„Megum ekki gleyma að við eigum enn möguleika“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. mars 2021 09:44 Davíð Snorri Jónasson hefur trú á íslenska liðinu gegn því franska á morgun. getty/Peter Zador Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla, segir að ekki megi gleyma því að Ísland eigi enn möguleika á að komast áfram í átta liða úrslit Evrópumótsins. Íslendingar mæta Frökkum í lokaleik sínum í C-riðli EM á morgun. Ísland er án stiga eftir fyrstu tvo leikina en á samt enn möguleika á að komast áfram. Fjórir leikmenn úr U-21 árs hópnum voru kallaðir upp í A-landsliðið í gær. Þrír þeirra, Willum Þór Willumsson, Jón Dagur Þorsteinsson og Sveinn Aron Guðjohnsen, eru fæddir 1998 og hafa því leikið sinn síðasta leik fyrir U-21 árs liðið. Þrátt fyrir brotthvarf þeirra segist Davíð ekki líta á leikinn gegn Frökkum á morgun sem eins konar fyrsta skref „næsta“ U-21 árs lið. „Fyrsta skref og ekki fyrsta skref. Við megum ekki gleyma að við eigum enn möguleika. Við þurfum að nýta allt sem við höfum,“ sagði Davíð á blaðamannafundi í Györ í Ungverjalandi í dag. „Við erum ekkert að hugsa um næsta lið og ætlum bara að klára þennan glugga hundrað prósent.“ Davíð staðfesti að varnarmaðurinn Ísak Óli Ólafsson yrði ekki með í leiknum á morgun vegna meiðsla sem hann varð fyrir í 2-0 tapinu fyrir Danmörku á sunnudaginn. Róbert Orri Þorkelsson er hins vegar búinn að jafna sig á veikindum og er klár í slaginn. Franska liðið er ógnarsterkt en í því eru leikmenn frá sterkum liðum í Evrópu, eins og Paris Saint-Germain, RB Leipzig, Sevilla, Celtic og Monaco. „Lykilatriðið er að lenda ekki í eltingarleik. Við þurfum vera með þá fyrir framan okkur og neita þeim um svæði. Svo þurfum við að sýna einbeitingu,“ sagði Davíð. Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 16:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Íslendingar mæta Frökkum í lokaleik sínum í C-riðli EM á morgun. Ísland er án stiga eftir fyrstu tvo leikina en á samt enn möguleika á að komast áfram. Fjórir leikmenn úr U-21 árs hópnum voru kallaðir upp í A-landsliðið í gær. Þrír þeirra, Willum Þór Willumsson, Jón Dagur Þorsteinsson og Sveinn Aron Guðjohnsen, eru fæddir 1998 og hafa því leikið sinn síðasta leik fyrir U-21 árs liðið. Þrátt fyrir brotthvarf þeirra segist Davíð ekki líta á leikinn gegn Frökkum á morgun sem eins konar fyrsta skref „næsta“ U-21 árs lið. „Fyrsta skref og ekki fyrsta skref. Við megum ekki gleyma að við eigum enn möguleika. Við þurfum að nýta allt sem við höfum,“ sagði Davíð á blaðamannafundi í Györ í Ungverjalandi í dag. „Við erum ekkert að hugsa um næsta lið og ætlum bara að klára þennan glugga hundrað prósent.“ Davíð staðfesti að varnarmaðurinn Ísak Óli Ólafsson yrði ekki með í leiknum á morgun vegna meiðsla sem hann varð fyrir í 2-0 tapinu fyrir Danmörku á sunnudaginn. Róbert Orri Þorkelsson er hins vegar búinn að jafna sig á veikindum og er klár í slaginn. Franska liðið er ógnarsterkt en í því eru leikmenn frá sterkum liðum í Evrópu, eins og Paris Saint-Germain, RB Leipzig, Sevilla, Celtic og Monaco. „Lykilatriðið er að lenda ekki í eltingarleik. Við þurfum vera með þá fyrir framan okkur og neita þeim um svæði. Svo þurfum við að sýna einbeitingu,“ sagði Davíð. Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 16:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira