Tilkynnti um þrot bankanna í oflætiskasti tveimur mánuðum fyrir hrun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. mars 2021 15:02 Héðinn talar meðal annars um það að sjálfsvíg á Íslandi hafi aukist í Covid Youtube „Heildarvelta í geðlyfjasölu í heiminum er um það bil 850 milljarðar dala, sem er 108 föld fjárlög íslenska ríkisins á einu áru. Þú getur rekið íslenska ríkið í 108 ár fyrir veltu geðlyfja í heiminum á einu ári,“ segir Héðinn Unnsteinsson, sérfræðingur í forsætisráðuneytinu og formaður Geðhjálpar. „Það er miklu meira að græða á veikindum en heilsu. Þú græðir ekki pening á fólki sem er í jafnvægi og vill ekki neitt og þarf ekki neitt,“ segir Héðinn Unnsteinsson, sérfræðingur í forsætisráðuneytinu og formaður Geðhjálpar. Komin of langt Héðinn, sem starfaði um árabil hjá Alþjóða Heilbrigðisstofnuninni, hefur síðastliðin 25 ár unnið að geðheilbrigðismálum. Í Podcasti Sölva Tryggvasonar talar hann um geðlyfjaviðskipti í heiminum, sem er gríðarlegur bransi. „Greiningarkerfið á geðsjúkdómum er alltaf að færast lengra og lengra, en að endingu er þetta yfirleitt huglægt mat eins einstaklings á huglægu ástandi annars. Það segir sig sjálft að það getur verið mjög snúið, en þó að það sé mikil viðleitni til staðar erum við augljóslega komin of langt. Að endingu erum við að leitast við að hámarka vellíðan okkar og lágmarka vanlíðan. Þegar þú færð greiningu getur þú á ákveðinn hátt ýtt frá þér ábyrgð og fólk er farið að skilgreina sig mjög mikið út frá þessum greiningum. Ég hitti um daginn unga konu um daginn sem sagði við mig: „Ég er með ódæmigerða einhverfu og ADHD,“ áður en ég náði að spyrja hana: „Fyrirgefðu, hvað heitir þú?“ Við erum án hugsunar farin að skilgreina okkur út frá þessu. Í mínu tilviki hef ég farið fjórum sinnum í alvarlega maníu og þunglyndi í kjölfarið. Þetta nær yfir um það bil 8% af ævi minni ef ég verð áttræður og helst frískur. Þá vaknar spurningin hvort ég eigi að vera með þennan merkimiða geðhvarfasýki á mér líka í 90% af tímanum sem ég var ekki í þessu ástandi?” Hélt fyrir augun Héðinn skrifaði bókina Vertu Úlfur um reynslu sína af geðheilbrigðiskerfinu. Bókin, sem hlaut bókmenntaverðlaun, var lengi í vinnslu, enda umfjöllunarefnið erfitt. Nú hefur einnig verið sett upp leikverk um efni bókarinnar. „Það var mjög sérstakt að sitja og horfa á lokarennsli af leikritinu. Það var súrrealísk upplifun að sitja úti í sal og sjá 25 ár ævi sinnar sett á svið. Ég hélt fyrir augun í korter, en ég er mjög ánægður með útkomuna og þau gerðu þetta gríðarlega vel,“ segir Héðinn, sem var lengi að skrifa bókina. „Ég man að ég byrjaði að skrifa bókina í þriðju persónu, af því að það var allt of sársaukafullt að skrifa hana í fyrstu persónu. Þannig að ég byrjaði bara að skrifa „hann“ og svo færði ég mig yfir í aðra persónu og skrifaði „þú“ og svo endaði ég loksins í fyrstu persónu. Ég var með frábæra ritstjóra sem hjálpuðu mér að ná reiðinni út úr bókinni og tíminn vann mjög mikið með henni líka. Þegar það er verið að fjalla um reynslu af þessu tagi verður að fá að líða ákveðinn tími.“ Raungerðist tveimur mánuðum síðar Héðinn segir í þættinum meðal annars frá tímabili þar sem hann fór í mikið oflætisástand síðla sumars 2008 og gekk á milli banka og tilkynnti útibússtjórum að bankarnir væru að fara á hausinn. „Ég var bara alveg viss um að bankarnir væru að fara. Maður hafði gests auga eftir að hafa búið lengi erlendis og var viss um þetta. Þannig að 12. ágúst 2008 fór ég og tók alla peningana mína út úr bankanum og segi við bankagjaldkerann og útibússtjórann að Kaupþing sé að fara á hausinn og fer svo líka í Sparisjóðinn og bið gjaldkerann þar um að vara útibússtjórann við að Sparisjóðurinn sé líka á leiðinni á hausinn. Eftir það var hringt í pabba og ég var nauðungarvistaður eftir þetta. Þetta raungerðist svo tveimur mánuðum síðar. En ég tek það fram að ég var ekki nauðungarvistaður út af þessum eina atburði. En það er samt áhugavert að við lofum fjölbreytileikann, en samt erum við alltaf að reyna að steypa alla í sama mótið, inn í þennan þrönga „normatíva“ ramma sem er bara að hverfa,“ segir Héðinn og heldur áfram: „Við erum náttúrulega öll ólík og í raun er lífið ein stór geðröskun, af því að ef að geð þitt raskast aldrei ertu ekki lifandi. Það er eðlilegt að geðið raskist innan ákveðinna marka og það er eðlilegt að upplifa misjafnar tilfinningar. En þegar þú ferð út fyrir þennan „normatíva” ramma sem er alltaf að þrengjast, þá þarf að gera eitthvað í því. Í mínu tilviki var það þannig að í oflætinu kláruðust bara boðefnin og svo þegar þunglyndið kemur í kjölfarið, þá er bara allt tómt í boðefnastarfseminni. Þá þarf maður að muna að jafnömurlegt og þetta ástand er, þá mun það lagast með tímanum.“ Meiri áhætta í faraldrinum Eins og margir óttast Héðinn að áhrifin af Covid-aðgerðunum séu mikil og við eigum eftir að sjá það betur þegar fram í sækir: „Þetta ástand hefur haft áhrif á geðheilsu nánast allra, en sérstaklega þeirra sem voru einangraðir fyrir. Fólk sem býr eitt getur oft orðið félagslega einangrað og áhættan á því er miklu meiri núna. Meðaltalstölur yfir sjálfsvíg síðustu 15 ára er 39 sjálfsvíg á ári. Talan fyrir árið 2020 ætti að koma í sumar og ég hef grun um það að hún sé töluvert mikið hærri en þetta meðaltal. Hún er yfir því, við vitum það, en við vitum ekki hve miklu hærri hún er.“ Í þættinum ræða Héðinn og Sölvi um geðlækningar, mannlegt eðli, baráttu Héðins við geðhvarfasýki og margt margt fleira. Þáttinn í heild má finna hér fyrir neðan og á helstu hlaðvarpsveitum: Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Geðheilbrigði Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira
„Það er miklu meira að græða á veikindum en heilsu. Þú græðir ekki pening á fólki sem er í jafnvægi og vill ekki neitt og þarf ekki neitt,“ segir Héðinn Unnsteinsson, sérfræðingur í forsætisráðuneytinu og formaður Geðhjálpar. Komin of langt Héðinn, sem starfaði um árabil hjá Alþjóða Heilbrigðisstofnuninni, hefur síðastliðin 25 ár unnið að geðheilbrigðismálum. Í Podcasti Sölva Tryggvasonar talar hann um geðlyfjaviðskipti í heiminum, sem er gríðarlegur bransi. „Greiningarkerfið á geðsjúkdómum er alltaf að færast lengra og lengra, en að endingu er þetta yfirleitt huglægt mat eins einstaklings á huglægu ástandi annars. Það segir sig sjálft að það getur verið mjög snúið, en þó að það sé mikil viðleitni til staðar erum við augljóslega komin of langt. Að endingu erum við að leitast við að hámarka vellíðan okkar og lágmarka vanlíðan. Þegar þú færð greiningu getur þú á ákveðinn hátt ýtt frá þér ábyrgð og fólk er farið að skilgreina sig mjög mikið út frá þessum greiningum. Ég hitti um daginn unga konu um daginn sem sagði við mig: „Ég er með ódæmigerða einhverfu og ADHD,“ áður en ég náði að spyrja hana: „Fyrirgefðu, hvað heitir þú?“ Við erum án hugsunar farin að skilgreina okkur út frá þessu. Í mínu tilviki hef ég farið fjórum sinnum í alvarlega maníu og þunglyndi í kjölfarið. Þetta nær yfir um það bil 8% af ævi minni ef ég verð áttræður og helst frískur. Þá vaknar spurningin hvort ég eigi að vera með þennan merkimiða geðhvarfasýki á mér líka í 90% af tímanum sem ég var ekki í þessu ástandi?” Hélt fyrir augun Héðinn skrifaði bókina Vertu Úlfur um reynslu sína af geðheilbrigðiskerfinu. Bókin, sem hlaut bókmenntaverðlaun, var lengi í vinnslu, enda umfjöllunarefnið erfitt. Nú hefur einnig verið sett upp leikverk um efni bókarinnar. „Það var mjög sérstakt að sitja og horfa á lokarennsli af leikritinu. Það var súrrealísk upplifun að sitja úti í sal og sjá 25 ár ævi sinnar sett á svið. Ég hélt fyrir augun í korter, en ég er mjög ánægður með útkomuna og þau gerðu þetta gríðarlega vel,“ segir Héðinn, sem var lengi að skrifa bókina. „Ég man að ég byrjaði að skrifa bókina í þriðju persónu, af því að það var allt of sársaukafullt að skrifa hana í fyrstu persónu. Þannig að ég byrjaði bara að skrifa „hann“ og svo færði ég mig yfir í aðra persónu og skrifaði „þú“ og svo endaði ég loksins í fyrstu persónu. Ég var með frábæra ritstjóra sem hjálpuðu mér að ná reiðinni út úr bókinni og tíminn vann mjög mikið með henni líka. Þegar það er verið að fjalla um reynslu af þessu tagi verður að fá að líða ákveðinn tími.“ Raungerðist tveimur mánuðum síðar Héðinn segir í þættinum meðal annars frá tímabili þar sem hann fór í mikið oflætisástand síðla sumars 2008 og gekk á milli banka og tilkynnti útibússtjórum að bankarnir væru að fara á hausinn. „Ég var bara alveg viss um að bankarnir væru að fara. Maður hafði gests auga eftir að hafa búið lengi erlendis og var viss um þetta. Þannig að 12. ágúst 2008 fór ég og tók alla peningana mína út úr bankanum og segi við bankagjaldkerann og útibússtjórann að Kaupþing sé að fara á hausinn og fer svo líka í Sparisjóðinn og bið gjaldkerann þar um að vara útibússtjórann við að Sparisjóðurinn sé líka á leiðinni á hausinn. Eftir það var hringt í pabba og ég var nauðungarvistaður eftir þetta. Þetta raungerðist svo tveimur mánuðum síðar. En ég tek það fram að ég var ekki nauðungarvistaður út af þessum eina atburði. En það er samt áhugavert að við lofum fjölbreytileikann, en samt erum við alltaf að reyna að steypa alla í sama mótið, inn í þennan þrönga „normatíva“ ramma sem er bara að hverfa,“ segir Héðinn og heldur áfram: „Við erum náttúrulega öll ólík og í raun er lífið ein stór geðröskun, af því að ef að geð þitt raskast aldrei ertu ekki lifandi. Það er eðlilegt að geðið raskist innan ákveðinna marka og það er eðlilegt að upplifa misjafnar tilfinningar. En þegar þú ferð út fyrir þennan „normatíva” ramma sem er alltaf að þrengjast, þá þarf að gera eitthvað í því. Í mínu tilviki var það þannig að í oflætinu kláruðust bara boðefnin og svo þegar þunglyndið kemur í kjölfarið, þá er bara allt tómt í boðefnastarfseminni. Þá þarf maður að muna að jafnömurlegt og þetta ástand er, þá mun það lagast með tímanum.“ Meiri áhætta í faraldrinum Eins og margir óttast Héðinn að áhrifin af Covid-aðgerðunum séu mikil og við eigum eftir að sjá það betur þegar fram í sækir: „Þetta ástand hefur haft áhrif á geðheilsu nánast allra, en sérstaklega þeirra sem voru einangraðir fyrir. Fólk sem býr eitt getur oft orðið félagslega einangrað og áhættan á því er miklu meiri núna. Meðaltalstölur yfir sjálfsvíg síðustu 15 ára er 39 sjálfsvíg á ári. Talan fyrir árið 2020 ætti að koma í sumar og ég hef grun um það að hún sé töluvert mikið hærri en þetta meðaltal. Hún er yfir því, við vitum það, en við vitum ekki hve miklu hærri hún er.“ Í þættinum ræða Héðinn og Sölvi um geðlækningar, mannlegt eðli, baráttu Héðins við geðhvarfasýki og margt margt fleira. Þáttinn í heild má finna hér fyrir neðan og á helstu hlaðvarpsveitum: Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Geðheilbrigði Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira