Tvær táningsstelpur slá í gegn en BKG og Jóhanna Júlía eru efst Íslendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2021 12:01 Jóhanna Júlía Júlíusdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson hafa staðið sig best Íslendinga til þessa á CrossFit Open. Instagram/@bk_gudmundsson og johannajuliusdottir Björgvin Karl Guðmundsson er sjötti og Jóhanna Júlía Júlíusdóttir er í áttunda sæti eftir tvær fyrstu tvær vikurnar í Open 2021. Lokavikan er framundan. Björgvin Karl Guðmundsson er efstur Íslendinga eftir 21.1 og 21.2 í opna hluta heimsleikanna í CrossFit og á góða möguleika á því að hækka sig með góðum árangri í lokavikunni. Björgvin Karl náði fimmtánda sætinu í fyrsta hlutanum og varð síðan í 25. sæti í öðrum hlutunum. Hann er því með 40 stig þegar markmiðið er að vera með sem fæst stig. Næstur á undan honum er Bandaríkjamaðurinn Mitchel Stevenson með 39 stig en efstur er Grikkinn Alex Kotoulas með 29 stig. Kanadamaðurinn Jeffrey Adler er í öðru sæti með 30 stig og þriðji er Bandaríkjamaðurinn Noah Ohlsen með 33 stig. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Björgvin Karl er sætum ofar en næsti íslenski maðurinn sem er Ingimar Jónsson með 467 stig í 107. sæti. Þriðji hjá íslensku strákunum er Sigurður Hjörtur Þrastarson (527 stig) í 122. sæti og fjórði er Haraldur Holgersson (841 stig) í 204. sæti. Frábær árangur sextán og sautján ára stelpna hefur vakið athygli á fyrstu tveimur vikum opna hluta heimsleikanna í CrossFit. Í efstu tveimur sætunum í kvennaflokki eru annars vegar hin sautján ára gamla Mallory O’Brien og hin sextán ára Emma Cary. Þær eru báðar á undan heimsmeistaranum Tia-Clair Toomey-Orr sem er þriðja. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir vann fyrsta hlutann er komin niður í áttunda sætið eftir annan hlutann. Jóhanna Júlía varð í 44. sæti í 21.2. Hún er með 45 stig eða jafnmörg stig og Haley Adams. View this post on Instagram A post shared by Jóhanna Júlía Júlíusdóttir (@johannajuliusdottir) Táningarnir tveir eru með 11 og 15 stig og Tia-Clair er síðan með 18 stig. Næst á undan Jóhönnu er hin bandaríska Ellie Tarence Hiller með 36 stig. Þuríður Erla Helgadóttir er næstefst af íslensku stelpunum í fjórtánda sæti (94 stig) en Katrín Tanja Davíðsdóttir er síðan í sautjánda sætinu með 96 stig. Anníe Mist Þórisdóttir er fjórða sæti af íslensku stelpunum eftir frábæra frammistöðu í 21.2 en hún er í 192.sæti á heildarlistanum með 682 stig. Anníe Mist var í 662. sæti eftir 21.1 og hækkaði sig því um 490 sæti. Andrea Ingibjörg Orradóttir er fimmta og Tanja Davíðsdóttir er í sjötta sæti af íslensku stelpunum. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) CrossFit Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson er efstur Íslendinga eftir 21.1 og 21.2 í opna hluta heimsleikanna í CrossFit og á góða möguleika á því að hækka sig með góðum árangri í lokavikunni. Björgvin Karl náði fimmtánda sætinu í fyrsta hlutanum og varð síðan í 25. sæti í öðrum hlutunum. Hann er því með 40 stig þegar markmiðið er að vera með sem fæst stig. Næstur á undan honum er Bandaríkjamaðurinn Mitchel Stevenson með 39 stig en efstur er Grikkinn Alex Kotoulas með 29 stig. Kanadamaðurinn Jeffrey Adler er í öðru sæti með 30 stig og þriðji er Bandaríkjamaðurinn Noah Ohlsen með 33 stig. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Björgvin Karl er sætum ofar en næsti íslenski maðurinn sem er Ingimar Jónsson með 467 stig í 107. sæti. Þriðji hjá íslensku strákunum er Sigurður Hjörtur Þrastarson (527 stig) í 122. sæti og fjórði er Haraldur Holgersson (841 stig) í 204. sæti. Frábær árangur sextán og sautján ára stelpna hefur vakið athygli á fyrstu tveimur vikum opna hluta heimsleikanna í CrossFit. Í efstu tveimur sætunum í kvennaflokki eru annars vegar hin sautján ára gamla Mallory O’Brien og hin sextán ára Emma Cary. Þær eru báðar á undan heimsmeistaranum Tia-Clair Toomey-Orr sem er þriðja. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir vann fyrsta hlutann er komin niður í áttunda sætið eftir annan hlutann. Jóhanna Júlía varð í 44. sæti í 21.2. Hún er með 45 stig eða jafnmörg stig og Haley Adams. View this post on Instagram A post shared by Jóhanna Júlía Júlíusdóttir (@johannajuliusdottir) Táningarnir tveir eru með 11 og 15 stig og Tia-Clair er síðan með 18 stig. Næst á undan Jóhönnu er hin bandaríska Ellie Tarence Hiller með 36 stig. Þuríður Erla Helgadóttir er næstefst af íslensku stelpunum í fjórtánda sæti (94 stig) en Katrín Tanja Davíðsdóttir er síðan í sautjánda sætinu með 96 stig. Anníe Mist Þórisdóttir er fjórða sæti af íslensku stelpunum eftir frábæra frammistöðu í 21.2 en hún er í 192.sæti á heildarlistanum með 682 stig. Anníe Mist var í 662. sæti eftir 21.1 og hækkaði sig því um 490 sæti. Andrea Ingibjörg Orradóttir er fimmta og Tanja Davíðsdóttir er í sjötta sæti af íslensku stelpunum. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson)
CrossFit Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Sjá meira