sjúkrahús sama dag og til lögreglu fjórum dögum seinna. Niðurstaða hæstaréttar mun leiða til þess að aftur verður réttað í málinu en ef Khalil verður fundinn sekur á ný fær hann nú líklega í mesta lagi nokkurra mánaða skilorðsbundinn dóm. Minnesota er meðal þeirra 40 ríkja Bandaríkjanna þar sem þolendur eru aðeins taldir ófærir um að veita samþykki ef þeir eru undir áhrifum „gegn vilja sínum“, það er að segja ef þeim hefur verið gefið áfengi eða lyf án samþykkis. Ef þolandinn varð ölvaður að sjálfsdáðun, er samkvæmt lögum í þessum ríkjum ekki hægt að færa þau rök að hann hafi verið ófær um að gefa samþykki sökum ölvunarástands. Unnið hefur verið að lagabreytingu í Minnesota hvað þetta varðar og liggur frumvarp fyrir neðri deild þingsins sem nýtur stuðnings þvert á flokkslínur. Frétt Washington Post um málið.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Sjá meira