„Eigum alveg rétt á að vera á þessu móti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. mars 2021 15:45 Úr leiknum í Györ í dag. getty/Chris Ricco Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, kvaðst nokkuð sáttur með frammistöðu Íslands gegn Danmörku á EM í dag. Danir unnu leikinn, 2-0, og tryggðu sér þar með sæti í átta liða úrslitum keppninnar. „Ég er mjög stoltur af mínu liði. Við áttum að skora og galopna leikinn. Byrjunin var erfið en við unnum okkur vel í leikinn. Ég er fyrst og fremst stoltur af strákunum. Við skildum allt eftir á vellinum,“ sagði Davíð á blaðamannafundi eftir leikinn. Danir skoruðu tvö mörk á fyrstu nítján mínútum leiksins og létu þar við sitja. Fyrra markið kom eftir gott spil hjá danska liðinu og það síðara eftir hornspyrnu. „Þetta eru augnablik sem geta breytt leikjum. En þetta eru bara tvö góð lið að spila. Þeir gerðu þetta vel í fyrsta markinu og svo fast leikatriði sem við komum ekki í veg fyrir,“ sagði Davíð. Hann var ánægður hvernig íslenska liðið svaraði mótlætinu sem það lenti í upphafi leiksins. „Við höldum alltaf áfram og erum með góð liðsheild og góða leikmenn. Við eigum alveg rétt á að vera á þessu móti,“ sagði Davíð. Ísak Óli Ólafsson fór meiddur af velli þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Að sögn Davíðs fékk Keflvíkingurinn krampa. Sveinn Aron Guðjohnsen lét mikið til sín taka í leiknum og Davíð fannst hann ekki fá mikið frá dómaranum. „Hann stóð sig prýðilega. Þeir áttu í stökustu vandræðum með hann. Ég hefði viljað fá fleiri aukaspyrnur en þetta voru sterkir strákar að berjast,“ sagði Davíð. EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir Davíð Snorri: Stoltur af liðinu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, kvaðst stoltur af liði sínu eftir 0-2 tap gegn Danmörku í lokakeppni EM sem fram fer í Ungverjalandi þessa dagana. 28. mars 2021 15:16 Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-2 | Danir refsuðu á meðan Íslendingar nýttu ekki færin Ísland mætir Danmörku í Ungverjalandi í dag, í öðrum leik sínum á EM U21-landsliða. Danir eru með sjálfstraust eftir 1-0 sigur gegn Frökkum en Ísland tapaði 4-1 gegn Rússum. 28. mars 2021 14:50 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
„Ég er mjög stoltur af mínu liði. Við áttum að skora og galopna leikinn. Byrjunin var erfið en við unnum okkur vel í leikinn. Ég er fyrst og fremst stoltur af strákunum. Við skildum allt eftir á vellinum,“ sagði Davíð á blaðamannafundi eftir leikinn. Danir skoruðu tvö mörk á fyrstu nítján mínútum leiksins og létu þar við sitja. Fyrra markið kom eftir gott spil hjá danska liðinu og það síðara eftir hornspyrnu. „Þetta eru augnablik sem geta breytt leikjum. En þetta eru bara tvö góð lið að spila. Þeir gerðu þetta vel í fyrsta markinu og svo fast leikatriði sem við komum ekki í veg fyrir,“ sagði Davíð. Hann var ánægður hvernig íslenska liðið svaraði mótlætinu sem það lenti í upphafi leiksins. „Við höldum alltaf áfram og erum með góð liðsheild og góða leikmenn. Við eigum alveg rétt á að vera á þessu móti,“ sagði Davíð. Ísak Óli Ólafsson fór meiddur af velli þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Að sögn Davíðs fékk Keflvíkingurinn krampa. Sveinn Aron Guðjohnsen lét mikið til sín taka í leiknum og Davíð fannst hann ekki fá mikið frá dómaranum. „Hann stóð sig prýðilega. Þeir áttu í stökustu vandræðum með hann. Ég hefði viljað fá fleiri aukaspyrnur en þetta voru sterkir strákar að berjast,“ sagði Davíð.
EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir Davíð Snorri: Stoltur af liðinu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, kvaðst stoltur af liði sínu eftir 0-2 tap gegn Danmörku í lokakeppni EM sem fram fer í Ungverjalandi þessa dagana. 28. mars 2021 15:16 Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-2 | Danir refsuðu á meðan Íslendingar nýttu ekki færin Ísland mætir Danmörku í Ungverjalandi í dag, í öðrum leik sínum á EM U21-landsliða. Danir eru með sjálfstraust eftir 1-0 sigur gegn Frökkum en Ísland tapaði 4-1 gegn Rússum. 28. mars 2021 14:50 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
Davíð Snorri: Stoltur af liðinu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, kvaðst stoltur af liði sínu eftir 0-2 tap gegn Danmörku í lokakeppni EM sem fram fer í Ungverjalandi þessa dagana. 28. mars 2021 15:16
Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-2 | Danir refsuðu á meðan Íslendingar nýttu ekki færin Ísland mætir Danmörku í Ungverjalandi í dag, í öðrum leik sínum á EM U21-landsliða. Danir eru með sjálfstraust eftir 1-0 sigur gegn Frökkum en Ísland tapaði 4-1 gegn Rússum. 28. mars 2021 14:50